Flækjusagan

Kennedy: „Hitler mun birtast út úr hatrinu sem umlykur hann“

Illugi Jökulsson segir frá dagbók John F. Kennedys þar sem hann skrifar meðal annars um Adolf Hitler.

Kennedy og Hitler - Ungi maðurinn áleit að Hitler myndi rísa upp sem eins konar þjóðsagnavera.

Nokkuð óvæntur hlutur verður boðinn upp í Boston á næstunni og er búist við að fyrir hann fáist um 22 milljónir íslenskra króna.

Þetta er dagbók sem John F. Kennedy síðar forseti Bandaríkjanna hélt þegar hann ferðaðist um Evrópu sumarið 1945 og skrifaði greinar í blað í Bandaríkjunum um það sem fyrir augu bar í hinni hrundu heimsálfu.

Í dagbókinni kemur fram að Kennedy var mjög upptekinn af Adolf Hitler foringja Þýskalands sem hafði svipt sig lífi í lok apríl. Skyldi engan undra því upphaf og framgangur hins ógurlega stríðs hafði ráðist að ótrúlega miklu leyti af persónu hans.

Dagbókina gaf Kennedy síðar aðstoðarkonu sinni í bandaríska þinginu og hún fullyrðir að hvergi í henni votti fyrir aðdáun á Hitler eða því sem hann stóð fyrir.

Sumt hljómar þó heldur einkennilega, líkt og þegar hinn ungi Kennedy (sem þá var 28 ára, skrifaði að Hitler myndi „birtast út úr hatrinu sem nú umlykur hann og birtast sem ein mikilvægasta persóna sem nokkru sinni hefur lifað“.

Joseph P. KennedyHans átrúnaðargoð var iðnjöfurinn Henry Ford og báðir voru þeir vægast sagt veikir fyrir Hitler.

Einnig skrifaði hann að Hitler hafi haft „takmarkalausan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar sem gerði hann hættulegan fyrir heimsfriðinn, en í kringum hann var leyndardómur sem snerist um líf hans og dauða og [sá leyndardómur] mun lifa og vaxa eftir hans dag“.

Þetta hljómar heldur undarlega úr munni manns sem hefur þá verið búinn að frétta allt um hvert „metnaður“ Hitlers „fyrir hönd þjóðar sinnar“ leiddi hann - það er að segja til Auschwitz og Treblinka.

Kennedy skrifaði einnig: „Hann hafði í sér það sem þjóðsögur eru skrifaðar um.“

Auðvitað má það til sanns vegar færa. Það er samt skrýtið að vera uppfullur af hugleiðingum um „þjóðsöguna Hitler“ þar sem maður stóð í rústum Evrópu og óð nánast ösku Gyðinganna upp að hnjám.

Á hitt er að líta að á æskuheimili Kennedys hafði ættfaðirinn Joseph P. Kennedy jafnan farið hlýlegum orðum um Hitler áður en þýski foringinn fór í stríð við Bandaríkin, og það munar raunar litlu að kalla megi Kennedy eldra hreinræktaðan nasista.

En þótt Kennedy yngri virðist nokkuð beggja blands í afstöðu sinni til Hitlers, þá fer víst ekkert milli mála í textanum að hann dáðist takmarkalaust að Winston Churchill forsætisráðherra Breta og kallaði hann „átrúnaðargoð sitt“.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Mest lesið í vikunni

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um heilbrigðismál

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Rannsókn

Engeyingarnir fengu tveggja milljarða kúlulán til að eignast N1

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Einum vísað af lista Sjálfstæðisflokksins