Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Jón Ólafsson

Mega auðmenn stjórna Íslandi?

Farsinn sem við höfum flest sogast inn í undanfarna daga byrjaði ekki 13. mars. Ekki 11. mars heldur. Hann byrjaði miklu fyrr, skrifar Jón Ólafsson.

Jón Ólafsson

Farsinn sem við höfum flest sogast inn í undanfarna daga byrjaði ekki 13. mars. Ekki 11. mars heldur. Hann byrjaði miklu fyrr, skrifar Jón Ólafsson.

Farsinn sem við höfum flest sogast inn í undanfarna daga byrjaði ekki 13. mars. Ekki 11. mars heldur. Hann byrjaði miklu fyrr, nánar tiltekið þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Það var í maí 2013. Fyrir tæpum þremur árum. Fólkið sem þá tók við völdum hafði fyrst og fremst áhuga á einum hlut: Að stöðva, trufla eða koma í veg fyrir allt sem fyrri ríkisstjórn hafði gert, ekki síst allt sem varðaði hófstillta tilraun hennar til vitundarvakningar um spillingu og spillingarhættur, hagsmunaárekstra og mikilvægi þess að miklar kröfur væru gerðar til stjórnmálamanna og stjórnkerfisins alls um siðferðilega eðlileg vinnubrögð og viðmið.

Þó er ekki eins og ríkisstjórnin hafi látið í ljós andstöðu við þessa viðleitni. Hún gerði einfaldlega ekki neitt. Það sem meira var, ráðherrar sýndu það fljótt með hegðun sinni og yfirlýsingum að þeim stæði hjartanlega á sama um hverskyns efasemdir sem einstakar aðgerðir þeirra eða athafnir kynnu að vekja – allt frá því að þiggja laxveiðiboð til þess að misbeita valdi.

Viðmið gera lífið einfaldara

Það má svo sem skilja hvers vegna stjórnmálamenn, ekki síst þeir sem taka við ráðherraembættum, geta hneigst til að leiða hjá sér hvers kyns siðvæðingarkröfur. Þær þrengja valdsvið þeirra og setja þeim ramma sem við fyrstu sýn virðist flækja líf þeirra. En þegar betur er að gáð ætti þó að sjást að betri siðferðismælikvarðar stjórnmálamanna gera þeim lífið þvert á móti einfaldara. Hvernig má það vera?

Hugsum okkur að pólitík sé þegar upp er staðið leikur – eða að minnsta kosti í einhverjum skilningi hliðstæð leik. Í flestum leikjum er mikilvægt að reglur séu skýrar og að til þess að ná árangri eða vinna leik sé alveg ljóst hvað eigi að gera og hvernig. Í leik er ekki sama hvernig leikendur ná árangri. Árangur er einskis virði ef haft er rangt við. Það getur vel verið að einstakir leikmenn séu sjálfir þannig innstilltir að þeim sé nokk sama hvernig þeir vinna, en fyrir þann sem horfir á leikinn og lætur hann sig varða, skiptir þessi greinarmunur höfuðmáli.

Í stjórnmálum og stjórnsýslu þarf að vera hægt að komast að niðurstöðu um hvernig rétt sé, eðlilegt og trúverðugt að taka á málum og það má ekki vera háð túlkun eða sjálfdæmi einstaklinga. Slíkt krefst ekki viðamikilla eða flókinna reglna heldur einfaldra viðmiða sem allir hlutaðeigandi skilja og viðurkenna sem sjálfsögð – og reyna ekki stöðugt að fara í kringum eða leiða hjá sér. Annars er leikurinn bara plat.

Stóra myndin

Í hinni miklu langloku um „stóru myndina“ sem forsætisráðherrann fyrrverandi birti á sunnudaginn, áður en viðtalið við hann var sent út, hnaut ég um eina setningu. Hún fjallaði um konuna hans og er svona: „Frá því að hún eignaðist umtalsverða peninga hefur hún verið hörð á því að greiða af þeim skatta til íslensks samfélags.“ Já: verið hörð á því að greiða skattana sína á Íslandi – jafnvel þótt eitthvað hagstæðara sé í boði. Forsætisráðherrann endurtók þetta svo með ýmsu orðalagi í viðtölum og ekki laust við að vottaði fyrir stolti hjá honum yfir þessari einurð og þjóðernishollustu konu sinnar. Að vera skattlögð hér frekar en að „nýta kosti sem buðust til að spara“.

 „Í þessari litlu athugasemd og brosviprunni sem henni fylgdi birtist harmleikur íslenska hagkerfisins í heild sinni: Það þarf hetjuskap til að láta skattleggja sig á Íslandi.“

Það er vissulega merkilegt að maður sem hefur alla sína tíð í stjórnmálum lagt höfuðáherslu á að íslenska hagkerfið með sínum agnarsmáa gjaldmiðli sé bæði sterkt og öruggt skuli ekki geta leynt ánægju sinni yfir þeirri fórn sem kona hans færi með því að vera skattlögð í heimalandinu frekar en að nýta kosti þess að vera „skattlögð erlendis“. Í þessari litlu athugasemd og brosviprunni sem henni fylgdi birtist harmleikur íslenska hagkerfisins í heild sinni: Það þarf hetjuskap til að láta skattleggja sig á Íslandi ef maður á eitthvað af peningum og allir vita að með því að hafa peningana sína hér er maður að taka meiri áhættu en með því að hafa þá annars staðar, í raun taka ákvörðun um að ávaxta þá verr en maður gæti gert „erlendis“. Með öðrum orðum við hin eigum að vera þakklát fyrir þátttöku og vinarþel hinna ríku.

Efnahagslegur ójöfnuður og pólitískur ójöfnuður

Okkar samfélag, vestrænt, frjálslynt, lýðræðislegt og kapítaliskt sem það er, einkennist í mikilvægum skilningi af ójöfnuði. Við viljum að viss ójöfnuður ríki í samfélaginu: jafnvel Vinstri græn taka ójöfnuð í þessum skilningi fram yfir kerfi fullkomins jöfnuðar. Ástæðan er einföld: Meðal þeirra tækifæra sem við ætlumst til að allir hafi er tækifæri til að efnast, það er oft drifkraftur góðra verka og heilbrigðrar þróunar. Það er hægt að deila um nákvæmlega hvernig stofnanaumhverfi þessa ójöfnuðar á að vera og hvað ríkisvaldið eigi að gera eða láta ógert, en í rauninni má segja að það sé nær óumdeilt að viss ójöfnuður sé ekki bara óhjákvæmilegur heldur æskilegur og mikilvægur.

En þessi æskilegi ójöfnuður hvílir þó á annarri forsendu. Hún er sú að efnahagslegur ójöfnuður leiði ekki til og feli ekki í sér pólitískan ójöfnuð. Allir eiga að hafa jafnan aðgang að yfirvöldum, jafna möguleika til að taka þátt í pólitík, vera virkir, hafa áhrif. Það er í rauninni skilgreiningaratriði um lýðræði að það virki óháð efnahagslegum ójöfnuði – það er kallað auðræði þegar þeir ríku ráða samfélaginu í raun.

Stjórnvöld í gíslingu fjármagnsins

Á árunum fyrir hrun hafði myndast sú sérkennilega staða á Íslandi að stór fyrirtæki réðu lögum og lofum í samfélaginu og héldu stjórnvöldum í gíslingu – og reyndu varla að fela það. Þetta varð átakanlegast á árinu 2008 þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar voru að tala máli bankanna heima og erlendis og verja þá í stað þess að taka málin sjálfstæðum tökum og reyna að skilja atburðarásina. Auðræði hafði ýtt lýðræði til hliðar þótt fæstir vildu skilja það.

  „Þess vegna er sú röksemd sem furðu oft hefur heyrst síðustu daga að það sé æskilegt að stjórnmálamenn séu efnaðir út í hött.“

Saga hrunsins á Íslandi ætti að sýna hve mikilvægt það er að tryggja að fjársterkir aðilar, fyrirtæki eða einstaklingar hafi ekki pólitísk völd í krafti auðs síns. Vissulega er erfitt að koma i veg fyrir þetta að öllu leyti, öllum auði fylgir vald. En stjórnmálin eiga þó meðal annars að ganga út á þetta. Þess vegna er sú röksemd sem furðu oft hefur heyrst síðustu daga að það sé æskilegt að stjórnmálamenn séu efnaðir út í hött. Það hvílir þvert á móti á þeim sem eiga eitthvað undir sér ennþá meiri skylda en á hinum að sýna fram á að efnahagsleg staða þeirra og pólitísk tengist ekki – að þeir hafi það hlutverk að þjóna hagsmunum almennings, ekki sjálfra sín eða einhverra tiltekinna sérhagsmuna.

Þegar auðmenn leiða ríkisstjórn

Tengsl þeirra sem eiga peninga og þeirra sem eiga þá ekki geta verið dálítið viðkvæm. Þeir sem eiga ekki peninga eru iðulega sakaðir um öfund og illvilja gagnvart þeim sem eitthvað eiga, ekki síst ef þeir leyfa sér að vera gagnrýnir á stöðu þeirra og aðgerðir. Þetta hefur heyrst alloft upp á síðkastið og kannski er það vegna þessarar fyrirsjáanlegu gagnrýni sem það hefur verið tekið frekar létt á því að tveir vellauðugir menn skuli hafa leitt ríkisstjórn síðustu þrjú ár. Þeir hafa verið látnir komast upp með að haga hagsmunaskráningu sinni eins og þeim hentar og fjölmiðlar hafa ekki gengið á þá af krafti með spurningar um fjármál þeirra – ekki fyrr en nú – kannski meðal annars vegna þess að fjölmiðlamennirnir eru líka hræddir um að vera sakaðir um að öfunda hina ríku.

Hrakfarirnar og siðferðileg viðmið

Vonandi hjálpar farsi síðustu daga öllum til að komast yfir þetta og átta sig á því að þótt góð efni útiloki engan frá stjórnmálum, ekki frekar en lítil efni, þá þurfa þeir sem eiga ríkra hagsmuna að gæta vegna eigna sinna og fjölskyldu sinnar eða viðskipta sinna að gera sérstakar ráðstafanir til að sýna fram á að sérhagsmunir hafi ekki áhrif á þá og að þeir blandi sér ekki í það sem slíkum hagsmunum þeirra tengist. Þeir ættu líka að vara sig á að lýsa því sem sérstökum hetjuskap af hálfu sinna nánustu að vera að einhverju leyti þátttakendur í íslenska hagkerfinu, ekki síst ef hlutverk þeirra í pólitík er að lofsyngja það. Það má deila um hversu alvarleg mál ráðherranna eru sem slík, en lærdómurinn er einfaldur: Það verður að tryggja að allir stjórnmálamenn taki hagsmunaskráningu og siðferðileg viðmið alvarlega: Einfaldasta skýringin á hrakförum þeirra sem tóku við stjórnartaumum 2013 er sú að það gerðu þeir einmitt ekki. Þess vegna fór sem fór.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald
6

Haldið áfram eða endað eftir framhjáhald

·

Nýtt á Stundinni

„Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

„Íslenska þjóðin á betra skilið en að gælt sé við öfgaþjóðernishyggju í hennar nafni“

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·