Glatkistan

„Hungrar í að fæðast til að deyja úr hungri“

Illugi Jökulsson fann í gömlum Neista ljóð eftir Leonel Rugama sem Tómas R. Einarsson* þýddi á sínum tíma.

Árið 1970 var 21s Nikaragva-maður drepinn í skotbardaga við hersveitir Antonio Somoza forseta landsins. Somoza var hinn versti kúgari og arðræningi sem stýrði landinu undir verndarvæng Bandaríkjamanna en í óþökk alþýðufólks. 

Ungi maðurinn hét Leonel Rugama og tilheyrði uppreisnarsveitum sem kenndar voru við uppreisnarforingjann Sandino sem yfirvöld höfðu drepið 1934.

Rugama var ekki aðeins uppreisnarmaður heldur líka skáld. Hann orti ljóð sem varð frægt í kjölfar dauða hans.

Árið 1982 stóð yfir barátta alþýðunnar í El Salvador gegn spilltum og grimmum yfirvöldum þar í landi sem stýrðu í skjóli Bandaríkjamanna, líkt og Somoza-stjórnin hafði gert, en henni hafði verið steypt af Sandinistum árið 1979. 

Þann 5. febrúar 1982 var haldinn útifundur við bandaríska sendiráðið í Reykjavík til að mótmæla framferði Bandaríkjanna í El Salvador og meðal þeirra sem þar héldu ávörp var Tómas R. Einarsson tónlistarmaður og þýðandi. Hann flutti þar ljóðið hans Rugama, vafalaust í eigin þýðingu.

Ég rakst á það í Neista, málgagni Fylkingarinnar sem var fámenn en fyrirferðarmikil byltingarhreyfing kommúnista á Íslandi um þær mundir. Í ræðu Tómasar eru rakin hræðileg dæmi um pyntingar stjórnarinnar á andstæðingum sínum og stuðningur Bandaríkjanna fordæmdur harðlega, sem og stuðningur hins íslenska Sjálfstæðisflokks við stjórnvöld Bandaríkjanna. Sjá hér.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Fréttir

Þrýsti á fjölmiðlaeiganda vegna umfjöllunar um Vafningsmálið en segist aldrei hafa reynt að stöðva fréttaflutning

Pistill

Áfengi er frábært!

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Sýslumaður kvartar undan „ótæpilegri“ umræðu um starfsmenn embættisins

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Afhjúpun

Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Blogg

„Getur ekki einhver þaggað niðri í Stundinni?“