Pistill

Baráttan um heilbrigðiskerfið er barátta fyrir lýðræði

Peningar hafa áhrif á stjórnmál og þeir geta framkallað stjórnmálalegar ákvarðanir sem leiða af sér að tilgangur heilbrigðiskerfisins færist úr almannaþágu í að skapa fjármagnseigendum arð. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur skrifar um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í ráðherratíð Óttars Proppé.

Heilbrigðisráðherra Í ráðherratíð Óttars Proppé er stefnt áfram að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Af yfirlýsingu landlæknis sem nú má finna á vefsíðu embættisins má ráða að baráttan fyrir opinberu heilbrigðiskerfi hér á Íslandi virðist vera að ná nýjum hæðum. 

Af þessar yfirlýsingu og af umræðunni undanfarnar vikur ætti almenningi nú að vera ljóst að heilbrigðismálin eru alltof mikilvægur málaflokkur til að láta stjórnmálamönnum, læknum og fjármagnseigendur það einum eftir að ákvarða framtíð kerfisins. Almenningur verður að taka til sinna ráða, ef það er raunverulegur vilji meirihluta landsmanna að hér verði heilbrigðiskerfi rekið fyrir fé úr opinberum sjóðum og heilbrigðisþjónusta veitt af hinu opinbera að mestu.

Þá þarf almenningi að vera það ljóst að því meira sem efnameiri einstaklingar og fjármagnseigendur ná að koma ár sinni fyrir borð innan íslenska heilbrigðiskerfisins því stærra og öflugra „lobby“ verður til innan þessa málaflokks. Þessir hópar munu ná sínu fram um aukna einkavæðingu og fjármálavæðingu kerfisins og þannig mun opinbert fé leka í gegnum einkarekstur kerfisins og í vasa fjárfesta. Efnameiri einstaklingar og fjármagnseigendur hafa, hér á landi sem annars staðar, greiðari aðgang að eyrum stjórnmálamanna og ákvarðanir stjórnvalda endursegla í vaxandi mæli vilja þessara hópa og þá á kostnað vilja almennings.

„Þannig mun heilbrigðiskerfið okkar endurspegla í sífellt minna mæli vilja og kröfur almennings“

Þeim mun meiri völd og áhrif sem efnameiri einstaklingar og fjármagnseigendur hafa á mótun heilbrigðiskerfisins, því minna svigrúm hafa kjörnir fulltrúar til að marka stefnu, skipuleggja og forgangsraða heilbrigðismálunum í almannaþágu. Þannig mun heilbrigðiskerfið okkar endurspegla í sífellt minna mæli vilja og kröfur almennings um það hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi á að vera. Og þannig grefur vaxandi einkarekstur og fjármálavæðing kerfisins undan lýðræðinu sjálfu.

Sú leið sem þekkt er til að vernda opinber heilbrigðiskerfi og viðhalda samlegðaráhrifum og framkvæmdagetu opinberrar fjármögnunar í slíkum kerfum er alger aðskilnaður milli einkageirans og opinbera geirans. Alger aðskilnaður þýðir að þá geta læknar sem vinna í einkageira ekki unnið í opinbera geiranum samhliða og fá heldur ekki greitt úr opinberum sjóðum á einkastofum sínum. Þá geta sjúklingar sem leita lækninga í einkageira ekki fengið greitt úr opinberum sjóðum fyrir þá læknisþjónustu, heldur verða þeir að greiða þá þjónustu að fullu úr eigin vasa. Til að slík varðstaða um opinbert heilbrigðiskerfi sé möguleg þarf stefna stjórnvalda að vera skýr og afdráttarlaus, og hin pólitíska forysta trúverðug og staðföst.

Á Íslandi vantar töluvert á að svo sé. Þvert á móti, þá höfum við heilbrigðisráðherra sem er í mikilli klípu milli fjármálaráðherrans og forsætisráðherrans í ríkisstjórninni. Við höfum fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem báðir eiga fjölskyldutengsl við það fyrirtæki sem með skipulögðum hætti hefur verið búið undir það hlutverk í einkavæðingu kerfisins að taka við stórauknum verkefnum frá háskólasjúkrahúsinu og fá greitt fyrir þau verk úr opinberum sjóðum. Þegar búið er að koma upp slíkri getu utan við hið opinbera kerfi er auðveldara að réttlæta einkavæðingarferlið. Þetta er vel þekkt aðferð sem hjálpar stjórnmálamönnum að taka ákvarðanir sem eru almenningi ekki að skapi. 

Af þessum ástæðum þarf almenningur að halda vöku sinni, ef hann vill fá einhverju um það ráðið hvernig heilbrigðiskerfi við höfum á Íslandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Fréttir

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Fréttir

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017