Mest lesið

Vináttan í Samherjamálinu
1

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
2

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
3

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
4

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
5

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
6

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Stundin #105
Nóvember 2019
#105 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. nóvember.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

(Skatt)Frelsum leggöngin!

Ólíkt #FreeTheNipple, #6dagsleikinn og #þöggun fékk ein stafræn kvennabylting enga umfjöllun í fjölmiðlum. Umræðuefnið var eitt það óþægilegasta sem fyrirfinnst í vestrænum samfélögum – tíðir kvenna.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Ólíkt #FreeTheNipple, #6dagsleikinn og #þöggun fékk ein stafræn kvennabylting enga umfjöllun í fjölmiðlum. Umræðuefnið var eitt það óþægilegasta sem fyrirfinnst í vestrænum samfélögum – tíðir kvenna.

(Skatt)Frelsum leggöngin!
Með túrtappa á sviði Myndin var tekin í Druslugöngunni á síðasta ári af hljómsveitinni Kælan Mikla.   Mynd: Birta Rán

Hver kvennabyltingin hefur tekið við af annarri það sem af er ári og ekkert lát virðist vera þar á. Fyrst var það Íslenska brjóstabyltingin undir myllumerkinu #FreeTheNipple þar sem konur endurheimtu skilgreiningarvaldið yfir eigin líkama með því að birta myndir af sér á brjóstunum. Næst var það #6dagsleikinn þar sem bæði konur og karlar deildu sögum um hversdagslegt kynjamisrétti. Síðustu vikur hafa stelpurnar á Beauty tips síðan kollsteypt samfélaginu með því að stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi undir merkjunum #þöggun og #konurtala. Ég vona innilega að þessi mál verði aldrei aftur þögguð niður og að gerendur kynferðisofbeldis muni aldrei aftur finna skjól í þögninni. 

Ég gæti farið mörgum orðum um hversu magnað það hefur verið að fylgjast með samtakamætti kvenna undanfarna mánuði, og það á aldarafmæli kosningaréttar kvenna! Um fegurð kvennasamfélaga á borð við Beauty tips, þar sem konur leita ráða hjá hvor annarri, þar sem konur standa með konum í stað þess að standa í stöðugri samkeppni. Keppni og togstreitu sem alltof oft einkenna samskipti kvenna í landi feðraveldisins. Ég gæti skrifað margar lofræður um stafrænu kvennabyltingarnar sem ég nefndi hér að framan, en þessi pistill fjallar um fjórðu byltinguna. Byltinguna sem fór einhverra hluta vegna lítið fyrir og fékk enga umfjöllun í fjölmiðlum. En hún gerðist samt. 

#Túrvæðingin

Í apríl síðastliðnum tístu fjölmargar konur undir myllumerkinu #túrvæðingin og umræðuefnið var eitt það óþægilegasta sem fyrirfinnst í vestrænum samfélögum – tíðir kvenna. Flestar konur kannast við skömmina sem fylgir því að fara á blæðingar, en skömminni fylgir oft feluleikur, afsakanir og skemmtilegar sögur sem sagðar eru á öðru glasi í vinkvennahópi. Án djóks, ég hef fengið snapchat-skilaboð af hægðum (frá karlmanni), en ef ég hefði sent til baka mynd af blóðrauðu klósettvatni eða notuðu dömubindi, þá hefði ég líklegast farið yfir strikið. Hver man ekki eftir fjaðrafokinu í kjölfar blóðugrar strætóferðar Hildar Lilliendahl? Sjá athugasemdakerfið við þessa frétt.

Nú er ég ekki að hvetja til þess að  konur fari að skreyta samfélagsmiðla með túrblóði, en skömmin sem gjarnan fylgir tíðum kvenna mætti hins vegar alveg snáfa. Túrvæðingin, byltingin sem gleymdist, varpar ljósi á þessa skömm. Hér eru nokkur dæmi:

Þegar ég var í tíma í 7. bekk blæddi í gegnum buxurnar mínar, ég er 16 árum seinna þekkt sem túrstelpan af gömlu bekkjarbræðrum. 

Þegar ég þurfti alltaf að hvísla að íþróttakennaranum að ég kæmist ekki í sund vegna „stelpuvandamála“ og dó úr vandræðaleika.

Þegar manni líður vandræðalega fyrir það eitt að kaupa túrtappa í Bónus.

Þegar sonur minn (8 ára) sá blóðblett í lakinu og ég meikaði ekki að útskýra fyrir honum hvað raunverulega hafði gerst. 

Að ég, líffræðikennarinn, hafi roðnað og misst málið í tíma sem ég kenndi um tíðahringinn. [karlmaður]

En konur tala um blæðingar sín á milli. Allavega hef ég ekki orðið vör við annað. Umræðuefnið virðist eingöngu verða tabú þegar einstaklingur með typpi mætir á svæðið. Og af því ég minntist á fegurð kvennasamfélagsins Beauty tips í upphafi pistilsins þá hefur til dæmis fátt verið rætt jafn oft í þeim hópi og blæðingar. Stelpur, í alvöru, sláið inn leitarorðið „túr“ og sjáið hvað það skilar ykkur mörgum niðurstöðum. Í miðri þöggunarbyltingu birtist til dæmis þessi einlægi þráður: 

Elska þegar ég byrja á túr akkúrat á klósettinu, og ekkert komið í brækurnar! Gladdi daginn minn. Hverjir kannast við þessa gleði? 

Innleggið (pun intended) fékk á sjötta hundrað „like“ og margar könnuðust við þessa sömu gleðitilfinningu.

Fyrir stuttu deildu stelpur einnig sögum af fyrstu blæðingunum sínum. Það kom mér á óvart að sjá hversu margar virtust ekki hafa áttað sig á því hvað væri að gerast, sumar héldu hreinlega að þær væru að deyja þegar þeim blæddi í fyrsta skipti. Umræðuefnið þykir svo vandræðalegt að það er jafnvel ekki rætt við ungar stúlkur fyrr en þær standa grátandi, blæðandi, inni á stofugólfi.

„Umræðuefnið þykir svo vandræðalegt að það er jafnvel ekki rætt við ungar stúlkur fyrr en þær standa grátandi, blæðandi, inni á stofugólfi.“

Mótmæla túrtappaskatti

En túrvæðingin vakti ekki einungis athygli á vandræðalegheitunum. Konur vöktu einnig athygli á því að það er djöfull dýrt að fara á túr, dýrt að vera kona!

Frá og með næstu mánaðamótum verður enginn virðisaukaskattur á hreinlætisvörum kvenna í Kanada; það er túrtöppum, dömubindum og álfabikurum. Frumvarpið sem kvað á um þessar breytingar naut stuðnings allra flokka. Á Bretlandi hafa nú á þriðja hundruð þúsund skrifað undir áskorun til breskra stjórnvalda um að afnema virðisaukaskatt á sömu vörum. Þá hrintu ástralskar konur af stað undirskriftasöfnun í síðasta mánuði þar sem „túrtappaskatti“ [e. tampon tax] er mótmælt. Rökin eru á þá leið að um nauðsynjavöru sé að ræða. Konur geti ekki stjórnað því hvort þær fari á túr eða ekki, og neyðist þar af leiðandi að kaupa þessar vörur. „Hvernig er hægt að skattleggja líkamsstarfsemi?“ spyr forsprakki undirskriftasöfnunarinnar í Ástralíu meðal annars. (Þess ber að geta að smokkar, sólarvörn og nikótínplástrar eru undanskildir skatti í Ástralíu því þessar vörur eru taldar mikilvægar heilsuvörur.)

Athugið að virðisaukaskattur á vörum tengdar blæðingum kvenna er fimm prósent í Bretlandi og í Kanada. Í Ástralíu er tíu prósenta virðisaukaskattur á hreinlætisvörum kvenna. Íslenskar konur greiða aftur á móti 24 prósent í skatt á hreinlætisvörum tengdum blæðingum. (Athugið að smokkar og bleiur eru í neðra skattþrepinu á Íslandi, 11 prósenta virðisaukaskattur.)

Og enginn segir neitt.

Hvers vegna ætli umræðan hafi ekki náð neinu flugi hér á landi? Eru tíðir kvenna of mikið tabú? Á meðan við segjum ekkert heldur ríkið áfram að skattleggja á okkur leggöngin og taka til sín nær fimmtung af gjaldinu sem við greiðum fyrir þessar nauðsynjavörur. #túrvæðingin

 

Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að ríkið tæki nær fjórðung af gjaldinu sem konur greiða fyrir hreinlætisvörur tengdar blæðingum. Hið rétta er að ríkið tekur nær fimmtung af gjaldinu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vináttan í Samherjamálinu
1

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
2

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
3

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
4

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
5

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
6

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
4

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
5

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn
6

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
4

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
5

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn
6

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
6

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
6

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Nýtt á Stundinni

Myndin er ferðalag um Ísland

Myndin er ferðalag um Ísland

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Siðlaust stjórnarfar

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja