Flækjusagan

Árið 1 eftir Krist: Nærri tveir þriðju mannkyns bjuggu í Asíu

Illugi Jökulsson skoðaði kort yfir mannfjölda í kringum upphaf tímatalsins.

Mannfjöldi árið 1 Skjáskot af myndbandi sem American Musuem of Natural History lét búa til.

Vissulega er mjög erfitt að reikna út mannfjölda langt aftur í tímann. En það má þó reyna og varkárir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að þótt mannkynið hafi verið komið um nálega alla jörðina fyrir um 10.000 árum, þá hafi mannfjöldinn í heild verið innan við ein milljón.

En þá hófst landbúnaðarbyltingin og fólki fór að fjölga verulega. Við upphaf tímatals okkar, það er að segja árið 1 eftir Krist, þá er niðurstaðan sú að mannkynið hafi verið komið upp í 170 milljónir.

En þær milljónir skiptust ansi ójafnt milli heimshluta.

Meðfylgjandi mynd er skjáskot af myndbandi sem American Museum of Natural History lét gera og sýnir þróun íbúafjölda á jörðinni fram á þennan dag.

Endilega kíkið á þetta fróðlega myndband hér að neðan.

Þessi niðurstaða rannsókna á mannfjöldanum um Krists burð er mjög í samræmi við niðurstöðu flestra annarra sem um málið hafa fjallað. 

Af þessum 170 milljónum bjuggu 5 milljónir í Norður-Ameríku, þar af 3 í Mexíkó og Yucatan-skaga.

Aðeins 2 milljónir bjuggu í allri Suður-Ameríku.

Í Evrópu bjuggu 26 milljónir, þar meira en 20 innan landamerkja Rómaveldis.

Í Afríku 14 milljónir, þar 7 í Norður-Afríku og Egiftalandi, þar er að segja innan landamæra Rómar. 2 milljónir bjuggu í Súdan og Eþíópíu en aðeins 5 milljónir annars staðar sunnan Sahara.

Þar er mannkynið þó talið upprunnið.

Fólk bjó í Ástralíu, en samkvæmt þessum rannsóknum náði mannfjöldinn þar ekki einni milljón.

Sem sagt: Í báðum Ameríkum, Evrópu og Afríku bjuggu samtals 47 milljónir manna.

En í Asíu bjuggu 123 milljónir.

Næstum þrisvar sinnum fleiri en í öllum öðrum heimsálfum samanlagt.

Þar af bjuggu 17 milljónir í Miðausturlöndum, frá Tyrklandi að Persíu.

Um það bil 10 milljónir þeirra bjuggu innan vébanda Rómaveldis, svo alls taldi Rómaveldi Ágústusar keisara um 37 milljónir manna.

(Reyndar hafa sumir Rómarspekúlantar talið að mannfjöldinn hafi verið meiri, 50 milljónir og sumir slá á jafnvel enn hærri tölur. En þessar tölur hér virðast óneitanlega sannfærandi.)

Aðeins 3 milljónir bjuggu um Krists burð í Mið-Asíu sem þó var oft mikill örlagavaldur, því þaðan komu margar þjóðir sem herjuðu með góðum árangri á nágranna í austri, suðri og vestri.

Á Indlandi bjuggu 40 milljónir. Næstum jafn margir og í fyrstnefndu heimsálfunum fjórum samtals.

Í Japan bjuggu 3 milljónir, fleiri en í allri Suður-Ameríku.

Í Suðaustur-Asíu og á indónesísku eyjunum bjuggu samtals 4 milljónir.

En í Kína og Mansjúríu þar norður af bjuggu 56 milljónir manna.

Yfirburðir Asíu mega heita næstum ótrúlegir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Fréttir

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Fréttir

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017