Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
4
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
5
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
6
Fréttir
3
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
7
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
United SiliconEigendur kísilversins neita að gera sérkjarasamninga við væntanlega starfsmenn þess.
Nú stendur í forsíðufrétt Víkurfrétta að eigandi United Silicon, Magnús Garðarsson, ætli sér ekki að gera sérkjarasamninga við starfsfólk sitt. Þetta gerir hann svo hægt sé að keyra verksmiðjuna áfram á láglaunastefnu sem aðeins erlendir verkamenn sætta sig við. Það var nú meiri atvinnuuppbyggingin þar. Nánast allir bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar studdu byggingu kísilversins sem virðist bara vera til þess fallin að færa fé í vasa eigandans, Magnúsar Garðarssonar.
Eigandi United SiliconLögreglumaður í Danmörku ásamt Magnúsi Garðarssyni, stærsta eiganda United Silicon í Helguvík.
Hver ætlar að bera ábyrgð?
Nú spyr ég. Hvernig ætla menn að bera ábyrgð á þessu? Kísilverið, fyrir utan innantóm loforð um hálaunastörf og gríðarlega þekkingu og námsmöguleika í Keili samtengda þessari verksmiðju, er ein mesta sjónmengun á Suðurnesjum frá því hér var byggt ból. Sama hvar þú ert í Reykjanesbæ þá gnæfir þetta yfir bæjarfélaginu og minnir okkur á þegar menn ætluðu sér að græja skuldir sveitarfélagsins með skjótfengnum gróða og uppbyggingu stóriðju í bakgarði sveitarfélagsins. Álverið á ekki roð í þessa sjónmengun kísilversins. Þessi verksmiðja og hinar verksmiðjurnar koma til með að standa sem minnisvarði um það þegar kjörnir bæjarfulltrúar hlustuðu ekki á kröfur íbúa. Virtu þær að vettugi og skelltu fram sýndarkönnun á netinu í formi íbúakosningu sem þó skiptu engu máli þegar öllu var á botninn hvolft.
„Nú á að setja mæla upp í hverju einasta húsi á Suðurnesjum svo peningakallarnir fái nú örugglega sitt og að rukkað sé fyrir hvern einasta dropa.“
Á örfáum árum hefur öllum innviðum sveitarfélagsins verið rústað og ekki bara það heldur er búið að selja frá okkur nánast allar þær eignir sem voru einhvers virði. Hitaveitunni hefur verið skipt í tvennt og HS Orka er farin. Það eina sem situr eftir eru 50% í HS Veitum, fyrirtækinu sem tryggir okkur kalt og heitt vatn. Fyrirtæki sem tryggir okkur rafmagn. Í stuttu máli þá er þetta fyrirtækið sem sér okkur fyrir þeim hlutum sem við þurfum á að halda til þess að lifa af sem samfélag. Samt er búið að selja eignarhaldsfélagi rúman 34% hlut í fyrirtækinu. Eignarhaldsfélagi sem vill sjá fjárfestingu sína gefa af sér arð. Hvað þýðir það? Jú. Neysluvatnið okkar, heita vatnið okkar og rafmagnið kemur til með að hækka smám saman næstu ár og áratugi sem endar með því að við Suðurnesjamenn komum til með að greiða hæsta verð fyrir þessa nauðsynjahluti. Þessi þróun er nú þegar byrjuð. Nú á að setja mæla upp í hverju einasta húsi á Suðurnesjum svo peningakallarnir fái nú örugglega sitt og að rukkað sé fyrir hvern einasta dropa.
Hvar eru þessir fjármálasnillingar sem áttu hlut að þessum gjörningum og komu fram í fjölmiðlum og greindu okkur frá því að þetta væri bæjarbúum fyrir bestu? Hvar eru bæjarfulltrúarnir sem sögðu að „þverpólitísk samstaða“ væri um þessa uppbyggingu? Hvar eru lofgreinarnar í Víkurfréttum núna?
Lofsungu verkefnin og lofuðu hálaunastörfum
„Við sjálfstæðismenn létum ekki erfiða fjárhagsstöðu hafnarinnar eða seinkun á greiðslum vegna óvæntra tafa hindra þá möguleika að hér gæti risið öflug atvinnustarfsemi með vel launuð störf. Við náðum loks að brjótast í gegnum öldurót andstöðu og vonbrigða yfir á lygnari sjó og loks meðbyrs þessara verkefna. Úrtöluraddir og háð, sem náðu því miður eyrum of margra, eru nú hjóm eitt en eiga samt sem áður að vera okkur umhugsunarefni. Ég mun sannarlega standa stoltur yfir því að loksins eru slík tímamót atvinnuverkefna að sigla inn í hafnarmynnið,“ sagði Árni Sigfússon fyrrum bæjarstjóri þegar skrifað var undir samninga við Magnús, eiganda United Silicon. Ertu ennþá stoltur Árni?
„Bæði þessi fyrirtæki sýna áhuga á að tengja menntun og þjálfun væntanlegra 260 starfsmanna við heimafyrirtæki. Menntamiðstöðin okkar, Keilir, hefur þegar hafið undirbúning að slíku samstarfi, enda stofnuðum við Keili til að vera tengingu vísinda, fræða og atvinnulífs á svæðinu. Þá er mér kunnugt um að United Silicon er þegar að leggja mikið fé til stuðnings félagastarfsemi, sem oft hefur verið af skornum skammti frá mörgum stærstu fyrirtækjunum hér á svæðinu.“ þetta er að verða efni í góða úttekt - er Keilir að undirbúa menntun og þjálfun erlendra verkamanna í kísilverinu sem verða á skítalaunum? Þetta sagði Árni líka. Skrifaði þetta allt sjálfur í Víkurfréttir 27. febrúar í fyrra. Hvar eru lofgreinarnar núna Árni?
„Við þurfum betur launuð störf – ekki láglaunastörf. Barátta okkar fyrir betur launuðum störfum heldur því áfram. Uppbygging hundruða starfa í Helguvík þar sem meðallaun verkafólks eru nær 600 þúsund kr. er enn áhersluverkefni okkar sjálfstæðismanna,“ sögðu Sjálfstæðismenn í Víkurfréttum þegar þeir mótmæltu framkvæmdahópnum sem stóð fyrir íbúakosningunni. Úps.
Þverpólitíska samstaðan algjör brandari
„Gunnar Þórarinsson, sem situr í meirihluta í bæjarráði Reykjanesbæjar fyrir Á-listann, segir að þverpólitísk samstaða sé um málið í bæjarstjórn. Ef nægilega margar undirskriftir safnast og íbúakosning verður haldin þar sem meirihlutinn er andvígur kísilverinu mun það litlu breyta, sagði Gunnar í fréttum Stöðvar tvö 31. maí 2015,“ sagði svo einn oddvita núveranda meirihluta í sjónvarpsviðtali, meirihluta sem kaus að hlusta ekki á óánægjuraddir íbúa í Reykjanesbæ. Gunnar er enn í meirihluta. Kvittaði undir alla vitleysuna á sínum tíma en þykist nú ætla að bjarga öllu með nýjum meirihluta. Meiri brandarinn.
Þverpólitísk samstaða? Það vita það allir sem hafa kynnt sér málin að þetta er ein aumasta bæjarstjórn í manna minnum einfaldlega vegna þess að hún er samofin þeirri síðustu sem keyrði hér allt í þrot. Þetta er allt gott fólk, ekki misskilja mig. En það er bara staðreynd að það þorir enginn að rugga bátnum af ótta við að upp úr slitni í þessu meirihlutasamstarfi. Ég hálf vorkenni bæjarfulltrúunum okkar því allir virðast hlekkjaðir saman og enginn þorir að rísa upp og gagnrýna það sem miður fór. „Verum jákvæð og horfum til framtíðar, hættum alltaf að líta tilbaka“ eru þau rök sem notuð eru gegn því að þessar hamfarir eru ræddar. Þetta er góð taktík. Þannig er hægt að láta mig og fleiri líta út sem einhverja neikvæða niðurrifsseggi sem best væri bara að flyttu úr bæjarfélaginu.
Dyrabjallan á sjúkrahúsinu
Því miður er allt of langt þangað til þessir bæjarfulltrúar þurfa að endurnýja umboð sitt hjá íbúum Reykjanesbæjar. Við erum nefnilega svo fljót að gleyma.
Hver verða næstu loforð í næstu kosningum? Að fjölga starfsmönnum slökkviliðsins hér í bæ svo hægt sé að slökkva í þessari rjúkandi brunarúst sem þetta bæjarfélag okkar er orðið? Það þorir enginn að gagnrýna neitt því sá háttur er hafður á í Reykjanesbæ að viðkomandi er einfaldlega settur út í kuldann, hrakinn úr bæjarfélaginu og menn keppast um að skrifa níðgreinar um hann í fjölmiðla. Þetta er bara staðreynd. „Guð minn góður hvað Atli Már er neikvæður alltaf. Afhverju er hann er ekki bjartsýnn eins og við og horfir til framtíðar?“
Á sama tíma virðist allt þetta góða sem eftir er í bæjarfélaginu vera að deyja hægt og bítandi. Þegar maður þarf að hringja dyrabjöllu á sjúkrahúsinu okkar til þess að komast inn um helgar því það fær ekkert fjármagn til þess að reka sig almennilega þá erum við komin á hættubraut. Við erum reyndar fyrir löngu komin inn á hana og búin að velta mörgum sinnum. Skurðstofan safnar meira ryki en sófi í gömlu keiluhöllinni á varnarliðssvæðinu.
Gjaldþrot, kennitöluflakk og hækkandi húsaleiga
Hvað varð um uppbygginguna á Ásbrú? Afhverju þorir enginn að segja neitt? Þetta mikla háskólasamfélag sem þarna átti að byggja upp er orðið svo stéttaskipt að það er ekki einu sinni fyndið. Þessar íbúðir sem þarna eru áttu aldrei að fara inn á almennan leigumarkað en að sjálfsögðu er græðgin aldrei langt undan. Þarna búa nú námsmenn við hækkandi húsaleigu á milli ára í bland við láglaunaverkamenn frá útlöndum sem stórfyrirtæki svína á í húsaleigu eins og enginn sé morgundagurinn. Þarna fá öll stórfyrirtækin skjól fyrir láglaunaverkamennina. Ætli erlendu starfsmenn kísilveranna komi ekki til með að búa þarna? Það kæmi mér ekkert á óvart. Svo ekki sé nú minnst á „business“ menn úr bæjarfélaginu sem hafa farið í milljarðaþrot en fá samt að kaupa þarna fjölbýlishús með það fyrir augum að leigja til fyrirtækja sem sérhæfa sig í starfsmannaleigurekstri. Rekstri sem hvergi í heiminum er með gott orðspor - eflaust svipað orðspor og þeir sem nú kaupa fjölmargar eignir í bæjarfélaginu á brunaútsölu.
Hvað með Thorsil? Hitt kraftaverkið sem átti að bjarga öllu? Hin sjónmengunin sem kemur til með að spúa eiturefnum í allar áttir í Helguvík? Þeir hafa ekki einu sinni lokið fjármögnun verkefnisins? Afhverju gengur svona illa að fjármagna kraftaverkið?
...og nú nýjustu fréttirnar. Tjarnarverk sem keypti hundruði íbúða af Íbúðalánasjóði hér í Reykjanesbæ er að færa allar eignirnar í annað félag, félag sem nokkrum sinnum hefur skipt um kennitölu. Nú hafa allir þessir hundruð leigutaka fengið til sín senda nýja leigusamninga. Þetta er í gangi núna. Núna er verið að skipta um kennitölu og núna er verið að biðja fólk um að skrifa undir við nýja félagið. Það þykir mjög líklegt að Tjarnaverk fari í þrot á næstu mánuðum. Áfram heldur vitleysan. Leigumarkaður hér er af skornum skammti út af fasteignafélögum eins og Tjarnarverk sem keyptu íbúðir og keyrðu upp húsaleigu. Þeir virðast keyra reksturinn áfram á loftinu einu saman.
Borga ekki útsvar í Reykjanesbæ
En álverið? Menn hafa ekki einu sinni tryggt því raforku. Hvaða endemisrugl er alltaf í gangi hérna fyrir sunnan? Ekki má svo gleyma starfsfólki Reykjanesbæjar þar sem einhverjir toppar búa í öðru bæjarfélagi og borga því ekki einu sinni útsvar hér - takk fyrir að taka þátt í uppbyggingunni!
Það eina sem virðist gangfært þarna í Helguvík er skítadreifari sem sér til þess að stór hluti bæjarbúa fær ekki einu sinni að njóta góðviðrisdaga fyrir óþef. En nei. Óþefurinn er í lagi því verksmiðjan, líkt og önnur stóriðja í landinu, fær að vakta sig sjálf og senda sínar eigin tölur til Umhverfisstofnunar. Verksmiðja sem græðir peninga fyrir örfáa kvótakónga sem sýnt hafa það og sannað að þeir hugsa aðeins um rassgatið á sjálfum sér en fela það undir því yfirskini að hér sé verið að búa til gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Ég er bara frekar til í að njóta þess að búa í bænum mínum. Það má búa til gjaldeyri og skítalykt annars staðar.
Hvernig ætla menn að axla ábyrgð á þessari vitleysu? Halda áfram að þiggja laun bæjarbúa og halda vitleysunni áfram? Það er bara ekki endalaust hægt að þegja og láta sig fljóta með straumnum þegar straumurinn liggur fram að bjargi þar sem enginn lifir af.
STOPP! Þetta er komið gott
Við ættum að einbeita okkur að því að hlúa að menntakerfinu okkar hér í bæ, greiða götu sprotafyrirtækja og frumkvöðla sem ekki standa í verksmiðjurekstri með tilheyrandi hamförum, standa almennilega við bakið á íþróttafélögunum okkar og tryggja það að innviðir Reykjanesbæjar verði ekki seldir til auðjöfra sem hugsa aðeins um gróða og ekkert annað. Ég vona svo innilega að við komum til með að muna eftir þessu rugli öllu þegar við kjósum næst.
Við höfum alla burði til þess sem samfélag að segja STOPP og rísa upp úr öskunni en það verður samt erfitt á meðan bæjarfulltrúar standa í kringum okkur með kveikjarabensín og eldspýtur.
En hey. Þangað til getum við glaðst yfir því að eiga breskan símaklefa, Eifell-turn frá Kína og flott hringtorg. Það er lítið eftir af öðrum eigum í bæjarfélaginu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
4
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
5
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
6
Fréttir
3
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
7
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Mest deilt
1
ÚttektEin í heiminum
2
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
4
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
5
ViðtalEin í heiminum
6
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að einhverft fólk sé frá blautu barnsbeini gaslýst daglega því að stöðugt sé efast um upplifun þess. Það leiði af sér flóknar andlegar og líkamlegar áskoranir en stuðningur við fullorðið einhverft fólk sé nánast enginn. „Við erum huldufólkið í kerfinu,“ segir Guðlaug sem glímir nú við einhverfukulnun í annað sinn á nokkrum árum.
6
ViðtalEin í heiminum
2
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
Páll Ármann Pálsson var greindur einhverfur þegar hann var á fertugsaldri og segir að sorgin yfir því að hafa verið einhverfur hálfa ævina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi verið þyrnum stráð. Hann ætlar að eiga góðan ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki.
7
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
2
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
3
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
4
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
5
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
6
Fréttir
1
Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
Meirihluti þeirra sem deila sviði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á ráðstefnu í Svíþjóð hafa starfað með hægriöfgasamtökum, sumir í flokki sem vill senda milljón innflytjendur úr landi. Forsætisráðherrann fyrrverandi svarar ekki spurningum.
7
Fréttir
3
Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka
Innan við þriðjungur fyrirtækja greiðir tekjuskatt, helmingur greiðir ekki laun og litlu færri greiða hvorki tryggingagjald né tekjuskatt. Á sama tíma og hlutafélögum fjölgar skila þau minni tekjum í ríkissjóð. Þetta er niðurstaða meistararannsóknar Sigurðar Jenssonar, sem starfað hefur við skatteftirlit í áraraðir. Vísbendingar eru um að hlutafélagaformið sé ofnotað, að menn séu að koma fyrir eignum sem alla jafna ættu að vera á þeirra persónulegu skattframtölum, í því skyni að spara sér skattgreiðslur.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
6
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
7
Fréttir
10
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason veltir fyrir sér hvort þolinmæði starfsfólks Morgunblaðsins fyrir ritstjórnarpistlum sem afneita loftslagsbreytingum sé takmarkalaus.
Nýtt á Stundinni
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
1
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
2
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
ReynslaDagbók flóttakonu
Tania Korolenko
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko er ein þeirra hundruða Úkraínumanna sem fengið hafa skjól á Íslandi vegna innrásar Rússa. Hún hefur haldið dagbók um komu sína hingað til lands og lífið í nýju landi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fá að fylgjast með.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir