Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Þegar betlara er drekkt

Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård skrifaði grein í síðustu viku þar sem hann kallaði Svía þröngsýna kýklópa og sagði pólitískan rétttrúnað þeirra blindandi í stjórnmálum og menningarlífi. Síðan þá hefur umræðan verið á fullu.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård skrifaði grein í síðustu viku þar sem hann kallaði Svía þröngsýna kýklópa og sagði pólitískan rétttrúnað þeirra blindandi í stjórnmálum og menningarlífi. Síðan þá hefur umræðan verið á fullu.

Þegar betlara er drekkt
Knausgård hefur gert allt vitlaust Norski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård hefur gert allt vitlaust í Svíþjóð með grein um sænska umræðuhefð þar sem hann sakar Svía um þröngsýni og blindu á sviði stjórnmála og menningarlífs.  

Um daginn sá ég dólgslegan og ófyrirleitinn sölumann borga feitum götubetlara peninga fyrir að fá að halda höfðinu á honum þrívegis ofan í skúringafötu sem var sneisafull af vatni þar til hann var næstum drukknaður. Betlarinn lá í jörðinni og reyndi örvæntingarfullur að ná andanum á meðan sölumaðurinn stóð yfir honum og minnti hann á að hann hefði fengið greitt fyrir þátttöku sína. Betlarinn var í þannig stöðu að hann  var meira að segja tilbúinn að fá borgað fyrir að láta misþyrma sér. 

Þetta gerðist í Svíþjóð, nánar tiltekið í Stokkhólmi. Að vísu átti þessi sérstaka uppákoma sér stað á leiksviði, í þjóðleikhúsinu Dramaten, en hún var ógleymanleg engu að síður. 

Þetta er gott fólk

Þessi sena í leikritinu var ógleymanleg vegna viðbragða sumra áhorfendanna. Eiginlega var þessi sena það eina sem leikritið skildi eftir sig en það var ekki út af leiknum eða díalógnum heldur viðbrögðunum. Þegar nokkrum úr áhorfendahópnum þótti nóg um, og héldu væntanlega að leikni betlarinn væri við það að deyja fyrir framan augun á þeim, byrjuðu þeir að kalla úr sætum sínum: „Hættu nú!“; „Þetta nægir!“; „Svona, svona“.  Á tímabili hélt ég að einn eldri maður sem sat fyrir framan mig ætlaði að fara inn á sviðið og bjarga betlaranum frá dauða. Þetta var samt ekki veruleikinn, þetta var leikrit, menningarafurð. 

En mikið var þetta gott fólk sem brást svona við óréttlætinu á sviðinu.  Svíar eru svo hjálpsamir og réttsýnir upp til hópa og mega ekkert aumt sjá - þess vegna flykkjast fátækir Evrópubúar til Svíþjóðar til að betla á götum úti.  Þetta er að sjálfsögðu yfirleitt bara jákvæður eiginleiki: Að vera góður. Rétthugsunin - að gera hið rétta - náði meira að segja inn í leikhúsið, bæði hjá eldra fólki og eins því yngra.  Ef einhver er í vanda staddur þá hjálpar maður honum. Þannig er það bara. Svíar eiga líklega heimsmet í hjálpsemi.

Enginn áhorfandi sagði samt neitt þegar fólkið byrjaði að kalla inn á sviðið. Það var ekkert: Heyrðu nú mig, þetta er nú bara allt í plati; þetta er bara leikrit. Betlarinn var í huga einhverra sannkallað fórnarlamb og ef maður sér eitthvað óréttlátt gerast þá bregst maður við. 

 Ég og íslenskur vinur minn litum hvor á annan undrandi: Við trúðum þessu ekki. Og ég hef enga ástæðu til að ætla að viðbrögð áhorfenda hafi ekki verið nákvæmlega þau sömu á öðrum sýningum á leikritinu. 

Hvað var verið að segja okkur? Er rangt að grípa ekki inn í senuna í leikritinu  og segja eitthvað við ofbeldinu? Áttum við sem sögðum ekkert að fá samviskubit af þeim sökumí? Eru þeir sem gripu inn í senuna betra fólk en hinir?  Eiginlega var þetta besti hluti leikritsins af því að senan vakti mann til umhugsunar. 

„Kýklóparnir vilja ekki vita af þeim hliðum raunveruleikans sem eru ekki eins og þeir telja að raunveruleikinn ætti að vera.“

Kýklópar afneita veruleikanum

Mér varð hugsað til þessa atviks í ljósi eins helsta umræðuefnisins  í sænskum fjölmiðlum síðastliðna viku. Þetta umræðuefni er hörð gagnrýni norska rithöfundarins Karl Ove Knausgårds  á umræðuhefðina í landinu sem hann telur einkennast af heftandi og blindandi pólitískri rétthugsun. Knausgård skrifaði langa grein í Dagens Nyheter þann 20. maí þar sem hann kallaði Svía „eineygða“ og „þröngsýna“, sagði þá vera „kýklópa“ og benti á að pólitískur rétttrúnaður þeirra byggi til andrúmsloft sem væri líkt því sem gengur og gerist í einræðissamfélögum.  Þetta er einræði hins „rétta“ eða þess sem talið er að sé pólitískt rétt að gera.

Sjálfur hefur hann verið kallaður nasisti -  meðal annars hefur honum verið líkt við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og kallaður karlremba út af umfjöllunum sem hann hefur verið með í skáldsögum sínum. Knausgård hafa með öðrum orðum verið eignaðir eiginleikar vegna einhvers sem persónur í skáldsögum hans hugsa eða gera. Hvað væri ekki hægt að segja um Halldór Laxness ef maður læsi Sjálfstætt fólk á þeim forsendum að Bjartur endurspeglaði raunverulega heimsmynd höfundarins? Sá sem ætlar að byrja að rýna í skoðanir og hugsanir persóna í skáldverkum til að átta sig á heimsmynd höfundarins er kominn á algjörar villigötur. 

Ekki hefur liðið einn dagur frá því greinin birtist að hún hafi ekki verið rædd áfram í dagblöðunum eða í spjallþáttum í sjónvarpi. Raunar var grein Knausgårds svar við umræðu sem hafði gengið í viku þar sem hann var meðal annars kallaður „bókmenntalegur pedófíll“ en umræðan vakti fyrst verulega athygli með grein Knausgårds. Grein Knausgårds hefur nú verið deilt tæplega þrjáttíu þúsund sinnum á Facebook og meira en þúsund sinnum á Twitter.  

Í greininni sagði Knausgaard eitt af vandamálum Svía vera að þeir einfaldlega vilji loka á þær hliðar raunveruleikans sem þeim þykja óþægilegar og passa ekki inn í þá mynd af veruleikanum sem þeir telja að sé rétt. Rithöfundurinn tók dæmi af Svíþjóðardemókrötunum, þriðja stærsta stjórnmálaflokki landsins með um 13 prósenta fylgi, sem hinir stjórnmálaflokkarnir í landinu hafa komið sér saman um að láta eins og sé ekki til af því að þeir eru ósammála hugmyndafræði þeirra. Svíþjóðardemókratarnir eru mótfallnir frekari innflutningi innflytjenda til Svíþjóðar og byggja þeir pólitíska tilveru sína fyrst og fremst á þeirri afstöðu. Í stað þess að taka á móti fleiri innflytjendum - ekkert annað land í Evrópu tekur á móti eins mörgum innflytjendum miðað við höfðatölu - vill stjórnmálaflokkurinn nota  fjármuni sænska ríkisins til að aðstoða þá í heimalöndum sínum. Hvað svo sem fólki kann að finnast um Svíþjóðardemókratana þá hefur ekki gengið hjá hinum stjórnmálaflokkunum að hundsa þá, þvert á móti því flokkurinn mælist alltaf með meira og meira fylgi. Aðferð hinna stjórnmálaflokkanna, að láta eins og flokkur með 13 prósenta fylgi sé ekki til, hefur því alls ekki virkað enda stríðir taktíkin gegn þeim pólitíska raunveruleika sem er til staðar í Svíþjóð eftir síðustu kosningar.

Á þetta bendir Knausgård:  „Ástæða þess að kýklóparnir hata svona mikið og eru svona hræddir er einföld. Kýklóparnir vilja ekki vita af þeim hliðum raunveruleikans sem eru ekki eins og þeir telja að raunveruleikinn ætti að vera. Forsætisráðherra kýklópanna sagði um daginn að lögmætur stjórnmálaflokkur, sem á sæti á sænska þinginu, væri nýfasískur flokkur. Allir vita að þetta er ekki satt en það skiptir ekki máli af því að ef þeir hafa aðra skoðun á erfiðu máli þá eru þeir fasistar.“

Þannig gerist það að þjóð sem telur frjálslyndi og umburðarlyndi til dyggða sem allir eiga að bera í brjósti afneitar öðrum skoðunum en þeim sem rúmast innan þess ramma sem er markaðar af hinum pólitíska rétttrúnaði í samfélaginu. Svíþjóðardemókratarnir rúmast til dæmis ekki þar þrátt fyrir þrettán prósenta fylgi og því er þeim afneitað til að þeir hafi sem minnst áhrif. Og meira að segja í bókmenntum kunna pólitískt rangar skoðanir persóna að vera heimfærðar upp á höfundinn og hann jafnvel gerður ábyrgur fyrir þeim.

Skarað samkomulag um kratisma

Sænsku stjórnmálaflokkarnir eru í raun allir sósíaldemókratískir flokkar, nema Svíþjóðardemókratarnir. Enginn þeirra mun stíga fram og koma með tillögur um byltingarkenndar breytingar á samfélaginu og sænskri stjórnskipun. Stærsti hægri flokkurinn í landinu er sósíaldemókratískur, þetta eru hægri kratar, sem aldrei myndu koma fram með hugmyndir um stórfellda einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum,  einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, hlutafélagavæðingu þjóðgarða eða setja fram tillögur um stórfelldar skattalækkanir. 

Sænskir stjórnmálaflokkar eru bara mislangt til vinstri eða mislangt til hægri en allir standa þeir á hinu breiða sósíaldemókratíska spektrúmi. Svíar eru flestir kratar - nema Svíþjóðardemókratarnir sem samt eru það að hluta í bland við þjóðernis- og einangrunarhyggju og jafnvel rasískar hugmyndir í bland í einhverjum tilfellum.   

Sænskt samfélag er með öðrum orðum orðið það þróað í þessa sósíaldemókratísku átt að sú frjálslynda, víðsýna og umburðarlynda lífsspeki sem fylgir þessum viðhorfum til stjórnmála er orðin að viðteknu normi. Í Svíþjóð ríkir skarað samkomulag - samkomulag þar sem menn eru sammála um meginlínur pólitískrar stefnu en kunna að deila um áherslur og útfærslur - um kratisma og stjórnmálaumræðan snýst almennt séð ekki um grundvallarstefnu í stjórnmálum heldur um mismunandi áherslur innan þeirrar grundvallarstefnu sem allir stjórnmálaflokkarnir aðhyllast.  

Eitt dæmi um grundvallarmál sem deilt er um er reyndar sá skýri vilji Vinstriflokksins til að banna arðgreiðslur út úr einkareknum fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu en frekar sjaldgæft er að stjórnmálaumræða í Svíþjóð snúist um slík grundvallaratriði.

Ein af afleiðingum þessa norms, svo orð norska höfundarins séu túlkuð, er hatur á því sem rúmast ekki innan þessa skaraða samkomulags um kratisma en þetta á meðal annars við um Svíþjóðardemókratana, eins og Knausgård kemur inn á. 

Þannig getur þróun sem í eðli sínu er góð, og snýst um að breið sátt um stjórnmál og stefnu samfélagsins skapist og að frjálsyndi og umburðarlyndi verði ofan á, haft neikvæðar afleiðingar ef þetta samkomulag verður beinlínis heftandi fyrir lífið og umræðuna í landinu. 

„Bókmenntir eru í eðli sínu margræðar en það vita kýklóparnir ekki.“

Kýklópar vilja ekki margræðni

Knausgård segir í greininni að þessi þröngsýni Svía, sem í grunninn byggi sjálfsagt meðal annars  á því að ákveðið skarað samkomulag ríkir meðal stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð, þvert á alla flokka nema auðvitað Svíþjóðardemókratana, teygi sig einnig inn í umfjöllun um menningu og listir. 

Um skoðanir Svía á bókmenntum segir hann að þeir geti ekki höndlað margræðni hluta: „Kýklóparnir kunna ekki að höndla margræðni. Það sem er ekki annað hvort gott eða slæmt skilja þeir ekki, það gerir þá reiða. Þess vegna hafa þeir lítinn áhuga á bókmenntum. Þeir segjast hafa áhuga á bókmenntum, en þær bókmenntir sem þeir hafa áhuga á eru bara þær bókmenntir sem ríma við þá mynd sem þeir sjálfir hafa af hinu góða og hinu vonda, og það eru ekki bókmenntir heldur bara eitthvað sem líkist bókmenntum. Bókmenntir eru í eðli sínu margræðar en það vita kýklóparnir ekki.“

„Heilbrigðar skoðanir“ og rasistar

Þegar ég las þessar málsgreinar Knausgårds varð mér aftur hugsað til leikritsins sem ég fór á í Dramaten fyrir nokkrum vikum þar sem nokkrir áhorfendur létu í sér heyra út af óréttlætinu sem fram fór á sviðinu. Þetta leikrit, ≈ [ungefär lika med] eftir Jonas Hassen Khemiri, hlaut mikið lof gagnrýnenda í Svíþjóð og var sýnt oft fyrir fullu húsi.

Í grein í Dagens Nyheter í febrúar sagði blaðamaðurinn Nicholas Ringskog Ferrada Noli að menningarlífið í Svíþjóð væri orðið „pólaríserað“ þar sem listaverk væru ekki metin að verðleikum út frá gæðum eða listfengi heldur út frá þeim pólitíska boðskap sem í þeim fælist. „Verk á sviði tónlistar, bókmennta, kvikmynda eða myndlistar er ekki fyrst og fremst dæmt út frá listrænum eiginleikum þess heldur út frá þeim ljósa eða dulda boðskap sem verkið tjáir.“

Noli tók svo sérstaklega fyrir leikrit Khemiris, sem ég og vinur minn höfðum verið sammála um að væri í stuttu máli banalt, og rakkaði það niður á þessum forsendum; „List sem inniheldur aðeins heilbrigð gildi, list sem er af hinu góða, er hampað í því andrúmslofti sem ríkir í listaheiminum í dag. Á sviði Dramaten er nú sýnt verkið „≈ [ungefär lika med] efter Jonas Hassen Khemiri, sem Farnaz Arbabi leikstýrir. Leikritið er með augljósan boðskap: efnahagslegt óréttlæti er til staðar í samfélaginu og það er ranglátt. Samræðurnur í verkinu eru stirðbusalegar, höfuðpersónurnar eru flatar, húmorinn aulalegur og í verkinu er melódramatískur endir sem er tímaskekkja. Samfélagsgagnrýnin í verkinu samanstendur af mörgum ódýrum punktum og stuttu innslagi um hagsögu sem er hálfgert grín. Af hverju var þessu verki hampað svona mikið? Persónulega held ég að það sé vegna þess að enginn þorir að láta líta út fyrir að hann sé að taka afstöðu gegn heilbrigðum sjónarmiðum og þar af leiðandi ekki heldur gegn verki sem samanstendur nær eingöngu af slíkum skoðunum. Og gagnrýnandi sem er hvítur og tilheyrir millistéttinni sem myndi gagnrýna verk Khemiris og Arbabis gæti átt á hættu að vera kallaður kapítalistasvín og rasisti í ofanálag.“

„Bókmenntirnar eru ekki frjálsar í landi kýklópanna.“

Að „eiga að vera“ og „vera“

Fleiri en Knausgård hafa því bent á þetta „einræði hins rétta og góða“ í sænskri umræðu um stjórnmál og menningu í Svíþjóð árið 2015. Það sem grein Knausgårds gerði hins vegar var að benda á þennan eiginleika með skýrari og kraftmeiri hætti en ég hef áður séð gert. Ein af ástæðunum fyrir því er sjálfsagt sú að Knausgård var orðinn leiður á því að vera gerðar upp lífsskoðanir og eiginleikar sem hann hefur ekki af því að einhverjar persónur í bókunum hans kunna að hafa þær, eins og til dæmis 26 ára gamli kennarinn sem í fyrstu bókinni hans verður ástfanginn af þrettán ára gömlum nemanda sínu. Norski höfundurinn var kallaður „bókmenntalegur pedófíll“ út af þeirri sögu af einum gagnrýnanda. 

Knausgård tókst að ég held að ná utan um það sem svo margir hafa verið að hugsa um í Svíþjóð en enginn hefur náð að koma orðum að með eins skýrum hætti. En hann hefur verið gagnrýndur mjög fyrir greinina og meðal annars sagður hallur undir Svíþjóðardemókratana. 

Í lok greinar sinnar segir Knausgård: „Hvað verður um samfélag sem hættir að vilja tengjast og taka á því sem er til af því að það kærir sig ekki um að sjá það? Samfélag sem sér ekki sannleikann sem blasir við heldur lítur í burtu? Samfélag sem tekur „eiga að vera“  fram yfir „er“. Menningarsíðurnar í dagblöðum kýklópanna eru óvinveittar bókmenntum, vegna þess að hið móralska er tekið fram yfir hið bókmenntalega, og hugmyndafræðin er talin vera æðri hinu móralska. Bókmenntirnar eru ekki frjálsar í landi kýklópanna. Þær eru þvert á móti bundnar á höndum og fótum. Ég veit ekki um neitt land í veröldinni, nema auðvitað einræðisríki, þar sem rithöfundar eru eins ósýnilegir í samfélagsumræðunni. Maður sér aldrei rithöfund standa fyrir einhverri skoðun sem er hans eigin í landi kýklópanna. Maður sér aldrei rithöfund taka neina áhættu opinberlega.“

Merki um heilbrigði

Að mínu mati hitti Knausgård á veikan punkt í sænskri samfélagsumræðu, punkt sem er kannski hvað sýnilegastur í stjórnmálunum í tilfelli Svíþjóðardemókratanna en einnig í menningarlífinu. Það er þetta „Sventhinking“ - Sven í skilningnum svenson=Svíi - sem hann bendir á: Að meta veruleikann út frá því hvernig hann á að vera ef hann væri fullkominn en ekki út frá því hvernig hann er.  Þeir sem eru á annarri línu í stjórnmálum eru óalandi og þeir sem eru á annarri línu í menningunni eru líka óferjandi. 

Svona er fólk bara ekki í raun, svona eru ekki stjórnmálamenn eða -flokkar. Svona eru heldur ekki persónur eða karakterar í listaverkum eins og skáldsögum, leikritum eða bíómyndum sem mega ekki vera eins og einfeldningslegar röksemdarfærslur þar sem sýnt er fram á gildi góðra og heilbrigðra skoðana og þar með rétts lífs. Skáldsaga má ekki vera eins og rökhenda þar sem niðurstaðan leiddi ljúflega af gefnum og réttum forsendum.  Veruleikinn er ekki svona svart-hvítur, hvorki hinn pólitíski veruleiki né sá veruleiki sem búinn er til í listaverkum, meðal annars skáldverkum sem fjalla margar um breyskt fólk af holdi og blóði. 

Ég vona að í framtíðinni segi enginn neitt þegar leikrit Jónasar Khemiris verður næst sett á svið í Dramaten og betlarinn verður búinn að vera með andlitið í fötunni í tuttugu sekúndur. Svo vona ég að sú uppsetning fái kaldari móttökur frá gagnrýnendum sem væru ekki eins heftir af sænskum pólitískum rétttrúnaði - sventhinking - enda var leikritið lapþunnt. Öfugt við það sem mætti halda þá væri sú þögn merki um heilbrigði í samfélagi þar sem listaverk fá bara að standa og falla með sjálfum sér en eru ekki dæmd út frá samfélagslegum rétttrúnaði.

Tögg

Menning

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Svo fokking andlegur

Símon Vestarr

Svo fokking andlegur

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Hallgrímur Helgason

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Lífsgildin

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Hefnd Sigmundar

Hefnd Sigmundar

Ég safna fullt af drasli

Ég safna fullt af drasli

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Illa hönnuð fátækrahjálp

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Illa hönnuð fátækrahjálp