Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
5

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Illugi Jökulsson

Líka svolítið henni að kenna

Illugi Jökulsson rekur þá fáránlegu steypu sem leiddi til þess að Kristján Viðar var dæmdur fyrir rangar sakargiftir gegn Einari Bollasyni.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson rekur þá fáránlegu steypu sem leiddi til þess að Kristján Viðar var dæmdur fyrir rangar sakargiftir gegn Einari Bollasyni.

Í paragraffi 2604 í umfjöllun endurupptökunefndar um Kristján Viðar Viðarsson er greint frá yfirheyrslu yfir Kristjáni að kvöldi föstudagsins 23. janúar 1976. Þrátt fyrir að lögregluskýrslur frá yfirheyrslum yfir sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum virðist yfirleitt vera mjög óáreiðanleg plögg – vægast sagt – þá er þetta beinlínis hrollvekjandi lesning.

Verjandi Kristjáns Viðars var ekki viðstaddur, en spurt var um nýjan vinkil á málinu sem skyndilega hafði birst. Erla Bolladóttir virðist hafa „snappað“ á þessum tímapunkti og spunnið upp makalausa sögu um að hún og margir fleiri hefðu farið í sendibíl með Geirfinn Einarsson suður til Keflavíkur þar sem veist hafi verið að honum og talað um að láta hann hverfa.

Þessi saga var algjört bull en hins vegar í grófum dráttum í samræmi við þær kenningar sem lögreglan hafi verið að vinna með í sambandi við hvarf Geirfinns, sem sé að hvarfið tengdist spírasmygli á vegum veitingahússins Klúbbsins. Þær kenningar reyndust á endanum tilhæfulausar, en um þetta hafði stöðugur þrýstingur lögreglumanna á Erlu sem sé leitt til þess að hún spann upp þessa sögu, eða líklega öllu heldur: Féllst á leiðandi útgáfu lögreglumannanna.

Og meðal þess sem dúkkaði upp í yfirheyrslum yfir Erlu var að bróðir hennar, Einar Bollason, hefði verið meðal þeirra sem fóru ferðina til Keflavíkur. 

„Það var náttúrlega gjörsamlega fráleitt. Einar var vel metinn körfuboltamaður og ekki í neinum tengslum hvorki við nokkurs konar „undirheima“ né Klúbbinn.“ 

Það var náttúrlega gjörsamlega fráleitt. Einar var vel metinn körfuboltamaður og ekki í neinum tengslum hvorki við nokkurs konar „undirheima“ né Klúbbinn. Nafn hans virðist einfaldlega hafa verið eitt af fjölmörgum sem dúkkuðu upp í ofsahræddum huga Erlu um þessa mundir, og af einhverjum ástæðum ákvað lögreglan að sópa því ekki strax út í hafsauga – ásamt til dæmis nafni Alberts Guðmundssonar, sem hún mun líka hafa nefnt á einhverjum tímapunkti. 

Það var sem sagt lögreglan sem pikkaði nafn Einars út úr frumskógi nafna sem Erla nefndi eftir þrotlausan og lymskufullan þrýsting lögreglumanna. Það var lögreglan sem af einhverjum ástæðum ákvað að taka mark á þessu nafni en ekki nafni Alberts eða annarra sem nefndir voru við þær pyntingarkenndu og mannréttindalausu yfirheyrslur sem fram fóru stöðugt yfir Erlu.

Og auk þess pikkaði lögreglan líka upp þrjú nöfn sem tengja mátti við Klúbbinn, og sér í lagi tvö nöfn sem lögreglan hafði sjálf haft mikinn áhuga á frá upphafi, eins og allir og þar á meðal Erla vissu, en það voru nöfn Magnúsar Leópoldssonar og Sigurbjörns Eiríkssonar. 

Enginn þeirra fjögurra sem lögreglan ákvað nú að setja í gæsluvarðhald kom á nokkurn hátt nálægt hvarfi Geirfinns, en fráleitast af öllum þessum nöfnum var samt nafn Einars Bollasonar. Nafn hans dúkkaði augljóslega upp í einhvers konar „stream-of-conciousness“ skelfingu lostinnar og illa haldinnar tvítugrar stúlku og Einar mætti því beina réttlátri reiði sinni vegna málsins að lögreglunni. 

En sem sagt, nafn Einars var komið fram í dagsljósið – og þá var tekin hin fyrrnefnda yfirheyrsla yfir Kristjáni Viðari, sem vel að merkja þekkti Einar Bollason ekki neitt.

Yfirheyrslan gekk svona fyrir sig:

Í upphafi yfirheyrslu segist Kristján Viðar ekkert vita um hvarf Geirfinns.

Hann hafi aðeins tvisvar komið til Keflavíkur.

Seinna skiptið GÆTI hafa verið um svipað leyti og Geirfinnur hvarf.

En minni hans um þennan tíma var óljóst vegna lyfjaneyslu.

Einhvern tíma að kvöldlagi rámaði hann þó í að hafa farið upp í sendibíl.

Eftir því sem hann mundi best GÆTI það hafa verið við Klúbbinn.

Ekki vissi hann af hverju hann fór upp í þennan sendibíl.

Hann var þó viss um að hann þekkti einhvern í bílnum.

Og það GÆTI verið að sendibíllinn hafi verið Mercedes Benz.

Bílnum var ekið út úr borginni.

Að því er Kristján Viðar taldi GÆTI henni hafa verið ekið til Keflavíkur, en hann þekkti sig ekki í Keflavík.

En hún var svo stöðvuð við sjó, við stóra skemmu.

Hann mundi nú eftir bæði bryggju og bát eða bátum.

Einhver hreyfing var á einum bát við bryggjuna.

Tveir bílar voru þarna líka, hann mundi ekki hvaða gerð.

Fólk var við bílana, hann MINNTI að það hefðu verið nokkrir karlmenn og ein kona.

Hann TALDI sig þekkja þar tvo menn.

Sævar var annar.

En hinn var Einar Bollason.

Hann þekkti Sævar vel en Einar ekki, þótt hann hefði séð hann á myndum.

Þeir tveir hefðu verið að ræða saman.

Ekki mundi Kristján Viðar til að hafa sjálfur farið út úr bílnum.

Ekki mundi Kristján heldur eftir öðru sem þarna gerðist.

Og ekki mundi hann eftir ferðinni til Reykjavíkur aftur.

Loks mundi hann ekki hvort þetta hefði gerst um það leyti sem fyrst var lýst eftir Geirfinni, en TALDI þó það vera VEL HUGSANLEGT.

Þannig komu fram hinar röngu sakargiftir Kristjáns Viðars gegn Einari Bollasyni (og seinna á svipaðan hátt gegn hinum þremur).

Hvílík steypa!

Nú má öllum heilvita mönnum vera ljóst hvað þarna var að gerast. Kristján Viðar vissi augljóslega ekki neitt um málið, en var leiddur áfram af lögreglumönnunum við yfirheyrsluna og ef hann sagðist ekki vita neitt um þetta, þá var sagt:

„Ja, varst þú ekki alltaf svo dópaður á þessum tíma … gæti ekki verið að þetta hafi verið svona og hinsegin?“

Og á einhverjum tímapunkti hefur verið sagt:

„Og þessi maður, sem þú viðurkennir nú að þú GÆTIR hafa séð, GÆTI það til dæmis hafa verið Einar Bollason? Þú hefur nú séð myndir af honum í blöðunum, er það ekki?“

Og Kristján – sem hefur áreiðanlega aldrei svo mikið sem leitt hugann að Einari Bollasyni en hefur þegar setið lengi í einangrun og sætt alls konar harðræði – hann reynir að grufla í minninu, og jú – GÆTI þessi maður (sem var raunar alls ekki til) ekki hafa verið Einar?

Þrátt fyrir að það blasi algjörlega við að þetta sé bull og eingöngu runnið undan rifjum lögreglunnar, þá hefur endurupptökunefnd nú hafnað því að taka til endurskoðunar dóm þann sem Kristján Viðar fékk fyrir rangar sakargiftir gegn fjórmenningunum margnefndu, þar á meðal Einari Bollasyni.

Þau Björn L. Bergsson, Ásgerður Ragnarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon virðast telja að dómurinn yfir Kristjáni fyrir að bera Einar röngum sökum hafi sem sagt verið réttlátur og eðlilegur!

En auðvitað vita þau betur. Auðvitað vita þau öll þrjú að þessi dómur yfir Kristjáni Viðari fyrir rangar sakargiftir stenst engan veginn.

Eini tilgangur þeirra með því að mæla EKKI fyrir um endurupptöku dóma fyrir rangar sakargiftir í tilfellum Kristjáns Viðars (og Sævars) virðist vera – já, ég sé einfaldlega enga aðra ástæðu – virðist vera sá að ef þau hefðu leyft endurupptöku vegna þeirra, þá hefðu þau orðið að leyfa líka endurtöku máls Erlu Bolladóttur.

Og þótt þau hafi unnið verk sitt vel og samviskulega hvað snerti hinar fráleitu morðákærur og fleira gegn körlunum fimm – þá er eins og meðvitað eða ómeðvitað hafi verið ákveðið að skilja Erlu eftir úti í kuldanum sem gunnfána þess að dómskerfið á áttunda áratugnum hafi nú ekki verið ALVEG úti að aka, köllunum í lögreglunni og köllunum í Hæstarétti hafi nú verið svolítil vorkunn.

Þetta hafi nú líka verið svolítið KONUNNI að kenna.

Svona gerðist þetta 

Nokkrar lykildagsetningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Eftir rúmlega fjörutíu ára þrautagöngu berst Erla Bolladóttir enn fyrir réttlæti. 

26. janúar 1974

Guðmundur Einarsson hverfur sporlaust eftir að hafa verið að skemmta sér í Hafnarfirði.

19. nóvember 1974

Geirfinnur Einarsson fer frá heimili sínu og hverfur sporlaust. Kvöldið sem hann hvarf hringdi ókunnugur maður í hann og mælti sér mót við hann í Hafnarbúðinni í Keflavík.

Desember 1975

Rannsókn hefst að nýju á hvarfi Guðmundar Einarssonar, eftir að lögreglu hafði borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri viðriðinn hvarf hans. Sævar sat þá í gæsluvarðhaldi ásamt Erlu Bolladóttur vegna póstsvikamáls. Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Albert Klahn Skaftason eru hnepptir í gæsluvarðhald.

27. janúar 1976

Morgunblaðið birti frétt um að þrír menn sætu í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Geirfinns og tilgreinir að rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar hafi leitt til handtökunnar. Það var í fyrsta sinn sem tenging var gerð á milli Guðmundar og Geirfinns. Mennirnir þrír voru Magnús Leópoldsson, Valdimar Olsen og Einar Bollason.

10. febrúar 1976

Fjórði maðurinn, Sigurbjörn Einarsson, úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

9. maí 1976

Fjórmenningunum sleppt úr Síðumúlafangelsinu. Magnús, Valdimar og Einar höfðu þá setið inni í 105 daga og Sigurbjörn í 90 daga. Þeir sættu áfram ferðatakmörkunum.

Júlí 1976

Þýski rannsóknarforinginn Karl Schütz er fenginn til að stýra rannsókn Geirfinnsmálsins.

Nóvember 1976

Guðjón Skarphéðinsson handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Geirfinns.

8. desember 1976

Ákæra í níu liðum gefin út gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marinó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni, Alberti Klahn Skaftasyni, Erlu Bolladóttur, Ásgeiri Ebenezer Þórðarsyni og Guðjóni Skarphéðinssyni.

Janúar 1977

Rannsókn Karl Schütz á hvarfi Geirfinns lýkur, eftir sviðsetningu atburða við Dráttarbrautina, þar sem talið var að Geirfinni hefði verið ráðinn bani. Lík hans fannst ekki þrátt fyrir umfangsmikla leit.

16. mars 1977

Framhaldsákærur gefnar út á hendur Kristjáni, Sævari og Tryggva sem er gefið að sök að hafa ráðið Geirfinni bana. Erlu er gefið að sök að hafa með liðsinni sínu leitast við að afmá ummerki brotsins og gerst þannig brotleg við lög. Kristjáni Viðari, Sævari og Erlu var einnig gefið að sök að hafa á árinu 1976 borið fjóra menn röngum sökum í skýrslum.

22. febrúar 1980

Dómur fellur í Hæstarétti. Talið var sannað að Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Sævar Marinó Ciesielski hefðu í sameiningu ráðist á Guðmund Einarsson þannig að hann hlaut bana af. Hæstiréttur komst einnig að þeirri niðurstöðu að Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Guðjón Skarphéðinsson hafi orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Hæstiréttur taldi sannað að Erla hefði tekið þátt í að flytja lík Geirfinns, ásamt Kristjáni Viðari og Sævari Marinó, frá Grettisgötu 82 í Reykjavík í Rauðhóla eða á annan stað. Hæstiréttur staðfesti þau málalok að hin ákærðu, Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Marinó Ciesielski, hefðu bendlað þá Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen við andlát Geirfinns Einarssonar.

23. nóvember 1994

Sævar Ciesielski fer fram á endurupptöku Geirfinns- og Guðmundarmála en því er hafnað.

21. febrúar 1997

Talsmaður Sævars fer aftur fram á endurupptöku málsins en því er hafnað.

25. mars 2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópur sem hann skipaði í október 2011 til að fara yfir rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála kynna skýrslu starfshópsins á blaðamannafundi. Niðurstaða skýrslunnar er að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir og því telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný.

24. febrúar 2017

Endurupptökunefnd fellst á endurupptöku á dómi Hæstaréttar, þar sem Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marínó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Nefndin fellst líka á endurupptöku á dómi Hæstaréttar yfir Alberti Klahn Skaftasyni, sem var sakfelldur fyrir hlutdeild að brotunum. Hún fellst einnig á endurupptöku mála Kristjáns, Sævars og Guðjóns Skarphéðinssonar, sem voru sakfelldir fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni. Hins vegar hafnaði nefndin beiðnum Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars um endurupptöku á dómi Hæstaréttar sem sakfelldi þau fyrir að hafa borið rangar sakir á Einar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
2

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
3

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
5

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
6

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
7

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest deilt

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
1

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi
2

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð
3

Aldís segir aðför lögreglu skráða sem aðstoð við erlent sendiráð

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
5

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins
6

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Mest lesið í vikunni

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu
1

Samfylkingin í Reykjavík brást ekki við bréfum Jóns Baldvins - Ingibjörg Sólrún sagði sig úr félaginu

·
Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
2

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
3

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
4

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“
6

„Ég er hamingju­samasta kona í heimi“

·

Nýtt á Stundinni

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þingkona Pírata segir meðferðina á Aldísi Schram áfellisdóm yfir réttarríkinu á Íslandi

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Þátttaka í kúgun hversdagsins

Helga Baldvinsdóttir Bjargar

Þátttaka í kúgun hversdagsins

·