Pistill

Sorgleg saga

af manni sem leitaði réttar síns

 

1. Aðjúnkt við viðskiptafræðideild greinist með ólæknandi krabbamein um svipað leyti og ráðningarsamningur hans við Háskóla Íslands rennur út. 

2. Sálfræðistofu er falið að annast vinnustaðagreiningu og útbúa skýrslu um samskiptavanda í deildinni. Aðjúnktinn grunar að fjallað sé sérstaklega um mál tengd honum í skýrslunni; að efni hennar staðfesti að hann hafi verið beittur órétti af stjórnendum deildarinnar, jafnvel þöggun og einelti vegna gagnrýni sem hann hafði uppi.

3. Aðjúnktinn leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Háskólinn þrætir fyrir að fjallað sé um hann í skýrslunni, en úrskurðarnefnd kemst að gagnstæðri niðurstöðu: vissulega sé fjallað um manninn og samkvæmt upplýsingalögum beri háskólanum skylda til að afhenda honum skýrsluna.

4. Háskólinn hlítir ekki úrskurðinum, útskýrir að slíkt „kæmi sér mjög illa fyrir deildina og háskólann í heild“ og krefst endurupptöku málsins hjá úrskurðarnefndinni. Þessu er hafnað en réttaráhrifum frestað með því skilyrði að málið sé borið undir dómstóla.

5. Háskólinn felur lögmannsstofu að stefna aðjúnktinum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar á úrskurðinum. Þess er krafist að málskostnaðurinn lendi á honum. Veikum manni sem missti starfið sitt, leitaði réttar síns og gerði réttmætar kröfur að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu