Pistill

Þetta eru vinir Bjarna Benediktssonar

Illugi Jökulsson er ekki jafn sæll og glaður og Bjarni Benediktsson yfir því að dæmdir hrægammasjóðir séu að eignast hér banka.

Hrægammar - Við erum náttúrlega að verða vön því að láta Gamma um húsnæðismálin, því þá ekki að láta gamma um bankakerfið líka?

Við höfum verið höfð af fíflum. 

Og við verðum áfram höfð að fíflum, vegna þess að núverandi valdhöfum - forráðamönnum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar - þessum valdhöfum finnst við ekki eiga neitt betra skilið.

Af því við séum fífl.

Rakin, einksis verð fífl.

Og þó kannski ekki alveg einskis verð.

Vegna þess að það má vissulega hafa af okkur fé.

Ójá, það má hafa af okkur fé.

Svo vinir ríkisstjórnarflokkanna - vinir Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líka, ekki gleyma Bjartri framtíð, Björt framtíð virðist ekki ætla að verða neitt skárri en hinir - svo vinir þeirra geti grætt meiri pening.

Þessir forráðamenn ríkisstjórnarflokkanna eru svo vissir um að við séum fífl að þeir stefna nú eindregið að því að hefja einkavæðingu og arðrán í heilbrigðiskerfinu, þótt alveg ljóst sé að meirihluti þjóðarinnar sé á móti því.

En af því við séum fífl, þá treysta þeir á að við munum láta það yfir okkur ganga meðan við hugsum um brennivín í búðir.

Þeir halda líka að við séum svo mikil fífl að við klöppum saman höndum þegar hrægammar og margdæmdir mútugreiðendur fá í hendur Arion-banka.

Þeir halda að við trúum því þegar Bjarni Benediktsson segir okkur að það sé sérstakt hraustleikamerki að hrægammarnir vilji endilega eignast hér banka.

Muniði eftir myndunum í kabboj-myndunum gömlu þar sem aðframkominn kabboj var að hníga úr þorsta úti í eyðimörkinni og sá í gegnum hitasvækjuna að hrægammarnir voru farnir að lækka flugið?

Átti hann þá kannski að hrósa happi yfir að vera þrátt fyrir allt svo feitur að hrægammarnir gátu hugsað sér að éta hann?

Það er einmitt það sem Bjarni Benediktsson fer nú fram á að við gerum, fíflin þau arna.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Aðsent

Góðærið gengur aftur

Pistill

Hversu sannreynd eru meðferðarúrræði hefðbundinna lækninga?

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Pistill

Túristi í eigin landi

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar