Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins
7

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·

Jón Trausti Reynisson

Það sem Almar í kassanum kennir okkur

Er Almar í kassanum með sýniþörf og erum við með gægjufýsn, eða getum við lært eitthvað af gjörningnum hans?

Jón Trausti Reynisson

Er Almar í kassanum með sýniþörf og erum við með gægjufýsn, eða getum við lært eitthvað af gjörningnum hans?

Almar í kassanum Myndlistaneminn Almar Atlason fer út úr kassanum á mánudag eftir viku nakinn og einangraður í beinni útsendingu. Gjörningurinn er hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.  

Á meðan fólk horfir á Almar í kassanum verandi einangruð sýnileg mannvera í beinni útsendingu velta listamenn og sérfræðingar fyrir sér hvort hann sé að gera eitthvað frumlegt. 

Egill Helgason rekur til dæmis gagnrýni á gjörning eins og kassalíf Almars á bloggsíðunni sinni. „Er sjálfsdýrkun að ganga af listaheiminum dauðum? Í verkum þar sem listamaðurinn sjálfur er í miðjunni, hann er aðalatriðið, viðfangið, já, verkið sjálft – list sem er eins og útblásnar selfie-myndir?“

Elítísk sýn á Almar

Listamenn eru gjarnir á að hafa efasemdir um það sem selur, það sem vekur of mikla athygli. Það sé popúlískt, gert af óæðri hvötum, bara gert til að vekja athygli, en ekki til að skapa. Það sem fjöldinn vilji sé einhvern veginn minna fínt, minni list. Stundum er eins og list sé hægt að skilgreina félagslega - það sem er raunveruleg list sé það sem afmarkaður hópur sérfræðinga kann að meta, en um leið og hún verði allra sé hún sjálfkrafa orðin eitthvað annað; sýndarmennska, sölumennska eða annað lágkúrulegt og hálfpartinn skammarlegt.

Notkun sjálfsins í listsköpun þarf samt ekki að vera ómerkileg út frá sama sjónarhóli. Vincent van Gogh málaði sjálfsmyndir sem þóttu vera merkilegar. Jafnvel eftir að hafa skorið af sér eyrað, eða misst það með öðrum hætti. 

Eftir stendur: Hvað þýðir það þegar maður lokar sig inn í gegnsæjum kassa í viku, einangraður en séður?

1. Gægjufýsn - Voyeurismi

Það getur flokkast sem gægjuþörf eða voyeurismi þegar fólk horfir á útsendinguna af Almari. Það eru reflektíf áhrif gjörningsins að viðbrögðin kenna okkur eitthvað. Þau sýna okkar eigin áhuga á að fylgjast með öðrum. Það má túlka það neikvætt, að við séum haldin gægjufýsn og stingum nefi okkar þangað sem það ætti ekki að vera, rjúfum friðhelgi einkalífsins, séum lágkúruleg. Þetta getur líka flokkast sem gildra. Listamaðurinn ætlaði að sýna lágkúru okkar og við féllum fyrir því. En bara sum. Þeir sem hafa greint frá áhugaleysi sínu á Almari í kassanum á Facebook eða Twitter eru þá göfugri og æðri en við hin. Við getum líka dregið jákvæðan lærdóm af þessu. Að áhugi okkar á fólki sé ekki slæmur, heldur mannlegur, sammannlegur, og endurspegli þörf fyrir tengsl, kynni og upplifun af öðru fólki.

2. Sýniþörfin - Exhibitionismi

Listamenn eða aðrir sem leggja sig fram um að vera séðir af öðrum eru oft sagðir haldnir sýniþörf. Sýniþörf, eins og gægjufýsn, hefur oft verið skilgreind kynferðislega; að fólk sýni sig til að svala eigin fýsnum. Þegar Almar í kassanum gældi kynferðislega við sjálfan sig var hann að gera eitthvað sem flestir kannast við. Eitthvað sem er brot á óformlegum og kannski formlegum félagslegum viðmiðum, en samt ofurmannlegt og alengt.

3. Ofurraunveruleikinn

Með samfélagsmiðlum er hver einstaklingur kominn með auglýsingu fyrir sjálfan sig. Hann skapar ímynd af sér sem samræmist veruleikanum að takmörkuðu leyti. Myndir sem sýna ekki fegurð eða ýta undir vilja okkar um ásýnd heimsins, óháð raunveruleikanum, eru hunsaðar eða atyrtar. Þetta er stökk í áttina að kenningum Jean Baudrillards og fleiri um ofurraunveruleikann eða hyperreality, sem póstmódernískt hugtak yfir það að mörk veruleika og táknheims eyðist út. Sýnin og ásýndin er orðinn raunveruleikanum sterkari - er orðin raunveruleikinn sjálfur. En raunveruleikinn er ekki svona. Við erum ekki svona. Selektíf útvörpun okkar á veruleikanum gefur til kynna undirliggjandi skömm okkar fyrir það hvernig við erum raunverulega.

4. Er frelsið blekking?

Almar þegir alfarið í kassanum. Þegar blaðamenn Stundarinnar heimsóttu hann skrifaði hann eina setningu á blað. „Ég ræð engu.“ Þessi orð hans má túlka sem ádeilu á þá trú manna að þeir séu raunverulega frjálsir. Við erum bara fyrirbæri sem taka eitthvað inn og skila einhverju út. Við erum öll takmörkuð af okkar eigin kassa. Fyrirfram ákvörðuð af genum, fýsnum, þörfum, félagsmótun og ytra áreiti. Ekki hin alfrjálsa vera sem ríkjandi hugmyndafræði segir okkur. Kannski svo takmörkuð að frelsi okkar sé blekking.

5. Sjálfsafneitun í ofurraunveruleika

Frelsið og hið hráa eðli mannsins er undirliggjandi þema í öðru íslensku listaverki, sem sumir efast um að sé list, rapplaginu Tarantúlur með Úlfi Úlfi. „Mig skortir ekki neitt, ég fer mína eigin leið… Lífið er endalaust, en lífið er stutt… því lífið er endalaust, lífið er kjaftæði… mannfólkið … étur og skítur og sefur svo vel, ríður og fjölgar sér, ríður og fer“.

Almar er mannvera eins og við tekin úr samhengi sínu og einangruð. Öll lagskipting nútímasamfélags, allar táknmyndir, merking og hugmyndir fjarlægðar, eftir stendur maðurinn. Með elítísku orðalagi: Ecce homo. Sjáið manninn. Hann er við. Við erum ekki eins og við sýnum okkur á samfélagsmiðlum. Við erum í afneitun.

Rétt eins og við afneituðum geirvörtum, magafitu, fórnarlömbum kynferðisbrota, karlkyns þolendum heimilisofbeldis og svo mörgu öðru.

Almar í kassanum sýnir það sem við felum. Við lifum við ákveðna skömm. Við erum ekki alveg frjáls frá sjálfum okkar og ekki frá skömminni, eigum meira að segja að skammast okkar fyrir að hafa áhuga á öðrum manneskjum.

Kannski er Almar ekki svo ómerkilegur eftir allt saman. Kannski þurfum við bara að hugsa út fyrir kassann.

Tögg

Samfélag

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
3

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis
4

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
5

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum
6

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins
7

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
2

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
3

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Sussararnir
4

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
5

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi
6

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Mest lesið í vikunni

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“
1

Barnabarn Jóns Baldvins: „Það verður ekki þagað lengur“

·
Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins
2

Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins

·
Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“
3

Systir Bryndísar Schram: „Þetta var mágur minn allsnakinn við hlið mér“

·
Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
4

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

·
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
5

Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi

·
Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
6

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·

Nýtt á Stundinni

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

Deilt um hvort vísa megi 19 mánaða barni úr landi

·
Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

·
MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

MeToo ráðstefnu stjórnmálaflokka frestað

·
Starfsmenn Kviku krafðir um  endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

Starfsmenn Kviku krafðir um endurgreiðslu á vangoldnum sköttum

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·
Félögin íhuga að slíta viðræðum

Félögin íhuga að slíta viðræðum

·
Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

Eyþór Arnalds gerist stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækis

·
Sussararnir

Halldór Auðar Svansson

Sussararnir

·
Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Örgeðja Trump róaður vegna Sýrlands

·
Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

Kaþólskur prestur: Þungunarrof eins og að eyða öllum íbúum Akureyrar og nærsveita

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

Sögðu ríkisendurskoðanda frá fjármálum Flokks fólksins

·