Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Glaðst yfir hremmingum Evrópu

Niðurskurður án umbóta í landi þar sem áhrifaaðilar njóta skattleysis

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Niðurskurður án umbóta í landi þar sem áhrifaaðilar njóta skattleysis

Glaðst yfir hremmingum Evrópu
Merkel gegn Tsipras Þýski kanslarinn Angela Merkel ræðir við Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Á milli þeirra stendur Francois Hollande Frakklandsforseti.  Mynd: Afp

Það ríkir mikil Þórðargleði meðal andstæðinga Evrunnar og ESB hér á landi vegna þeirra hremminga sem Grikkir eru (og hafa verið) að ganga í gegnum. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða gamla kommúnista eða helstu frjálshyggjupostula landsins, hatur þeirra á ESB og Evrunni sameinar þá og birtist þetta meðal annars vel á síðum hins „kvótafjármagnaða“ Morgunblaðs, þar sem ESB-hatrið drýpur eins og smjör af strái.

Hversvegna er staða Grikklands núna eins og hún er? Þetta er risaspurning og alls ekki hægt að svara henni í stuttri grein. En í samtali við Dagens Nyheter sagði Jan Häggström, aðalhagfræðingur sænska Handelsbanken að nánast ekkert hefði gerst í Grikklandi varðandi umbætur síðan 2010.

Sérstaklega á sviði umbóta varðandi skattheimtu, þar sem skipaiðnaðurinn, ein helsta atvinnugrein landsins, er undanþegin sköttum! Sem og fjölmiðlar, sem eru í eigu svokallaðra „olígarka“ sem eru helstu auðkýfingar landsins. Þeir vilja ekki borga skatta og komast upp með það enn sem komið er.

Skattheimta vandamál

Skattheimta er alveg sér kapítuli í Grikklandi og virðist vera landlæg andstaða við það að borga skatta. Það gengur hinsvegar ekki upp að borga ekki skatta, sérstaklega ef þjóðir ætla að vera með einhverja sameiginlega þjónustu á borð við heilsugæslu og menntun. Sumir vilja reyndar rekja andstöðu Grikkja við að borga skatta allt aftur til yfirráða Ottóman-veldis Tyrkja yfir Grikkjum. Það hafi þá orðið að einskonar „þjóðaríþrótt“ að borga ekki skatta (til Tyrkja). Það er líka þekkt staðreynd að „svarta hagkerfið“ í Grikklandi er með þeim stærri í Evrópu (um 25%) og að vissar stéttir stunda skipulögð skattaundanskot, til dæmis læknar, lögfræðingar og ýmsar aðrar sérfræðingastéttir.

Í frétt á BBC kemur fram að gríska ríkið hafi á undanförnum árum farið á mis við um 30 milljarða evra á ári vegna skattaundanskota. Það eru um 4.500 milljarðar íslenskra króna á ári. Í sömu frétt kemur fram að Grikkir standa sig einna verst í Evrópu að innheimta virðisaukaskatt og að á mörgum sviðum séu til dæmis ekki hreinlega til tölur um hagkerfið. Þetta er meðal annars eitt af því sem til stendur að aðstoða Grikki við. Í nýjustu áætlun Grikkja fá þeir til dæmis aðstoð frá OECD og almennt hefur þeim staðið til boða aðstoð færustu sérfræðinga.

Landlæg spilling

Annað sem gengið hefur mjög illa að vinna á er spilling. Samtökin Transparency International gerðu könnun meðal Grikkja árið 2013 þar sem kom fram að um 90% þeirra töldu stjórnmálamenn landsins spillta og allt að helmingur þeirra taldi aðgerðir stjórnvalda gegn spillingu gagnlitlar. Talið er að spilling kosti gríska hagkerfið milljarða evra á hverju ári. Einn angi þessarar spillingar var til dæmis eftirlaunakerfið, þar sem eftirlaunaréttindi færðust frá látnum einstaklingi til ættingja hans eða maka.

Hvað myndi gerast ef Grikkir tækju upp drökmuna og myndu þar af leiðandi fara út úr evrusvæðinu og jafnvel ESB? Í fyrsta lagi myndu skuldir Grikkja margfaldast, nema ef þeir færu „íslensku leiðina“ og gæfu kröfuhöfum löngutöngina! Í kjölfarið myndu væntanlega fylgja málaferli og annað slíkt í fjölda ára. Enginn veit hverjar skuldir landsins yrðu við „nýjan“ gjaldmiðil. Áframhaldandi pólitískur órói myndi væntanlega einnig fylgja þessu. Færi Grikkland úr ESB væri heldur ekki hægt að útiloka að herinn tæki aftur völdin, þó líkurnar séu kannski ekki mjög miklar. Við verðum að muna að það er ekki lengra en rúmlega 40 ár frá því að herforingjastjórn stjórnaði Grikklandi. Það vilja menn væntanlega ekki aftur.

Væru Grikkir einir síns liðs og utan ESB væru þeir sennilega ekki í fréttum. Íbúar landsins eru aðeins um 12 milljónir og eru því aðeins lítið brot af heildaríbúafjölda ESB, sem er um 500 milljónir. Grískur efnahagur skiptir litlu máli í evrópsku samhengi, hvað þá á heimsvísu. Fyrirferð vandamála Grikkja er hlutfallslega miklu meiri en ella, vegna veru þeirra í ESB. En að sjálfsögðu skiptir hann mjög miklu máli fyrir Grikki og það er aðalatriðið. 

Hinsvegar, af því að Grikkir eru í ESB og af því að þeir vilja vera þar áfram, eru vandamál þeirra einnig vandamál Evrópu. Reynt er að taka sameiginlega á þessum vandamálum en kjósi Grikkir að fara sína eigin leið, getur enginn bannað þeim það.

Þessi 12 milljóna þjóð, sem fæddi af sér mestu heimspekinga sögunnar, lýðræðið og allt hvaðeina þarf nú virkilega að sanna sig í augum margra, ekki bara Þjóðverja. Frændur okkar Finnar eru til dæmis ein þeirra þjóða sem vilja ekki ganga lengra í aðstoð við Grikki. Sjálfir fengu Finnar sitt hrun upp úr 1990, þegar gamla Sovétið féll saman. Þeir vita því hvað kreppa er. En það er ekki hægt að halda áfram endalaust. Einhversstaðar verður að segja stopp.

Höfundur er stjórnmálafræðingur

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·