Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Jóhannes Björn

Blóðsugusaga bankanna

Jóhannes Björn sló í gegn með síðasta pistli um láglaunafólk sem situr á gullnámu. Nú skrifar hann um það hvernig bankakerfið hefur mergsogið íslensku þjóðina.

Jóhannes Björn

Jóhannes Björn sló í gegn með síðasta pistli um láglaunafólk sem situr á gullnámu. Nú skrifar hann um það hvernig bankakerfið hefur mergsogið íslensku þjóðina.

Blóðsugusaga bankanna

Bankakerfið hefur alltaf mergsogið íslensku þjóðina. Hér áður fyrr voru bankarnir að stærstum hluta pólitískar afgreiðslustofnanir, þar sem flokkarnir röðuðu gæðingum sínum í áhrifastöður. Hvort bitlingahjörðin lumaði á menntun, starfsreynslu eða annarri sérþekkingu skipti minnstu máli. Markmiðið var auðvitað að láta fjármagnið renna í sem mestum mæli í pólitíska farvegi — til flokksbræðra og fyrirtækja innvígðra.

Ilmurinn úr kjötkötlunum var sérstaklega sætur á fyrstu áratugum lýðveldisins þegar verðbólgustigið var iðulega hærra heldur en vextir af lánum — og óstjórnin sló öll met á milli 1970 og 1980. Fólk fékk hreinlega borgað fyrir að slá peninga þegar víxlverkanir verðbólgu og launaskriðs lækkuðu raunvirði skuldanna undurhratt. Heilar kynslóðir sáu fasteignaskuldir sínar fjara út og fjárfestingar í fyrirtækjum voru niðurgreiddar.

Á sama tíma og skuldakóngar rökuðu inn peningum töpuðu allir ráðdeildarsamir aðilar sem áttu sparifé á bók.

Bankastjórar höfðu allt að því guðlegt vald til þess að hlaða gulli undir fólk eða senda það út á gaddinn.

Hagkerfi sem niðurgreiðir lán stenst auðvitað ekki. Frekar en að horfa til hagkvæmni eða arðsemi láta menn aðgengi að lánalínum ráða ferðinni. Allt verður að gerast strax — hvort sem um er að ræða kaup á togara, sífellt stærra húsnæði eða þvottavél — því leikurinn snýst um að hala inn raunverulegum verðmætum áður en peningarnir brenna upp á verðbólgubálinu.

Bankarnir blómstruðu og útibú spruttu upp eins og gorkúlur á verðbólguárunum. Í ljósi þess að þessar stofnanir lánuðu stöðugt peninga sem báru neikvæða vexti gæti gróðinn virst mótsagnakenndur — því svona lánastarfsemi hefði vissulega sett alla aðra á hausinn — en bankar lána ekki sömu tegund peninga og aðrir aðilar hagkerfisins.

Bankar nota tvöfalda bókfærslu (fundin upp af Luca Pacioli 1494) með þeirri útfærslu að þeir búa til nýja peninga í hvert skipti er þeir lána. Lykilinn er að í fyrsta skrefi ferilsins eru peningarnir sem bankinn lánar lagðir inn á reikning viðskiptavinarins í bankanum. Nýtt lán sem Jón Jónsson tekur fer í bókhaldið sem eign (Jón skuldar bankanum upphæðina sem er lögð inn á reikning hans) og jafnast út sem skuld (bankinn skuldar Jóni fyrrnefnda upphæð). Þegar Jón endurgreiðir lánið hverfur það úr bókhaldinu og bankinn situr eftir með gróða af vöxtum og gjöldum. 

Þessi töfrabrögð væru óhugsandi ef bankinn lánaði sparifé fólks, eins og oft er haldið fram, því þá þyrfti að lækka innistæðurnar í bókhaldinu til móts við útlánin. Málið er líka einfalt ef við gerum okkur grein fyrir að allar innistæður í bönkum voru í upphafi útlán. Það er engin önnur leið til þess að koma peningum í umferð. Reglur um bindiskyldu og slíkt eiga að koma í veg fyrir að bankarnir misnoti aðstöðu sína til þess að búa til peninga úr lausu lofti, en á miklum verðbólgutímum þarf stöðugt meira peningamagn í umferð og bankarnir eru á grænni grein.

Verðtrygging lána

Árið 1980 gáfust íslenskir pólitíkusar og Seðlabankinn upp á að reyna eðlilega hagstjórn og settu kerfið á sjálfstýringu með verðtryggingu lána. Þessari „tímabundnu“ aðgerð (söluskattur — síðar virðisaukaskattur — var líka „tímabundin“ aðgerð) fylgdi gulrót, verðtryggð laun, sem fljótlega var fjarlægð.
Verðtryggingin er ekki aðeins hræðilegt böl og lélegt hagstjórnartæki sem lætur bankana blóðmjólka fólkið — verðtryggð neytendalán eru klárlega ólögleg.

Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu er bannað að lána fólki með skilmálum sem erfitt eða ómögulegt er að skilja eða reikna út.

Verðtryggð lán flokkast undir afleiðuviðskipti sem hinn almenni neytandi getur aldrei metið á fullnægjandi hátt. Það eitt gerir þau ólögleg samkvæmt samningum Íslands við ESB og vonandi verður þessi augljósa staðreynd viðurkennd af Hæstarétti.

Bankar á silfurfati og eftirleikurinn

Vinavæðing stærstu banka landsins sýndi pólitískan vanþroska þjóðarinnar betur en flest annað — getur nokkur ímyndað sér svipaða sjálftöku í öðru iðnvæddu ríki? — og eftirleikurinn var hroðalegur. Allt var tæmt eða veðsett í botn — bankar, sparisjóðir, tryggingafélög, fiskimiðin, fyrirtæki og gjaldeyrisforði Seðlabankans — og lítið skilaði sér til baka. Það er barnalegt sem sumir halda fram að allir þessir peningar og gjaldeyrir hafi bara gufað upp. Mikið gufaði upp en vissulega liggur góður slatti á leynireikningum í skattaparadís. Vonandi ber okkur gæfa til að kaupa upplýsingar um nokkra slíka.

Einhver hefði haldið að bankakerfi sem rústaði heilu hagkerfi þjóðar fengi að finna til tevatnsins með hertu regluverki og færri tækifærum til þess að svína á fólki. Hið gagnstæða gerðist þó á Íslandi og kerfið byrjaði strax og það reis úr öskunni að mala gull.

Frá ársbyrjun 2009 hefur hreinn gróði Arion banka verið 104 milljarðar kr., Íslandsbanka 124,6 milljarðar og Landsbankans 142 milljarðar. Samanlagður gróði þessarar dómsdagsmaskínu frá hruni er því 370,6 milljarðar kr.!

Þessi sorgarsaga hefði getað endað allt öðruvísi ef bankarnir hefðu ekki fengið lánasöfnin á brunaútsölu og yfirvöld hefðu stöðvað okrið. Þak á hæstu raunvexti meðal iðnvæddra þjóða hefði verið góð byrjun.

Alls konar gjöld sem bankarnir klína á viðskiptavini sína virðast sótt beint í leikhús fáránleikans og þau sýna glöggt að það er engin virk samkeppni á þessum markaði.

Eða sanngjörn neytendalöggjöf og eftirlit með framkvæmd hennar. 

Fólkið sem bankarnir okra á, skattgreiðendur, bjargaði kerfinu með útgáfu þriggja skuldabréfa að andvirði samtals 189,6 milljarða, og þessir sömu skattgreiðendur hafa síðan 2009 borgað af þeim 70,2 milljarða í vexti … og reikningarnir halda áfram að koma inn um lúguna.

Skattgreiðendur sáu gjaldeyrisforða Seðlabankans hverfa og hafa auk þess fengið vaxtareikning upp á 80 milljarða vegna gjaldþrots bankans. Þjóðfélagið lamaðist við hrunið, landflótti brast á, þúsundum heimila var fórnað, einstaklingar buguðust og ótal aðrir hlutir fóru úrskeiðis. Harmleikurinn allur verður seint reiknaður í beinhörðum peningum. En það er einn sérstakur flötur á þessu máli sem er áhugavert að skoða.

Meðvirkur ríkiskassi

Okur bankanna skilar ríkissjóði miklum tekjum. Fyrir utan skatta fær ríkið feikilegar arðgreiðslur. Á þessu ári borgar Landsbankinn ríkinu 24 milljarða arð fyrir gróðann 2014. Ríkissjóður á 13% eignarhlut í Arion og 5% í Íslandsbanka, sem ætti að skila verulegum arðgreiðslum af tugmilljarða gróða þessa tveggja banka.

Þótt það sé mjög þægilegt fyrir ríkið og réttlátt að það hafi tekjur af bankakerfinu, þá er sá hluti teknanna sem á rætur sínar í hreinu okri ekkert annað en óbein skattheimta. Viðskiptavinir bankanna eru að borga ríkinu óbeina skatta og einkaaðilar, aðallega huldumenn í Arion og Íslandsbanka, græða mikið í leiðinni.

Þessi tegund skattheimtu er ákaflega óheppileg því skuldum vafið fólk og fyrirtæki, „bestu“ viðskiptavinir bankanna, eru illa í stakk búin til að bera þennan okurbagga. Þarna er ríkið raunverulega að taka til baka skuldaleiðréttinguna og gott betur. 
 
Jóhannes Björn er meðal annars höfundur bókarinnar Falið vald, þar sem hann greindi íslenskt valdakerfi árið 1979.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
2

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Málaði yfir sárin með gleði
3

Málaði yfir sárin með gleði

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Hefnd Sigmundar
5

Hefnd Sigmundar

Erum við í himnaríki?
6

Ritstjórn

Erum við í himnaríki?

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í vikunni

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
1

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Málaði yfir sárin með gleði
6

Málaði yfir sárin með gleði

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Vill ekki tengja Landsréttarmálið við óeðlileg pólitísk afskipti

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Valdi Ísland sem sinn heimastað um andvökunótt

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Önd, paté og gott meðlæti um jólin

Svo fokking andlegur

Símon Vestarr

Svo fokking andlegur

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Hallgrímur Helgason

„Nú má jökullinn fara fyrir mér"

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Lífsgildin

Hetjuleg hunangsveiði milli heimkynna

Hefnd Sigmundar

Hefnd Sigmundar

Ég safna fullt af drasli

Ég safna fullt af drasli

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Illa hönnuð fátækrahjálp

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Illa hönnuð fátækrahjálp