Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist
7

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·

Bragi Páll Sigurðarson

Þetta er búið. Ég er farinn.

Pistlahöfundurinn Bragi Páll er vægast sagt ósáttur við atburði síðustu vikna, þar sem hann segir þjóðina fíflaða af valdhöfum.

Bragi Páll Sigurðarson

Pistlahöfundurinn Bragi Páll er vægast sagt ósáttur við atburði síðustu vikna, þar sem hann segir þjóðina fíflaða af valdhöfum.

Þetta er búið. Ég er farinn.
Landflótti. Ástandið er krítískt. Landflótti er staðreynd. 

Ég var að koma heim af þessum blaðamannafundi þar sem maðurinn, sem ég kallaði þaulsetið fretský fyrir stuttu, ákvað að halda aðeins lengur með hvítum hrukkóttum hnúunum um taumana. Rétt eins og aðrir valdasjúkir stjórnendur sem þessi stórfurðulega þrælslundaða þjóð hefur kosið sem fulltrúa sína.

Set bara Crass á fóninn og reyni að setja þetta í samhengi. Eftir að ríkistjórnin og aflandsherrar hennar buðu upp á ósvífnasta valdarán sem ég hef orðið vitni að fyrir tveimur vikum, þar sem lygara var skipt út fyrir strengjabrúðu svo mafíósarnir í þessum sjúkdómum og afætum sem fólk kallar ríkistjórnarflokka gætu endanlega rekið smiðshöggið á stærsta bankarán allra tíma, sem þeir hafa verið að skipuleggja frá því þeir voru í stjórnarandstöðu. Eðlilega reiddist Bjarni Ben því í stiganum þegar blaðamenn bentu honum á að hann væri gjörsamlega rúinn trausti og ætti með réttu að drulla sér aftur með milljónirnar sínar til Flórída svo hann geti haldið áfram að eiga í áhugaverðum og skemmtilegum samræðum við krumpaðar klappstýrur. 

Ég hristi höfuðið svo mikið á leiðinni frá Bessastöðum að ég er kominn með verk í hálsinn. Hvar í fjandanum bý ég. Hvað er að þessu landi? Hvað er að fólkinu sem samþykkir þessa hegðun? Lengi vel gleypti ég pilluna um að svona virki nú fulltrúalýðræðið einfaldlega. Að ég þurfi bara að sætta mig við það að þjófar beiti lygum til þess að ná völdum svo þeir geti sniðið lög og reglur að sjálfum sér og hinum 600 íslendingunum sem frömdu með sanni föðurlandssvik með því að flytja úr landi peningana sem þeir með arðráni hafa sogið úr blóðrás þjóðarinnar.

Fasistarnir hægra megin hafa að minnsta kosti vit á að halda kjafti og marséra þægir í eina átt.

Mér hefur verið sagt að svona sé þetta bara. 38 atkvæði á móti. Meirihlutinn ræður. Þeir ráða. Frekir hrokafullir gráðugir kallar ráða. Atkvæði í áskrift. Alveg sama hvernig gengur þá færðu þína menn á þing og það má náttúrulega ekki rugga bátnum með því fá hingað inn nýja stjórnarskrá af því gömlu frethólkarnir gætu misst völdin. Sífellt og ítrekað staðnir að lygum og spillingu og undanskotum og frændhygli og sannleikurinn er bjagaður og togaður þangað til ekkert hefur lengur neina þýðingu. Ég horfi upp á valdamesta fólk landsins hafa okkur öll af fíflum til þess eins að ríghalda í valdasprotana.

Þetta er búið. Ekkert breytist. Spilling skiptir engu. Mótmæli skipta engu. Vanhæfni og þjófnaður og lygar skipta engu. Ekkert skiptir neinu máli. Orð hafa misst alla merkingu. Sanngirni og réttlæti eru marklaus og dauð tákn. Gengdarlaus græðgin trónir yfir öllu.

Það breytist aldrei neitt. Við kjósum og kjósum og kjósum og gamlir ríkir kallar tea-bagga okkur hvernig sem fer. Þegar fólk gagnrýnir stökkva varðhundar auðvaldsins og gelta að fólk verði þá bara að flytja eitthvað annað ef það er svona ömurlegt að búa hérna. Ó, engar áhyggjur félagi, við erum að fara. Alveg sama hvernig trúðarnir reyna að klæða tölfræðina í blúndukjól og líksnyrta þá er menntaðasta og greindasta fólkið að flýja land. Við erum farin. Við reyndum að leggja orð í belg, benda á að hér væri diet-fasismi að eiga sér stað. Við reyndum að sýna fram á að orðræðan og stefnan væri á þann veg að fólk væri að bugast og gefast upp, en það gekk ekki. Snúum öllu á hvolf. Fáum spunameistara til að samhæfa framkomu ríkistjórnar og valdhafa þannig allir kyrji sama saurinn. Vandamálið með vinstrið er að allir eru svo miklir einstaklingar og með svo sérhæfða útgáfur skoðunum og sannleikanum. Fasistarnir hægra megin hafa að minnsta kosti vit á að halda kjafti og marséra þægir í eina átt.

Við hendum okkur á tannhjólin og kremjumst á milli þeirra.“

Þannig núna er þetta ekki lengur spurning um það hvort okkur takist með aðhaldi fjölmiðla og gagngerri endurnýjun að þrífa hér skítinn sem olli því að hrunið varð. Kerfisvillan sem var orsök hrunsins er enn óbreytt. Við búum enn þá í landi þar sem vélin var hönnuð af firrtu fólki sem dýrkar peninga og auðsöfnun. Eldgamlir Thatcher og Reganfasistar stýra fjölmiðlum og ungir og fallegir vel uppaldir fasistar bíða í röðum eftir því að taka við keflinu og passa að ekkert breytist. Við getum engu breytt. Arðránið er kerfisbundið. Við eigum ekki séns. Við getum engu breytt. Rannsóknarskýrslan snýr sér í gröfinni. Við erum fyrir löngu búin að tapa.

Og þetta er engin hótun. Þetta er ekki einu sinni ég að reyna að vera dramatískur. Mig hefur mjög oft langað til að flytja úr landi, og hef oft grínast með það. En í kvöld fórum við í fyrsta sinn í alvöru að skipuleggja endanlegan landsflótta. Þetta er bara ekki hægt. Ég gefst upp. Ekkert breytist. Nú er bara spurning hvort þið viljið halda áfram að búa í landi þar sem þið eruð dæmd til þess að vera mis-illa settir þrælar auðvaldsins, eða hvort þið viljið leita gæfunnar á nýjum stað. Ég ætla að minnsta kosti að fara. Virkið allt. Stelið öllu. Brennið allt. Ég gefst upp.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·