Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Það allra skrýtnasta

Illugi Jökulsson er gáttaður á ummælum lektors við Háskólans í Reykjavík um mál Roberts Downeys.

Robert Downey áður Róbert Árni Hreiðarsson. Mynd af Facebook. Mynd:

Margt hefur verið skrýtið sagt í tengslum við mál Roberts Downeys/Róberts Árna Hreiðarssonar. En ég held að orð Arnars Þórs Jónssonar lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík í Ríkisútvarpinu nú í hádeginu slái öll met.

Hann sagði af þessu tilefni:

„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta um það hvers konar samfélagi við viljum búa í. Viljum við geta veitt fólki nýtt tækifæri og fyrirgefið eða viljum við halda áfram að brennimerkja fólk og knýja það til þess að vera um aldur og ævi utangarðs, viljum við standa í vegi fyrir því að fólk sem hefur bætt ráð sitt geti orðið nýtir samfélagsþegnar?“

Sem sagt, þessi lektor í lögum, hann lítur svo á að svipting lögmannsréttinda, sem er það sem þetta mál snýst um og annað ekki, það sé ígildi „brennimerkingar“ og þess að Róbert Árni Hreiðarsson sé „knúinn til að vera um aldur og ævi utangarðs“!!

Robert Downey standa allir vegir opnir að nýju tækifæri, til að bæta ráð sitt og verða nýtur þjóðfélagsþegn. En slíkt telur lektorinn við lagadeild Háskóla Íslands greinilega einksis vert.

Aðeins endurheimt lögmannsréttinda Roberts getur verið einhvers virði til að sýna „fyrirgefningu“ samfélagsins!!

(Meðal annarra orða: Hvaða tal er þetta um „fyrirgefningu“? Af hverju ber samfélaginu einhver skylda til að „fyrirgefa“ barnaníðingi? Samfélaginu ber vissulega skylda til að gefa barnaníðingnum eins og öðrum tækifæri til að bæta ráð sitt er hann hefur tekið út sína refsingu, en er kennt við lagadeild Háskólans í Reykjavík að samfélaginu beri að „fyrirgefa“ barnaníðingum?)

Athugið að hin margumtalaða „uppreist æru“ hefur aðeins gildi varðandi tiltekin afmörkuð störf, sem lög krefjast að sé eingöngu gegnt af fólki með „óflekkað mannorð“ - þar á meðal lögmannsstörf.

Ekkert kemur í veg fyrir að Robert Downey geti gegnt nánast öllum störfum í samfélaginu, þar á meðal fjölda starfa þar sem hann getur hæglega nýtt lögfræðimenntun sína, og orðið hinn nýtasti þjóðfélagsþegn - ef svo ber undir.

En ef einhverjum þykir óþægilegt að maður með slíka fortíð (sem vel að merkja hefur ekki sýnt nein iðrunarmerki gagnvart fórnarlömbum sínum) geti hugsanlega starfað sem lögmaður barnaníðinga og/eða fórnarlamba, þá telur Arnar Þór Jónsson sem sagt að þau hin sömu séu að „brennimerkja“ hann?!

Ég spyr nú bara: Er ekki allt í lagi?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu og málsmeðferð í samræmi við lög

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Fréttir

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni