Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
7

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Skuldaskil Gunnars Smára Egilssonar við sósíalismann og Fréttatímann

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Fréttatímanum, skrifar um framkomu útgefanda blaðsins við starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórnmálaflokk fyrir launþega.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Fréttatímanum, skrifar um framkomu útgefanda blaðsins við starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórnmálaflokk fyrir launþega.

Skuldaskil Gunnars Smára Egilssonar við sósíalismann og Fréttatímann
Gunnar Smári Egilsson Hefur boðið starfsmönnum sínum, sem hafa ekki fengið greidd laun, á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands á baráttudegi verkalýðsins.   Mynd: Skjáskot af RÚV

Mánudaginn 3. apríl þegar Gunnar Smári Egilsson, þáverandi aðaleigandi, útgefandi og ritstjóri Fréttatímans, talaði um stofnun Sósíalistaflokks Íslands í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon hafði enginn starfsmaður fjölmiðilsins sem hann hafði rekið og stýrt í tæpt eitt og hálft ár fengið greidd laun fyrir marsmánuð. Hluti starfsmanna fékk greidd laun dagana á eftir en tíu starfsmenn fengu engin laun, hafa ekki fengið þau og munu ekki fá þau nema að hluta til í gegnum ábyrgðarsjóð launa. 

Einn af þeim starfsmönnum sem fékk ekki greidd laun er ég. Með því verð ég þriðji einstaklingurinn í minni fjölskyldu sem tapar áunnum launum á fjölmiðli sem Gunnar Smári Egilsson hefur rekið og stýrt í gegnum árin. Nú er Fréttatíminn á leiðinni í gjaldþrot með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir starfsmenn blaðsins, hluthafa þess, kröfuhafa og íslenska ríkið. 

Gunnar Smári hafði boðað forföll í vinnu þennan mánudag án þess að skýra af hverju en samstarfsfólk hans gat hlustað á hann á X-inu tala um sósíalisma á meðan það beið eftir laununum sínum sem hefðu átt að vera greidd út þremur dögum áður. Inntakið í viðtalinu í Harmageddon var meðal annars rökstuðningur Gunnars Smára fyrir því af hverju það þyrfti að stofna Sósíalistaflokk á Íslandi og sagði hann meðal annars: „Það er það sem vantar í samfélagið í dag; alvöru sósíalistaflokkur sem berst fyrir hagsmunum hinna verst settu, berst fyrir fátæka og berst fyrir réttindum venjulegs launafólks gegn sérhagsmunum.“ 

„Ég er að tala um byltingu.“

Gunnar Smári talaði um að Ísland þyrfti „byltingu“ og á öðrum stað talaði hann um að fólkið ætti mögulega að taka yfir og þjóðnýta eignir útgerðarfyrirtækja eins og HB Granda. „Ég er að tala um byltingu. Það sem þarf að gerast er að almenningur fylkist saman og taki völdin á Íslandi.“ Hann hljómar eins og vinstri popúlisti frá landi í Suður-Ameríku. Á dögum hægri popúlista eins og Donalds Trumps og Marine Le Pen þarf líka að hafa augun opin fyrir vinstri popúlistunum sem tala í slagorðum. Íslensk stjórnmál hafa sem betur fer að mestu verið laus við popúlisma á liðnum árum, ef undan er skilinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Framsóknarflokkur hans með sitt hrægammalýðskrum. 

Enginn stjórnmálamaður í þingflokki á Norðurlöndum talar um byltingu og þjóðnýtingu eigna með svipuðum hætti og Gunnar Smári gerir: Samkomulag virðist vera um að bylting sé kannski ekki rétta leiðin til æskilegra og réttlátra þjóðfélagsbreytinga árið 2017. Gunnar Smári gengur því miklu lengra í málflutningi sínum en stjórnmálamenn á Norðurlöndum, til dæmis í Svíþjóð þar sem kratisminn er nánast stofnanavæddur í samfélaginu. Gunnar Smári virðist ekki vilja neitt slík miðjumoð eða meðalhóf í stjórnmálum á Íslandi: Hann vill sósíalíska byltingu. 

Starfsmenn Fréttatímans eru bara „venjulegt launafólk“, alveg eins og fólkið sem Gunnar Smári talaði um að hann vildi vinna fyrir í sósíalistaflokknum sínum í viðtalinu við Harmageddon, og réttindi þess voru langt í frá tryggð þegar Gunnar Smári talaði með þessum hætti um Sósíalistaflokk Íslands. Gunnar Smári reyndi hins vegar ekki að tryggja réttindi þessa fólks sem hann sjálfur var með í vinnu og kom hann ekki aftur til starfa á Fréttatímanum eftir þetta. Starfsmenn náðu ekki í Gunnar Smára þarna í upphafi mánaðarins, hann talaði ekki við þá flesta  þegar þeir spurðu hann spurninga um stöðuna og þeim sem hann svaraði var bent á framkvæmdastjórann.  

Í viðtali við RÚV fimmtudaginn 6. apríl sagði Gunnar Smári svo frá því að vel kæmi til greina að hann hætti afskiptum af Fréttatímanum vegna þess að hann hygðist stofna Sósíalistaflokk Íslands. Þá sagðist hann hafa verið „í fríi“ undanfarna daga. Þá var alveg ljóst að Gunnar Smári taldi sig ennþá vera starfsmann blaðsins og kannaðist hann ekki við að hann væri að hætta störfum vegna rekstrarerfiðleika blaðsins og aðkomu nýrra eigenda. „Nei, ég kannast ekki við það. Hins vegar kemur það alveg vel til greina, bara út af öðrum málum. Ég hef til dæmis undanfarið unnið að stofnsetningu sósíalistaflokks.“ 

Þessi orð Gunnars Smára voru í mótsögn við útskýringarnar sem hann gaf starfsmönnum á því tveimur dögum síðar af hverju hann hefði ekki talað við starfsfólk eða mætt til vinnu og sagði hann meðal annars að honum hefði verið vikið frá störfum sem starfsmanni og stjórnarmanni hjá Fréttatímanum í lok marsmánaðar. Í samræðu sinni við starfsmenn Fréttatímans tók Gunnar Smári ekki fram að ein af ástæðunum fyrir því af hverju hann hefði ekki mætt til vinnu eða talað við starfsfólk væri sú að hann ætlaði að stofna sósíalistaflokk. 

Nokkrum vikum áður hafði Gunnar Smári  heldur ekki beint verið á leiðinni að stofna sósíalistaflokk miðað við svör hans þegar starfsmenn Fréttatímans spurðu hann að því hvort það gæti ekki komið niður á trúverðugleika blaðsins að ritstjóri og eigandi blaðsins væri með Facebook-síðu sem hann kenndi við Sósíalistaflokk Íslands. Gunnar Smári gerði lítið úr Facebook-síðunni og svaraði því til að þetta væri bara umræðuvettvangur á Facebook sem starfsmenn Fréttatímans þyrftu ekki að hafa áhyggjur af að kæmi niður á blaðinu. Erfitt er því að sjá stofnun Sósíalistaflokksins öðruvísi en sem afleiðingu af gjaldþroti Fréttatímans. 

Um svipað leyti, í febrúar árið 2017, talaði hann líka starfsfólk á blaðinu af því að taka atvinnutilboðum frá öðrum fyrirtækjum, hækkaði laun þess og sagði framtíð fjölmiðlafyrirtækisins vera tryggða. Nú í apríl, eftir að rekstrarerfiðleikar Fréttatímans urðu fjölmiðlaefni og blaðið hætti að koma út, sagði Gunnar Smári starfsmönnum hins vegar frá því að Fréttatíminn hefði verið „í nauðvörn“ rekstrarlega frá því í október á síðasta ári. Þá hefur einnig komið í ljós að um svipað leyti, síðla árs í fyrra, hætti Fréttatíminn að greiða í lífeyrissjóð fyrir að minnsta kosti hluta af starfsmönnum fyrirtækisins. Myndin sem starfsmenn Fréttatímans fengu af rekstrarstöðu blaðsins var því allt önnur en sú rétta. 

Svipaða sögu má segja um þær upplýsingar sem hluthafar Fréttatímans, og raunar flestir aðrir, fengu lengi vel um reksturinn frá Gunnari Smára. Hann hélt stöðu fyrirtækisins mjög þétt að sér enda hefur verið ljóst lengi að reksturinn stæði ekki undir sér. Gunnar Smári átti auk þess í viðræðum við aðra fjölmiðla um sameiningu, meðal annars Kjarnann eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, í lok árs 2016 eftir að „nauðvörn“ Fréttatímans var staðreynd síðastliðið haust. Ómögulegt er að segja hvaða áhrif slík sameining við Fréttatímann hefði haft fyrir aðra fjölmiðla sem hefðu tekið þátt í slíku verkefni en fullyrða má að slík ákvörðun hefði ekki komið sér vel fyrir þá. Þannig má segja að það sé ekki Gunnari Smára að þakka að aðrir fjölmiðlar urðu ekki líka fyrir skaða af óreiðunni í rekstri Fréttatímans.  Þannig hefðu sameiningartilraunir hans getað gert fábreytt fjölmiðlalandslag á Íslandi en verra og þar með lýðræðislega umræðu í landinu.

Hver er þá myndin af rekstri Fréttatímans sem situr eftir? Gunnar Smári var maðurinn á bak við það að nýir hluthafar komu að blaðinu í árslok 2016, prímusmótorinn í ferlinu og andlit blaðsins út á við. Hann var stærsti hluthafinn, útgefandi blaðsins, ritstjóri og annar af eiginlegum framkvæmdastjórum fyrirtækisins þó hann hefði ekki verið titlaður sem slíkur - sjálfur sagði hann einu sinni að „veski“ fyrirtækisins væri staðsett einhvers staðar á milli hans sjálfs og framkvæmdastjórans Valdimars Birgissonar.  

Þegar reksturinn var kominn í óefni og ljóst að blaðið gat ekki haldið áfram að koma út vegna taprekstrar og fjárskorts þá var Gunnar Smári sá fyrsti af starfsmönnunum sem yfirgaf fyrirtækið og notaðist í upphafi við þá tylliástæðu að hann væri að fara að stofna sósíalistaflokk en svo breytti hann sögu sinni þannig að hann hefði verið rekinn. Aðrir hluthafar  Fréttatímans héldu hins vegar áfram að benda starfsmönnum blaðsins á að tala við Gunnar Smára og framkvæmdastjórann um stöðuna - hluthafar fjölmiðlafyrirtækja benda starfsmönnum yfirleitt ekki á að tala við útgefendur og eða ritstjóra sem búið er að reka. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að Gunnar Smári hafi sjálfur tekið ákvörðun um að hætta daglegum störfum fyrir Fréttatímann þegar í óefni var komið. Eftir sitja hluthafar, kröfuhafar og starfsmenn með fjárhagslegt tap af og hinir síðastnefndu eru í algjörri óvissu um tekjuöflun sína á næstu mánuðum. 

Er þetta ábyrg hegðun gagnvart öllum þeim fjölmörgu aðilum sem höfðu hagsmuna að gæta í rekstri Fréttatímans? Þetta er ekki sósíalismi í praxís. Skiptir einhverju máli hvort sá sem rekur fyrirtæki hleypur frá því þegar það er orðið ógjaldfært af því hann ætlar að stofna sósíalistaflokk sem að sögn mun berjast fyrir réttindum fátækra og „venjulegs launafólks“? Hefði framkoma Gunnars Smára verið betri ef hann hefði  yfirgefið ógjaldfæran fjölmiðil með sama hætti og stofnað frjálshyggjuflokk til hægri við Sjálfstæðisflokkinn eins og hann hefði kannski getað gert á árunum fyrir hrunið þegar hann  lýsti sér sem „sótsvörtum hægrimanni“ og sagði að stjórnmálamenn ættu að gera sem minnst, væntanlega til að skerða ekki athafnafrelsi fólks að óþörfu:  „Annars hef ég engan áhuga á pólitík. Mér finnst að flest það sem stjórnmálamenn eru að vasast í ættu þeir að láta ógert.“ 

Nei, það hefði auðvitað ekki skipt neinu máli. Svona hegðun gagnvart starfsfólki fyrirtækis og öllum hlutaaðeigandi aðilum sem bera skaða af rekstri Fréttatímans er aldrei gott veganesti inn í stjórnmálastarf, sama svo sem hvað flokkurinn heitir og sama hvað verður úr þessum sósíalistaflokki Gunnars Smára. Svona hegðar maður sér bara ekki sem ativnnurekandi. Skortur Gunnars Smára á auðmýkt í þessum útskýringum sínum og skuldaskilum sínum við starfsfólk blaðsins var algjör. 

Einhver gæti viljað malda í móinn og segja að þetta séu nú bara viðskipti, að svona virki hlutafélagsformið og að þegar rekstur gengur ekki upp þá bíði launþegar, kröfuhafar, hluthafar og jafnvel íslenska ríkið af því tjón. Svona er „bisniss“ gæti einhver sagt og ef þú skilur þetta ekki þá skilurðu ekki viðskipti. Engu máli skipti hvort um sé að ræða fjölmiðil eða annars konar fyrirtæki. En hlutverk fjölmiðla er meðal annars að fjalla um slík tilfelli þar sem rekstur fyrirtækja er með þessum hætti. Engu máli skiptir þó engin lögbrot hafi framið, spurt er um siðferði líka. Bíða launþegar skaða, bíður íslenska ríkið skaða ef sköttum og launatengdum gjöldum er ekki skilað, bíður starfsfólk skaða af því að lífeyrissjóðs- eða stéttarfélagsgreiðslum hafi ekki verið skilað og stendur til að reyna kennitöluflakk áður en fyrirtækið er gefið upp til gjaldþrotaskipta? Það er alltaf ábyrgðarhluti að reka fyrirtæki og vera atvinnurekandi sem er með lífsafkomu starfsfólks í hendi sér. Og það þarf líka að horfa á það hver eða hverjir það eru sem er að reka fyrirtækið sem um ræðir. Er það ráðherra, þingmaður, embættismaður, dómari eða bara einhver lítt þekktur einstaklingur úti í bæ sem gegnir engri ábyrgðarstöðu í samfélaginu? 

Og þess vegna er fjallað svo mikið um viðskipti stjórnmálamanna

Stundum er talað um það að kjósendur og almenningur eigi að gera ríkari og strangari siðferðiskröfur til stjórnmálamanna vegna þess að þeir eru kjörnir fulltrúar almennings. Þess vegna fjölluðu fjölmiðlar sérstaklega mikið til dæmis um þá stjórnmálamenn sem voru í Panamaskjölunum en létu ógert að nafngreina og fjalla um alla þá mörg hundruð aðra einstaklinga sem voru í skjölunum um Íslendinga sem áttu félög í skattaskjólum. Og þess vegna er fjallað svo mikið um viðskipti stjórnmálamanna eins og Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans svo annað dæmi sé tekið. Atvinnurekandi sem kemur launafólki í þá stöðu sem starfsfólk Fréttatímans er í nú hefur hegðað sér ósiðlega, hann hefur brotið gegn þeim með lélegum og illa ígrunduðum rekstri og þegar við bætist hversu lengi hann lét ógert að greina hluthöfum frá stærð vandans og hvernig viðskilnaður Gunnars Smára við starfsmenn og Fréttatímann var þá verður þessi mynd enn ljótari. 

Í síðasta leiðaranum sem Gunnar Smári skrifaði í Fréttatímann þann 31. mars 2017 -  daginn sem starfsfólk hans hefði átt að fá útborgð - gagnrýndi hans útgerðarrisann HB Granda vegna hótana fyrirtækisins um að loka fiskvinnslu sinni á Akranesi til að knýja á um að Akranesbær myndi fjármagna framkvæmdir við höfn bæjarins. Slík lokun hefði falið í sér í að tugir starfsmanna HB Granda á Akranesi hefði misst vinnuna. Gagnrýnin á þessar aðgerðir HB Granda átti fullkomlega rétt á sér en staðan er hins vegar sú að þetta starfsfólk útgerðarfyrirtækisins er ennþá með vinnu og tekjur á meðan hið sama gildir ekki um fólkið sem vann hjá Gunnari Smára. Í þeim skilningi er hátterni hans gagnvart starfsfólki fjölmiðilsins, metið út frá afleiðingunum sem hljótast af því hvernig hann hefur rekið og stýrt Fréttatímanum, verra en framkoma HB Granda gagnvart starfsfólki þess á Akranesi. Í Harmageddon-þættinum áðurnefnda mánudaginn á eftir sagði Gunnar Smári að Kristján Loftsson hjá HB Granda væri að leggja Akranes í rúst og að hann myndi ekki hætta fyrr en hann yrði „stoppaður“ - Kristján Loftsson hefur samt ekki valdið starfsmönnum sínum og öðrum viðlíka tjóni í Akranesmálinu og Gunnar Smári  í Fréttatímamálinu svo vitað sé.

Þegar þetta starfsfólk Fréttatímans horfir svo upp á Gunnar Smára byrja að taka skyndiákvörðun um stofnun sósíalistaflokks mitt í rústum blaðsins  sem hann lagði grunninn og sem starfsfólkið hélt þar til nýlega að ætti sér framtíð vegna orða hans þar um, er ekki alls ekki óeðlilegt að því sárni og jafnvel blöskri tvískinnungurinn. Gunnar Smári býður svo þessu sama starfsfólki og glímir nú við fjárhagslega óvissu vegna ákvarðana hans á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí í gegnum samskiptamiðilinn Facebook. Líka einstæðu móðurinni sem var að kaupa sér íbúð og á ekki fyrir mánaðamótunum sem og öllum hinum sem eru misvel staddir fjárhagslega en sem allir verða fyrir fjárhagslegu höggi af gjaldþrotinu sem Gunnar Smári stýrði blaðinu í. 

Eiginlega er ótrúlegt að fylgjast með þessu, hvílíkt taktleysi og firring; það er eins og maðurinn kunni ekki að staldra aðeins við og skammast sín og spyrja sjálfan sig um erindi sitt til að taka þátt í stjórnmálastarfi miðað við skaðann sem síðasta ævintýri hans hefur valdið venjulegu fólki sem hann vill nú vinna fyrir sem stjórnmálamaður.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
7

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest deilt

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
1

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
2

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
3

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
4

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
5

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
6

Dystópía

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Hægðasnobb

Kristlín Dís

Hægðasnobb

·