Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist
7

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·

Atli Harðarson, Elsa Eiríksdóttir og Jón Torfi Jónasson

Á iðnnám að vera á framhaldsskólastigi?

Kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands segja tímabært að skoða hvort sumt af því starfs- og iðnnámi sem nú er á framhaldsskólastigi ætti að vera skilgreint og skipulagt sem nám eftir framhaldsskólapróf eða stúdentspróf.

Kennarar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands segja tímabært að skoða hvort sumt af því starfs- og iðnnámi sem nú er á framhaldsskólastigi ætti að vera skilgreint og skipulagt sem nám eftir framhaldsskólapróf eða stúdentspróf.

Á iðnnám að vera á framhaldsskólastigi?

Undanfarin ár höfum við staðið fyrir umræðufundum um málefni starfsmenntunar á framhaldsskólastigi. Þessir fundir hafa verið haldnir við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Á þá hefur m.a. komið fólk frá skólum, fyrirtækjum, samtökum og ráðuneyti. Umræður hafa verið opinskáar og vakið fjölmargar spurningar. Ein af áleitnustu spurningunum er hvar starfsnámið, einkum iðnnámið, eigi heima í skólakerfinu. Nú er það skilgreint eins og nemendur komi inn í það beint úr grunnskóla og séu á sama aldri og nemendur á stúdentsbrautum. Veruleikinn er samt sá að nemendur á iðnbrautum og fleiri starfsmenntabrautum eru að jafnaði talsvert eldri. 

Línurnar á myndinni sýna aldursdreifingu þeirra sem luku sveinsprófi (þ.e. lokaprófi til starfsréttinda í iðngrein) og þeirra sem útskrifuðust með fyrstu háskólagráðu skólaárið 2012 til 2013. Til samanburðar eru súlur sem sýna aldur nemenda sem luku almennu stúdentsnámi. Myndin, sem byggist á gögnum frá Hagstofu Íslands, sýnir að í reynd kláruðu iðnnemar sveinspróf á svipuðum aldri og stúdentar luku sinni fyrstu háskólagráðu. Þetta bendir til að a.m.k. sumt iðnnám eigi fremur heima við hliðina á fyrstu námsárum í háskóla en við hlið stúdentsnáms.

Hvaða rök mæla með því að færa iðnnám á hærra skólastig? 

Okkur virðist að fleiri ástæður en aldur nemenda mæli með því að hluti þess starfsnáms sem nú er skilgreint sem nám í beinu framhaldi af grunnskóla verði skipulagt fyrir fólk sem lokið hefur 2ja eða 3ja ára námi í framhaldsskóla. Í því sem á eftir fer skýrum við þrjár af þessum ástæðum í örstuttu máli. 

Fyrsta ástæðan er að flestir unglingar á aldrinum 15 til 18 ára kjósa að afla sér breiðrar almennrar menntunar í framhaldsskóla. Vera má að þetta sé að hluta til vegna þess að ungt fólk gerir sér ljóst að slík menntun er gott vegarnesti og vill gjarna halda mörgum möguleikum opnum. Hver sem ástæðan er kjósa fremur fáir að sérhæfa sig í einni starfsgrein á þessum aldri. Þetta er á vissan hátt viðurkennt í reynd af yfirvöldum menntamála, því framhaldsskólar sem hafa verið stofnaðir eftir síðustu aldamót bjóða fyrst og fremst almennt nám og enginn þeirra er með iðnbrautir. Nýir skólar á Snæfellsnesi, Tröllaskaga, í Borgarnesi og Mosfellsbæ bjóða nemendum sínum að stunda almennt nám í heimabyggð. Eftir það fara þeir burt til að sérhæfa sig í háskóla eða iðnskóla.

Önnur ástæðan er að með því að gera nám í iðn eða annarri starfsgrein að sérhæfðu námi fyrir fólk sem hefur lokið almennu námi í framhaldsskólum er e.t.v. hægt að auka aðsókn með því að fá fleiri til að sækja námið um langan veg. Sumar greinar verða aðeins kenndar á fáum stöðum á landinu og fleiri eru tilbúnir að hleypa heimdraganum eftir 18 ára aldur en strax að loknum grunnskóla. 

Þriðja ástæðan er að á mörgum brautum er námið of erfitt og efnismikið til að rúmast við hlið stúdentsnáms sem þriggja ára nám eftir grunnskóla. Eftir því sem iðnaður verður tæknivæddari eykst þörfin fyrir að iðnnemar læri flókin fræði auk hefðbundins handverks. Þessi fræði eru m.a. á sviði raunvísinda, tölvutækni, umhverfismála og regluverks af ýmsu tagi. Sennilega heldur nauðsynlegt námsefni áfram að aukast og þá verður enn síður hægt að stytta eða létta iðnnám án þess að það bitni um of á kunnáttu nemenda við námslok og hæfni þeirra til starfsþróunar. Sem dæmi má taka að rafvirkjar nútímans þurfa að kunna á tölvulagnir og ýmis kerfi sem voru ekki til fyrr en á síðustu árum. Eina leiðin til að nám þeirra geti rúmast við hlið þriggja ára stúdentsnáms er að hver og einn læri aðeins hluta þess sem nú er kennt til sveinsprófs. Þá verða til fagmenn sem eru sérhæfðir á þrengra sviði og hætt er við að það dragi úr sveigjanleika og aðlögunarhæfni á vinnumarkaði, auk þess sem mjög þröng sérhæfing hentar e.t.v. enn verr í fámennu samfélagi en hjá fjölmennari þjóðum. Okkur þykir sennilegt að gagnlegra sé að breikka sumar námsleiðir, þannig að þær leiði til víðtækari starfsréttinda, heldur en að þrengja þær. 

Við þetta má bæta að hluti af starfsþjálfun iðnnema er vinna sem krefst þess að þeir fylgi öryggisreglum og taki á sig skyldur sem má efast um að henti börnum. Svipað á raunar við um fleira starfsnám í framhaldsskólum, eins og t.d. nám sjúkraliða. 

Þessar þrjár ástæður eru nátengdar enda snúast þær allar um þörf fyrir meiri menntun. Sú fyrsta snýst um þörf á aukinni almennri menntun og hinar um þörf á meiri fagmenntun í ýmsum greinum eftir því sem þær þróast og nýta flóknari tækni. 

Í ljósi þessa þykir okkur tímabært að skoða hvort sumt af því starfs- og iðnnámi sem nú er á framhaldsskólastigi ætti að vera skilgreint og skipulagt sem nám eftir framhaldsskólapróf eða stúdentspróf. 

Höfundar starfa við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
1

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
2

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Frelsi til að vita
3

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
4

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
5

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
6

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist
7

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Stuð í Feneyjum
3

Stuð í Feneyjum

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi
4

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
5

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
6

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

Ásgerður Jóna segir umferðartafir stríða gegn stjórnarskrá

·
Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·