Mest lesið

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
7

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
8

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Illugi Jökulsson

Hvað er í þýska skipinu á hafsbotni?

Illugi Jökulsson skoðar hvað vitað er um þýska flutningaskipið Minden sem sökk suður af landinu í stríðsbyrjun. Norskt björgunarskip hefur nú verið fært til hafnar eftir að hafa verið að snudda yfir flaki Mindens í leyfisleysi.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson skoðar hvað vitað er um þýska flutningaskipið Minden sem sökk suður af landinu í stríðsbyrjun. Norskt björgunarskip hefur nú verið fært til hafnar eftir að hafa verið að snudda yfir flaki Mindens í leyfisleysi.

Hvað er í þýska skipinu á hafsbotni?
Seabed Constructor Þetta skip þjónustar olíuborpalla og er leigt út til ýmissa annarra verkefna. 

Í fréttum hefur verið greint frá því að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hafi verið fært til hafnar vegna þess að grunur leiki á að skipið hafi skort leyfi til rannsóknar á flaki þýsks flutningaskips sem hvíli á hafsbotni í íslenskri efnahagslögsögu.

Svo virðist sem breskir aðilar, sem eru með Seabed Constructor á leigu, hafi verið að laumast til að hnusa af flakinu sem geymi verðmætan farm, segja fréttirnar.

Og verðmætur má sá farmur vera, því væntanlega kostar stórfé að leigja skip eins og Seabed Constructor.

Um er að ræða Minden, 4.300 tonna flutningaskip sem smíðað var 1921. Árið 1939 var skipið í eigu þýska útgerðarfélagsins Norddeutscher Lloyd, öðru nafni Bremen Line, og var í siglingum um heimshöfin með margvíslegan varning.

Seint í júlí 1939 lagði skipið upp frá Buenos Aires í Argentínu og átti að halda til Durban í Suður-Afríku. Þar átti að umskipa farminum, sem svo átti að halda áfram til Hong Kong eða Shanghai.

Mér hefur ekki tekist að komast að því hver farmurinn var, annar en mikið af harðviðarkvoðu, sem notuð er til sútunar. Sú kvoða er vissulega dýrmæt og til margra hluta nytsamleg, til dæmis í hernaði árið 1939, en það er þó varla hugsun þeirra sem leigja Seabed Constructor að kosta miklum fjármunum til svo nálgast megi tæplega 80 ára gamla tjáviðarkvoðu á hafsbotni.

Eitthvað annað hlýtur því að hafa verið um borð sem vekur áhuga Bretanna, en ekki er auðfinnanlegt á netinu hvað það gæti verið.

Nema hvað, um það leyti sem Minden var komið áleiðis til Suður-Afríku hafði Hitler tekið ákvörðun um að gera innrás í Pólland. Þýsk flotayfirvöld skipuðu þá öllum þýskum kaupskipum sem voru á hafi úti að stefna heim þegar í stað, eða leita í hlutlausa höfn.

Þýsk flutningaskip sem þessi skipun átti við voru þá um það bil 175 talsins og þar á meðal var Minden.

Skipið sneri þegar í stað við og sigldi aftur til Suður-Ameríku til að undirbúa siglingu heim til Þýskalands. Skipið kom fyrst til Santos, hafnarborgar Sao Paolo í Brasilíu, en hafði svo viðdvöl í Rio de Janeiro áður en lagt í siglinguna löngu heim til Þýskalands um miðjan ágúst 1939.

Hálfum mánuði síðar skall heimsstyrjöldin síðari á þegar Þjóðverjar réðust á Pólland og Bretar og Frakkar settu þegar í stað hafnbann á Þýskaland og sendu herskip sín út á haf að loka öllum sjóleiðum bæði til og frá Þýskalandi.

Mindensökk þar sem rauða merkið á kortinu er.

Önnur heimild segir raunar að Minden hafi ekki lagt af stað frá Rio fyrr en 6. september.

Hvað sem því líður: 24. september var Minden komið að „hliðinu“ milli Íslands og Færeyja. Einmitt þar var gæsla Breta öflugust og beitiskipið Calypso kom nú askvaðandi og heimtaði að áhöfn Mindens gæfist upp og léti skip sitt í hendur Breta.

Það hafði hins vegar fylgt fyrirskipunum þýska flotans til kaupskipa sinna að ef hætta væri á að skipin féllu í hendur Breta áður en þau kæmust til hafnar í Þýskalandi, þá bæri þýskum áhöfnum að sökkva skipum sínum.

Og það gerði nú áhöfn Mindens svikalaust og fór svo í björgunarbáta.

Rétt er að taka fram að það er ekki sjálfkrafa merki um að eitthvað stórmerkilegt hafi leynst í farmi Mindens að áhöfnin hafi sökkt skipi sínu svo farmurinn félli ekki í breskar hendur.

Öllum áhöfnum þýsku hafnbannsbrjótanna var skipað að gera slíkt ef Bretar nálguðust og undankomu væri ekki auðið.

Annað breskt beitiskip, Dunedin, var kallað á staðinn af Calypso og bjargaði áhöfn þýska skipsins, líklega um 50-60 manns, sem síðan var í breskum fangabúðum til stríðsloka sex árum síðar.

En Minden seig oná hafsbotn með sinn farm, sem nú virðist eiga að reyna að bjarga.

Töluvert stapp varð reyndar út af tryggingum þess farms, því tryggingafélag skipsins vildi ekki sætta sig við að þurfa að borga glataðan farminn. Ekki hirði ég um að rekja það þref allt, en áhugasamir geta kynnt sér málið í bókinni War, Terror and Carriage by Sea eftir Keith Michel, sem út kom 2004.

HMS Calypsostöðvaði för Mindens heims til Þýskalands.

En svo er að sjá hvað kemur úr kafinu.

Raunar má giska á að hvað svo sem það er, sem Bretarnir vilja bjarga, þá sé það ekki endilega hinn reglulegi farmur skipsins, heldur máske eitthvað sem sett var um borð meðan staðið var við í Santos eða Rio de Janeiro - áður en lagt var af stað í siglinguna norður Atlantshafið og til Þýskalands.

Kannski voru það einhver mikil verðmæti sem Þjóðverji, búsettur í Brasilíu, vildi flytja heim úr því nú var stríð að brjótast út. Demantar, gull eða silfur.

En hvernig stendur þá á því að engar flugufregnir um slík verðmæti hafa komist á kreik þau 78 ár sem liðin eru síðan Minden sökk?

Það er spurning sem gaman verður að fá svör við.

Af bresku beitiskipunum, örlagavöldum Mindens, er það að segja að Calypso var 22ja ára gamalt skip úr fyrri heimsstyrjöldinni, 4.000 tonn og með 350 manna áhöfn. Skipið er frægast í breskri sögur fyrir að hafa verið sent árið 1922 til að bjarga Andrési bróður Grikkjakonungs sem var að hrekjast úr landi eftir herforingjar tóku völdin í landinu við Eyjahafið.

Átján mánaða sonur Andrésar var þá borinn um borð í Calypso í vöggu sinni og fluttur til Frakklands, þar sem hann ólst síðan upp að mestu. Hann heitir Filippus og var nú eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar. Sögu Calypso lauk 12. júní 1940 þegar ítalskur kafbátur sökkti skipinu suður af Krít í Miðjarðarhafinu. Rétt rúmlega 300 lifðu af úr áhöfninni.

Dunedin var svipað skip en ívið yngra, ögn stærra og með 480 manna áhöfn. Skipið var mjög á þönum við að elta upp þýsk kaupskip fyrstu stríðsárin, og síðar frönsk skip sem vildu hlýða Vichy-stjórninni svokölluðu eftir að Frakkar gáfust upp í stríðinu 1940 og Vichy-stjórnin varð leppstjórn þýska hernámsliðsins í Frakklandi.

Alls náði Dunedin þremur þýskum skipum og þrem frönskum. Í nóvember 1941 varð skipið hins vegar fyrir tundurskeyti frá þýskum kafbáti miðja vegu milli Suður-Ameríku og Afríku. Af áhöfninni lifðu aðeins 67.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum
7

„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ sat fund með namibísku mútuþegunum

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
8

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Nýtt á Stundinni

Kveikur – hvað svo?

Guðmundur Hörður

Kveikur – hvað svo?

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Samherji í gráum skugga

Indriði Þorláksson

Samherji í gráum skugga

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Hér þarf engar mútur

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Öðrum til viðvörunar

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Öðrum til viðvörunar

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa