Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Er Sigmundur Davíð femínisti?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið útnefndur einn fremsti karlfemínisti heims. En hvað hefur hann gert til að verðskulda nafnbótina?

Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur verið útnefndur einn fremsti karlfemínisti heims. En hvað hefur hann gert til að verðskulda nafnbótina?

Er Sigmundur Davíð femínisti?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á dögunum útnefndur einn fremsti karlfemínisti heims af breska dagblaðinu Financial Times. Hann er sagður kyndilberi HeForShe átaks UN Women og þá vakti ræða hans á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði athygli. Þar hvatti hann karlmenn til að taka þátt í umræðunni og talaði meðal annars um mikilvægi kvenna í stjórnmálum. Sigmundur gengst glaður við femínistanafnbótinni „ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti,“ eins og hann orðar það. 

En er Sigmundur Davíð femínisti? Skoðum aðeins hvað forsætisráðherra hefur sagt um kynjajafnrétti:

Í fljótu bragði finn ég þrjár ræður á Alþingi eftir Sigmund Davíð sem beinlínis fjalla um jafnréttismál og voru þær allar fluttar á síðasta þingi. (Til samanburðar þá hefur hann flutt sextíu ræður um skuldamál heimilanna og leiðréttinguna frá því hann tók við sem forsætisráðherra). Aðeins ein var flutt að frumkvæði forsætisráðherra, það er flutningsræða hans um stofnun Jafnréttissjóðs Íslands sem var þingsályktunartillaga samin af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hinar tvær ræðurnar eru svar við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um það hvernig Sigmundur ætli sér að afnema launamun kynjanna fyrir árið 2022, eins og hann hefur lofað. Svar hans var á þá leið að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar allra að bæta kjör allra hópa í samfélaginu og að í tíð ríkisstjórnar hans hafi jöfnuður aukist verulega á Íslandi. 

Ég renndi að gamni yfir bloggsíðu Sigmundar Davíðs því á þeim vettvangi skrifar fólk gjarnan um eigin hugðarefni og áhugamál. (Nýjasta færslan fjallar einmitt um skipulagsmál í miðborginni sem er, eins og flestir vita, eitt helsta áhugamál hans). Frá árinu 2013, þegar Sigmundur Davíð tók við sem forsætisráðherra Íslands, hefur orðið jafnrétti einu sinni komið fyrir og þá sem hluti af einhverri upptalningu á gildum Framsóknarflokksins í ræðu við setningu flokksþings framsóknarmanna: „Jafnrétti, samvinna, velferð, atvinna, lýðræði, persónufrelsi, mannréttindi, valddreifing og samfélagsleg ábyrgð eru gildi sem við höfum í hávegum í grunnstefnu Framsóknarflokksins,“ skrifar hann en útfærir ekki hvernig flokkurinn muni rækta þessi gildi í hans stjórnartíð.  

Sigmundur Davíð stærir sig gjarnan af árangri Íslands í jafnréttismálum á tyllidögum, til dæmis í ávarpi á 17. júní og í áramótaávarpi forsætisráðherra. Hann bendir réttilega á að Ísland sé leiðandi í jafnréttismálum og hafi til að mynda um árabil skipað efsta sætið í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. „Við munum áfram vinna að auknu jafnrétti og jafnræði í íslensku samfélagi en í þeirri vinnu er mikilvægt að minnast þess árangurs sem þegar hefur náðst og láta hann verða hvatningu til að gera enn betur,“ sagði Sigmundur Davíð í síðasta þjóðhátíðarávarpi, án þess að tilgreina með hvaða hætti hann ætli að gera enn betur. Allt í orði, ekkert á borði. 

„Við munum áfram vinna að auknu jafnrétti og jafnræði í íslensku samfélagi.“

Allt í lagi, Sigmundur Davíð hefur ekki tjáð sig efnislega mikið um jafnréttismálin, að minnsta kosti ekki hérlendis. En kannski lætur hann verkin tala? Hvað hefur hann gert til að stuðla að auknu kynjajafnrétti?

Kvenráðherrum fækkaði þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við árið 2013. Úr flokki Sigmundar var einungis ein kona valin til að sinna ráðherramennsku á móti þremur körlum. Konum fjölgaði síðan um eina þegar ráðuneytum var fjölgað og Sigrún Magnúsdóttir tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Konur eru nú fjórar af tíu ráðherrum.   

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni vinna markvisst að því ná raunverulegu jafnrétti fyrir alla. „Ríkisstjórnin mun endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna.“ Hvergi hefur hins vegar verið fjallað um hvaða aðferðir sé þörf á að „endurmeta“ eða með hvaða hætti það verður gert. Þá minntist Sigmundur Davíð ekkert á jafnréttismálin í stefnuræðu sinni á dögunum. 

Eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að hætta við fyrirhugaða lengingu fæðingarorlofs, í hagræðingarskyni. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni, en Sigmundur Davíð var einn þeirra sem sat hjá. Fæðingarorlof karla var risastórt framfaraskref í jafnréttismálum á sínum tíma. Það jafnaði ekki einungis stöðu kynjanna á vinnumarkaði heldur gerði körlum kleift að taka jafnan þátt í uppeldi barna. Á síðustu árum hefur það hins vegar færst í aukana að karlar nýta sér ekki rétt sinn til fæðingarorlofs. Fyrirkomulagið í dag er svokallað 3+3+3 kerfi. Hvort foreldri fær þrjá óframseljanlega mánuði og síðan eru þrír mánuðir sem foreldrar ráðstafa að vild. Í samböndum karls og konu er það yfirleitt konan sem tekur sér sex mánuði í orlof, en karlinn einungis þrjá. Konur eru því gjarnan lengur fjarverandi úr vinnu. Fyrri áætlun miðaði að því að árið 2016 yrði fyrirkomulagið hins vegar orðið 5+5+2, það er hvort foreldri fengi fimm óframseljanlega mánuði og síðan væru tveir mánuðir sem foreldrar gætu ráðstafað að vild. Þetta fyrirkomulag var talið tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. 

„Eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að hætta við fyrirhugaða lengingu fæðingarorlofs, í hagræðingarskyni.“

Nú þegar efnahagsleg staða Íslands er aftur orðin sterk hefur ríkisstjórnin ekki kynnt neinar áætlanir um að auka framlög til fæðingarorlofssjóðs. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum í sjóðinn í fjárlögum næsta árs þrátt fyrir að hann hafi þurft að taka á sig mikinn niðurskurð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá eru ekki uppi nein áform um að lengja fæðingarorlofið. Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og hefur formaður hópsins sagt mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. 

Ríkisstjórn Sigmundar Davíð setti fyrr á árinu lög á verkfall hjúkrunarfræðinga, eina stærstu kvennastétt landsins, en meðal þess sem hjúkrunarfræðingar kröfðust var að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Skoruðu þeir á stjórnvöld að taka með kjarasamningi ákveðið skref í að jafna launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Sigmundur Davíð var ekki tilbúinn til að taka þetta skref og sagði að til greina kæmi að hækka skatta ef launahækkanir myndu ógna efnahagslegum stöðugleika

Svona mætti áfram telja; lítið hefur farið fyrir ráðherranefnd um jafnréttismál í valdatíð Sigmundar Davíðs, og var nú kjörið tilefni til fundarhalda í kjölfar vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi og áskorunar til ríkisstjórnarinnar um að gera betur í málaflokknum, aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali var ekki fylgt nægilega vel eftir, hvorki efnislega né með fjármagni, og þá gerði Kvenréttindafélag Íslands alvarlegar athugasemdir um hvernig styrkjum úr Jafnréttissjóði Ísland verður ráðstafað þar sem þróunarstarf erlendis verður sett í samkeppni við jafnréttismál hér á landi. 

Þannig að nú spyr ég, er Sigmundur Davíð femínisti? Eða er þetta kannski fullkomið dæmi um rof á milli raunveruleika og skynjunar, enn eitt dæmið um karl í valdastöðu sem er stórlega ofmetinn í krafti kyns síns og vílar ekki fyrir sér að fá viðurkenningu fyrir þrotlausa vinnu, baráttu og árangur annarra?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf
7

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Svo fokking andlegur

Símon Vestarr

Svo fokking andlegur

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Hallgrímur Helgason

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Lífsgildin

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Ég safna fullt af drasli

Ég safna fullt af drasli

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Illa hönnuð fátækrahjálp

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Illa hönnuð fátækrahjálp

Leikfélag sem upphefur fjölmenninguna stígur á svið

Leikfélag sem upphefur fjölmenninguna stígur á svið