Pistill

„Alveg rígneglt“

Athyglisverð túlkun á því sem stendur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

Ætli það sé ekki sanngjörn krafa að forystumenn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins kunni skil á þeim stjórnarsáttmála sem ríkisstjórn þeirra hyggst starfa eftir næstu árin og segi satt og rétt frá þegar þeir kynna efni sáttmálans fyrir almenningi?

Í viðtali við Harmageddon í dag sagði Óttarr Proppé:

„Fyrir þarseinustu kosningar var lofað að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram eða ekki, það varð ekki, hér er það alveg rígneglt í stjórnarsáttmála.“

En í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar stendur:

„Komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“

Las Óttarr ekki örugglega sáttmálann áður en hann skrifaði undir? 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Fréttir

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Fréttir

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017