Pistill

Mínar innri og ytri vörtur

„Hefurðu einhvern tímann spáð í að láta fjarlægja þetta … þetta þarna?“

Hann otar fingrinum að mér, vandræðalega.

„Hvað?“ 

„Þetta þarna, undir hökunni á þér.“

Ég þreifa og jú, þarna hefur lengi falið sig pínulítill fæðingarblettur.  

„Ertu að tala um fæðingarblettinn minn?“

„Fæðingarblettinn?“ 

„Sést hann?“ 

„Uuu, já.“

Ég kem af fjöllum. Fleygi í hann símanum mínum. 

„Taktu mynd! Sýndu mér.“

Hann tekur símann, smellir af og réttir mér símann aftur með semingi.  

Ég tek andköf. Jú, ég vissi að í hvarfi undir hökunni á mér væri lítill fæðingarblettur. Það sem ég vissi hins vegar ekki var að þetta er ljósleit varta sem allir sjá. 

„Hvað er það þá fleira sem ég ekki veit um sjálfa mig en allir aðrir vita?“

Með hraði fer ég í gegnum stigin fimm. Augljóslega hef ég lengi dvalið á stigi afneitunar. Fyrst sekk ég ofan í þunglyndi en fer svo í að reyna að tala sjálfa mig til (kannski tók enginn eftir henni, það horfir jú enginn á mig í sama návígi og hann, er það?). Svo fyllist ég skyndilega reiði: „Er ekki allt í lagi með þig að hafa aldrei sagt mér frá þessu?“ og veiti honum lauflétt högg í öxlina. Eftir það finn ég til sáttar og lít málið öðrum augum. Ég hef verið að leita mér að áramótaheiti. Kannski er hér kominn efniviður. Ef ég er búin að ganga með vörtu í andlitinu svo árum skiptir án þess að vita af því, hvað er það þá fleira sem ég ekki veit um sjálfa mig en allir aðrir vita?

Ég heiti því að komast að því. Verða hrein og bein og þvinga fólkið í kringum mig til þess líka. Verð ég ekki örugglega betri manneskja ef ég veit af mínum innri og ytri vörtum, svo ég geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvort ég eigi að leyfa þeim að vera eða brenna þær? Ég hugga mig við að hreinskilnin vex með árunum, minnug sambands tveggja eldri vinkvenna minna sem kipptu iðulega búkonuhárunum úr andliti hvor annarrar yfir kaffibollanum.

Þessar konur gengu hreint til verks. Ég mæti með plokkarann með mér í næsta saumó. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Fréttir

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Fréttir

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017