Mest lesið

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
1

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
3

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
4

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Brómans á Klaustri
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
6

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli
7

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·
Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka
8

Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka

·

Jóhannes Björn

Ný fjármálakreppa er óumflýjanleg

Jóhannes Björn greinir hvernig bankaelítan náði að velta skuldum og ábyrgðum yfir á skattgreiðendur. Lausnin á kreppunni mun enda með martröð.

Jóhannes Björn

Jóhannes Björn greinir hvernig bankaelítan náði að velta skuldum og ábyrgðum yfir á skattgreiðendur. Lausnin á kreppunni mun enda með martröð.

Þótt fjármálakreppan í heiminum haustið 2008 hafi verið sú mesta síðan 1929 var hún sennilega miklu háskalegri heldur en ríkisstjórnir almennt viðurkenna. Frekar en að greina orsakir hrunsins og breyta um starfsaðferðir, þá upphófst mikið sjónarspil sem gekk út á það eitt að koma skuldum einkabanka og annarra fjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda. Þessi ljóti leikur tryggir að næsta hrun, sem örugglega er ekki langt undan, verður sýnu verra heldur en hamfarirnar haustið 2008.

Harmleikurinn í Grikklandi er gott dæmi um hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig í heimi þar sem elíta sem telur 0,1% fólksfjöldans hefur keypt stjórnkerfið. Í desember 2009 áttu frönsk og þýsk einkafyrirtæki (aðal­lega bankar) €87 milljarða útistandandi í Grikklandi, en í desember 2014 var þessi upphæð komin niður í minna en €15 milljarða — þrátt fyrir sívaxandi skuldir Grikklands. Á meðan einkakapítalið var að skríða í skjól söfnuðu skattgreiðendur Frakklands og Þýskalands ónýtum grískum skuldum upp á yfir €160 milljarða.

Þessi sami leikur — að breyta skuldum einkaaðila í skuldir fólksins — hefur verið leikinn út um allan heim af seðlabönkum, ríkisstjórnum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Markmiðinu er náð með nýjum lánum frá opinberum sjóðum sem leysa gömlu einkalánin af hólmi. Lélegu lánasafni einkaaðila er breytt í opinberar skuldir án þess að eðlilegar afskriftir eigi sér stað. Þessi óbeini þjófnaður eftir krókaleiðum tekur sinn tíma og því hafa heildarskuldir gjaldþrota ríkja stöðugt verið að aukast. Óraunæf lán hækka og vaxtakostnaður bætist við höfuðstólinn. Áður en AGS kom inn í myndina í Grikklandi, sem dæmi, voru skuldir landsins um 115% miðað við þjóðarframleiðslu en í dag eru þær komnar yfir 175% og stefna hratt í 200%.

PIGS löndin (Portúgal, Ítalía. Grikkland og Spánn) eru öll tæknilega gjaldþrota og hafa verið síðan vextir ruku upp á árabilinu 2009-2010. Vextir af grískum ríkisskuldabréfum þrefölduðust til dæmis á þessu tímabili. Árið 2010 hefði verið rétti tíminn til þess að stokka upp allt lánakerfið og ná einhvers konar skynsamlegu jafnvægi, en það hefði þýtt miklar afskriftir hjá bankaelítunni, og því var farin leið sem í raun tryggði áframhaldandi kreppuástand. Gífurleg seðlaprentun síðan 2009 (stafrænar færslur) margra landa í senn — nokkuð sem á sér enga hliðstæðu í peningasögunni eða tæplega $60 trilljónir (evrópskar billjónir), sem samsvarar 15 ára þjóðarframleiðslu Þýskalands) — hefur slegið á sjúkdómseinkenni kreppunnar í augnablikinu. Líkt og afréttari hressir alkóhólista í einhvern tíma.

 

Skuldadans

Í Evrópu byrjaði seðlabankaballið fyrir alvöru þegar Mario Draghi lofaði mörkuðunum í júlí 2010 að hann ætlaði að „gera allt sem þyrfti“ til að viðhalda stöðugleika. Spákaupmenn og stjórnendur sjóða sáu græna ljósið frá Evrópubankanum og byrjuðu strax að spila á kerfið. Á þessum tíma báru 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf um 7,5% vexti — sem verður að teljast vel sloppið hjá þjóð sem gengur í gegnum stöðugar stjórnarkreppur, skuldar allt of mikið, eldist hratt og á litla möguleika á að skapa verulegan hagvöxt — en þessi sömu bréf báru 1% vexti í mars á þessu ári. Spánn og Portúgal gátu líka slegið peninga á gjafavöxtum í krafti loforða seðlabankans.

Yfirborðið var slétt og fellt, en hvert barn gat reiknað út að Grikkland var gjaldþrota 2011 — skuldirnar fóru vaxandi á meðan hagkerfið hrundi og atvinnuleysi náði sömu hæðum og í kreppunni miklu á síðustu öld — en vextir af 10 ára ríkis­skuldabréfum fóru á tímabili undir 5% og grískir bankar gátu gefið út skuldabréf á opnum markaði fyrir hátt í milljarð evra. Lísa var komin í Undraland!

Kjarni málsins hér er auðvitað sá að bankar, sem árið 2009 sátu uppi með ónýt skuldabréf gjaldþrota ríkja, gátu á næstu árum losað sig við þau á ótrúlega góðu verði á gervimarkaði sem Evrópubankinn, nokkrar ríkisstjórnir og AGS höfðu skapað. Til að leiða athygli fólks frá því sem raunverulega var að gerast var rekið áróðursstríð gegn ríkjum Suður-Evrópu, og þá sérstaklega Grikklandi, þar sem íbúunum var stillt upp eins og rauðvínsþambandi letingjum sem skulduðu ráðsettum Þjóðverjum og öðru siðuðu fólki stórfé. Þjóðverjar kusu að gleyma því að þeir höfðu sjálfir fengið afskrifað fjórum sinnum á síðustu öld og voru í mjög svipuðum vanda 1953 og Grikkland í dag þegar þeir fengu að afskrifa hátt í 60% skulda.

Lygaáróðurinn var taumlaus. Grikkir fóru til dæmis ungir á eftirlaun og unnu stutta vinnuviku. Sannleikurinn er hins vegar sá að eftirlaunaaldur í Þýskalandi og Grikklandi er svo til nákvæmlega sá sami þegar meðaltal karla og kvenna er reiknað og Þjóðverjar fá miklu betur borgað. Samkvæmt skýrslu atvinnuráðs ESB vinna Grikkir, sem á annað borð hafa atvinnu, lengri vinnuviku heldur en þekkist í nokkru öðru ríki Evrulands. Skattsvik eru þó raunverulegt vandamál í Grikklandi og sérstaklega munar um að margir milljarðamæringar sem reka skipafélög borga enga skatta og fyrirtæki þeirra ekki heldur. Þessi arðvænlegustu fyrirtæki landsins og eigendur þeirra (þótt margir séu með búsetu í Grikklandi) skila gróðanum til skattaskjóla á aflandseyjum, auk þess sem spilltir pólitíkusar hafa greitt götu þeirra í áraraðir með bitlausum skattalögum.

Áróðursstríðið gegn Grikklandi þjónaði þeim tilgangi að draga athygli fólks frá þeirri staðreynd að hver „björgunarpakkinn“ á fætur öðrum rann að mestu leyti til franskra og þýskra banka. Sáralítið skilaði sér inn í gríska hagkerfið. Harkan átti líka að þjóna sem aðvörun til annarra skuldugra ríkja — borgið eða við eyðileggjum ykkur. En þessi áróður varð líka til þess að almenningsálitið í Þýskalandi og víðar varð svo andsnúið Grikkjum að það var engin pólitísk leið að semja við þá af einhverju viti. Þegar fram líða stundir eiga Þjóðverjar eftir að átta sig á að þeir hafa glatað mildari ímynd sem fyrri kynslóðir stjórnmálamanna hafa byggt upp síðan 1945. Þjóðverjar eru aftur ruddinn í götunni sem heimtar allt og gefur ekkert. Að minnsta kosti verður það skoðun margra þegar flokkar andsnúnir ESB (næst á Spáni og síðan í Frakklandi) vinna hvern sigurinn á fætur öðrum.

Skuldagildra

Hagkerfi landanna gengur reglulega í gegnum efnahagslægðir þegar þau „ofhitna“ og vaxandi verðbólga neyðir seðlabanka til þess að draga úr eftirspurn með hærri stýrivöxtum. Bankahrunið haustið 2008 var hins vegar miklu líkara hruninu 1929 þegar peningakerfið sjálft tók kollsteypu. Bankakerfið — brotasjóðakerfið sem stöðugt býr til nýja peninga og setur í umferð í formi skulda til að mæta nýsköpun eða hækkunum á raunverulegum verðmætum, eins og t.d. fasteignum — blés út fasteignabólu í mörgum löndum með brjálæðislegri hringrás peningamagnsins, þar sem skuldir voru stöðugt seldar til þess að fjármagna næstu umferð æðisins.

Fasteignir byrjuðu að hækka óeðlilega og bankarnir gátu veitt hærri lán út á hærra fasteignaverð. Lánin voru endurseld í afleiðupökkum og þetta nýja peningastreymi varð til þess að það varð mikilvægara að lána hratt frekar en að ganga úr skugga um lánshæfni þeirra sem voru að kaupa eða spá í hvort veðin væru traust eða héldu verðgildi sínu til framtíðar. Skuldabréfavafningarnir (afleiðupakkar) voru seldir sem örugg fjárfesting þótt alls konar ruslapappírum væri vísvitandi sturtað í pakkana. Matsfyrirtæki fengu greitt fyrir að gefa vafningunum einkunn, sem venjulega var AAA eða á borð við bréf traustustu landa.

Peningakerfið hrundi 2008 vegna ofurskulda — lán í umferð voru óviðráðanleg eftir að fasteignabólan sprakk — og þegar slíkt gerist er ekkert annað til ráða heldur en að afskrifa skuldir. Málið getur varla verið einfaldara. En bankaelítan, og sérstaklega þeir sem fjármagna banka með kaupum á skuldabréfum — þetta er sama fólkið og búið er að kaupa pólitíkusa margra landa — kaus að velta skuldunum yfir á skattgreiðendur. Nokkrum milljarðamæringum hefur verið bjargað, en afleiðingarnar verða hrikalegar fyrir allan almenning.

Eftirleikurinn

Síðan 2007 hafa skuldirnar í hagkerfi heimsins vaxið um tæpar $60 trilljónir (evrópskar billjónir) og skuldir á efnahagsreikningum seðlabanka heimsins hafa hækkað úr $3 trilljónum í $22 trilljónir á fimmtán árum. Svokölluð „magnaukning“ peninga sem nokkrir stærstu seðlabankar heimsins hafa staðið fyrir er ekkert annað en tilfærsla auðæva — skuldir gjaldþrota banka hafa í rólegheitum verið færðar yfir á herðar fólksins. Með því að kaupa ríkisskuldabréf milliliðalaust, sem er ekkert annað en hrá peningaprentun, hafa seðlabankar lækkað vexti niður á núllið með handafli. Allir sem eiga sparifé eða sjóði í banka hafa misst af innlánsvöxtum árum saman og tapið nemur hundruð milljörðum dollara. Bankar (sem með réttu áttu að fara á hausinn) fá hins vegar ókeypis peninga í seðlabönkum og kaupa skuldabréf traustra fyrirtækja eða ríkisstjórna sem enn borga vexti. Svokölluð „carry trade“ blómstrar líka á sömu forsendum þegar spekúlantar sækja ódýra peninga í einu landi og selja í öðru þar sem vextir eru hærri.

Síðan haustið 2008 hefur hagkerfi heimsins einkennst af spákaupmennsku og pappírsgróða banka. Fyrirtæki hafa líka tekið sér far á ­hringekjunni og notað ódýri peninga til þess að kaupa önnur fyrirtæki frekar en að reisa nýjar verksmiðjur með tilheyrandi innspýtingu í atvinnulífið. Sem dæmi um hversu afstæðir hlutirnir eru þá gat stórfyrirtækið Nestle nýlega slegið lán á skuldabréfamarkaði sem bar neikvæða vexti. Einhverjir aðilar borguðu fyrirtækinu fyrir að fá að lána því peninga!

„Hagkerfið hrundi vegna ofurskulda og því hefur síðan verið haldið gangandi með miklu meiri skuldum.“

Hagkerfið hrundi vegna ofurskulda og því hefur síðan verið haldið gangandi með miklu meiri skuldum. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur eða láta blekkjast af áróðri elítunnar sem græðir á „magnaukningu“ og vöxtum sem stanslaust stela sparifé fólks. Þetta kerfi hrynur og það er ekki langt í að hjörðin snúi baki við ruslabréfum sem bera fáránlega lága vexti og ríkisskuldabréfum sem seðlabankar niðurgreiða. Draumurinn um að uppskera hagsæld og endalausan hagvöxt með hrárri peningaframleiðslu hefur oft skotið upp kollinum síðan menn lærðu að sletta bleki á annars verðlausan pappír … en sá draumur hefur alltaf endað með óskaplegri martröð. 

--

Jóhannes Björn er höfundur bókarinnar Falið vald, þar sem hann greindi íslenskt valdakerfi árið 1979.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
1

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
3

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
4

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Brómans á Klaustri
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
6

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli
7

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
4

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands
6

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·

Mest deilt

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
1

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól
2

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
4

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
5

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands
6

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
5

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
6

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
3

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
4

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
5

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
6

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·

Nýtt á Stundinni

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

·
Klausturbleikjur

Klausturbleikjur

·
Skýr dómafordæmi benda til þess að boðun Báru fyrir héraðsdóm standist ekki lög

Skýr dómafordæmi benda til þess að boðun Báru fyrir héraðsdóm standist ekki lög

·
Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

Einn af skattakóngum Íslands losnaði undan sjálfsskuldarábyrgðum á hlutabréfalánum

·
Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

Ágúst Ólafur hafi sagt ósatt um tilkynninguna

·
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“

·
Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

Klaustursþingmenn höfða mál gegn Báru - boðuð fyrir dóm rétt fyrir jól

·
Katrín Macron

Listflakkarinn

Katrín Macron

·
Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

·
Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·