Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Umbótaöflin verða að snúa bökum saman

Fjölflokka samstarf mun krefjast málamiðlana og gríðarlegrar þolinmæði; enginn flokkur mun fá allt sem hann óskar sér og í mörgum tilfellum munu þingmenn meirihlutans þurfa að sættast á að vera sammála um að vera ósammála. En sé vel haldið á spöðunum gæti stjórnarsamstarf umbótasinnaðra flokka, sem taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni, gert Ísland að betri stað til að búa á.

Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur markaðssjónarmiða og heilbrigðrar samkeppni. Það er því kaldhæðnislegt að stjórnarmyndunarviðræður Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins hafi einmitt strandað á hatrammri andstöðu Sjálfstæðisflokksins við markaðslausnir í sjávarútvegi, einni helstu atvinnugrein Íslendinga. 

Þessi niðurstaða kemur ekki beinlínis á óvart; Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist af mikilli hörku gegn því að hróflað verði við úthlutunarkerfi fiskveiðikvóta um árabil og á sama tíma þegið tugi milljóna í styrki frá kvótafyrirtækjum. Ofan á þetta bætist hundruða milljóna taprekstur útgerðarinnar af rekstri fjölmiðla sem er beitt gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja lögðu Viðreisn og Björt framtíð áherslu á að samið yrði um uppboðsleið í sjávarútvegi. Lágmarkskrafan var 3 prósenta innköllun og uppboð aflaheimilda á ári, en svo hóflega nálgun gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki einu sinni fallist á. Auk þess var hann tregur til að fallast á að almenningur fengi að segja hug sinn um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í staðinn var stjórnarmyndunarviðræðunum slitið.

Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson virðast hafa staðið fast á sínum prinsippum. Fyrir vikið afhjúpuðu þeir að Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of hagsmunatengdur stórútgerðinni á Íslandi til að geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi við aðra en Framsóknarflokkinn. 

Það liggur því beinast við að stjórnarmyndunarumboðið færist annað. Katrín Jakobsdóttir er sá stjórnmálaleiðtogi á Íslandi sem nýtur mests trausts meðal almennings og nú kallar forystufólk úr flestum flokkum eftir því að hún reyni að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Slíkt gæti orðið vísir að þverpólitísku samstarfi umbótasinnaðra stjórnmálaflokka sem legðu sig fram um að ná sem víðtækastri sátt á Alþingi um flest mál. 

Umbótasinnuð miðjustjórn ætti að geta náð saman um að innleiða faglegri vinnubrögð í stjórnsýslu og þingstörfum, útfæra og hrinda í framkvæmd uppboðsleið í sjávarútvegi, setja af stað átak gegn skattaundanskotum og aflandsbrölti, kjósa um aðildarviðræður við Evrópusambandið, beita sér fyrir heilbrigðri samkeppni og efnahagslegum stöðugleika á Íslandi, draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga og hefjast handa við að endurreisa innviði og grunnstofnanir landsins. 

Nýta mætti bráðabirgðaákvæðið í stjórnarskránni til að innleiða mikilvægar breytingar strax næsta vor, svo sem ákvæði um þjóðareign auðlinda, jafnt vægi atkvæða og rétt almennings til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur, mál sem fengu yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2012. Þannig væri strax stigið stórt skref í átt að betra samfélagi. 

Fjölflokka samstarf mun krefjast málamiðlana og mikillar þolinmæði; enginn flokkur mun fá allt sem hann óskar sér og í mörgum tilfellum munu þingmenn meirihlutans þurfa að sættast á að vera sammála um að vera ósammála. 

Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins (og líklega Framsóknarflokksins) mun eflaust öskra sig hása. Öllum brögðum verður beitt til að hindra kerfisbreytingar.

Besta móteitrið gegn hamagangi íhaldsaflanna er auðmýkt og heiðarlegt samtal við almenning. Það er mikið í húfi og ef vel er haldið á spöðunum gæti stjórnarsamstarf umbótasinnaðra flokka, sem taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni, gert Ísland að betri stað til að búa á. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins