Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Jóhann Páll Jóhannsson

Ákvörðun Bjarna og hið lygilega samhengi hlutanna

Bjarni Benediktsson ákvað að sitja á skýrslu um umfang skattaskjólseigna fram yfir kosningar þótt hann teldi skýrsluna forsendu þess að hægt væri að taka „alvöru umræðu“ um málefni aflandsfélaga.

Jóhann Páll Jóhannsson

Bjarni Benediktsson ákvað að sitja á skýrslu um umfang skattaskjólseigna fram yfir kosningar þótt hann teldi skýrsluna forsendu þess að hægt væri að taka „alvöru umræðu“ um málefni aflandsfélaga.

Ákvörðun Bjarna og hið lygilega samhengi hlutanna

Tvennt stendur upp úr eftir viðtal Ríkisútvarpsins við verðandi forsætisráðherra í gærkvöldi. 

1. Bjarni sagði að skýrsla starfshópsins um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hefði verið mikilvæg svo hægt væri að eiga upplýsta umræðu um málefni skattaskjóla. Áður var umræðan að mati Bjarna „í miklu myrkri og móðu“ en nú, með birtingu skýrslunnar, er loksins búið að undirbyggja „alvöru umræðu“ og „hægt að taka þessa umræðu á miklu traustari grunni“. 

2. Bjarni viðurkenndi að hafa sjálfur ákveðið að fresta birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar. Það að skýrslunni var stungið ofan í skúffu var ekki slys heldur ákvörðun tekin af formanni eina stjórnmálaflokks í heimi sem státar af því að bæði formaðurinn og varaformaðurinn komu fyrir í Panamaskjölunum.

Bjarni Benediktsson geymdi 40 milljónir í aflandsfélagi á útrásarárunum, leyndi því og gaf skattayfirvöldum rangar upplýsingar um hvar félagið væri skráð. Síðar átti hann beina aðkomu að ákvörðunum um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum sem höfðu meðal annars að geyma upplýsingar um hans eigin aflandsfélag. Ráðuneyti Bjarna setti embættinu skilyrði fyrir kaupunum sem reyndist erfitt að uppfylla og um leið dró ráðherrann upp þá mynd í fjölmiðlum að það væri skattrannsóknarstjóri sjálfur sem tefði málið.

Ofan á þetta bætist það sem nú er staðfest, að Bjarni ákvað að leyna almenning upplýsingum um umfang skattaskjólseigna fram yfir þingkosningar, kosningar sem var beinlínis boðað til vegna harðra viðbragða almennings við afhjúpunum á því hvernig stóreignafólk felur peningana sína á aflandseyjum.

Þannig er kjarni málsins. Hér fylgja svo nokkrar tilfallandi athugasemdir:

Í upphafi viðtalsins talar Bjarni um skattaskjólsskýrsluna á almennum nótum og segir: 

„Það var gríðarlega mikilvægt að taka hana saman. Það var algjörlega að mínu frumkvæði að þessi vinna var unnin. Það var í gangi umræða á vormánuðum um að svo og svo miklu hefði verið skotið undan, við hefðum tapað svo og svo miklu, þetta væri svo og svo mikið umfang en öll sú umræða var í miklu myrkri og móðu og af þeirri ástæðu þá sagði ég í þinginu að ég teldi langbest að við byggjum undir alvöru umræðu um þessi mál með því að taka saman bestu mögulegu upplýsingar um þetta og nú er sú skýrsla komin fram. Það er mikið fagnaðarefni, þá er hægt að taka þessa umræðu á miklu traustari grunni.“

Hér tekur hann af allan vafa um að honum finnist skýrslugerðin hafa verið nauðsynleg til að hægt væri að eiga „alvöru umræðu“ um málefni skattaskjóla. 

„Skýrslan er í raun og veru ekki komin til okkar svona í endanlegri mynd fyrr en eftir að þing er farið heim. Það sem ég sagði í upphafi var að ég vildi láta taka þessa skýrslu saman til að kynna hana fyrir þinginu. Þegar skýrslan var í raun og veru endanlega tilbúin þá var þing farið heim og kosningar framundan, engin nefnd að störfum í þinginu til þess að taka við henni og svo framvegis.“ 

Frásögn Bjarna vekur upp spurningar. Á bls. 15 í skýrslunni kemur skýrt fram að henni var skilað í september. Á forsíðunni má meira að segja finna orðin „september 2016“ – en af einhverjum ástæðum eru þau rituð með hvítu ósýnilegu letri sem sést aðeins ef tekið er utan um textann. Alþingi var hins vegar að störfum allt til 13. október. Þá hafði starfshópurinn löngu skilað ráðuneytinu skýrslunni. Hvað gerðist svo? Gerði ráðuneytið viðamiklar breytingar á verkinu? Eða var það prófarkalesturinn sem var svona tímafrekur? Hver sem skýringin er liggur fyrir að Bjarni Benediktsson ber óskoraða pólitíska ábyrgð á því að skýrslan var ekki kynnt Alþingi og almenningi eftir að starfshópurinn skilaði af sér verkinu heldur löngu seinna, eftir að þingmenn og fjölmiðlar höfðu krafist þess á grundvelli upplýsingalaga. 

Næst á eftir viðurkennir Bjarni að hafa sjálfur tekið ákvörðun um að geyma skýrsluna fram yfir kosningar:

„Og ég hugsaði með mér, það líður nú að því að þing komi aftur saman og nefnd verði skipuð til að fara í þessi mál en allir vita hvernig mál hafa þróast síðan þá, svo ég var í raun og veru að bíða eftir því að við værum búin að setja saman ríkisstjórn og koma þinginu aftur í fullan gang til að hefja þessa umræðu, fyrst í samtali við þingið og svo taka það í almenna umræðu en þetta hefur bara dregist svo mikið, að mynda ríkisstjórnina.“

Bjarni vildi semsagt síður að skýrslan og upplýsingarnar úr henni kæmust í „almenna umræðu“ fyrr en „við“ (Sjálfstæðisflokkurinn?) værum búin að mynda ríkisstjórn. Það skyldi þó ekki vera að hann hafi óttast að skýrslan hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræðurnar og möguleika hans til að leiða ríkisstjórn?

„Ég tek eftir því að sumir segja: heyrðu þetta eru tíðindi sem hefðu átt að liggja fyrir fyrir kosningar. Þá segi ég nú bara á móti: bíddu við var það ekki þannig að menn voru að ræða þar um að umfang skattundanskota o.s.frv. hefði verið margfalt þær fjárhæðir sem talað er um í skýrslunni? Ég man nú ekki betur, ég man nú ekki betur en að menn væru einmitt að nota svona það sem var óljóst í þessu, nota sér það til framdráttar í kosningabaráttunni þannig að ég skil nú ekki alveg þá röksemdafærslu.“

Hér staðfestir Bjarni þá skoðun sína að skýrslan hefði getað haft áhrif á umræðuna í aðdraganda kosninga og varpað skýrara ljósi á ýmis atriði í umræðunni um skattaskjól og skattaundanskot, umræðunni sem var einmitt kveikjan að því að þingkosningunum var flýtt. 

„Þetta var skýrsla sem var tekin saman eins og ég sagði, algjörlega að mínu frumkvæði, hún kemur inn í ráðuneytið einhvern tímann í október… svona í sinni endanlegu mynd.“

Þetta stangast á við orð skýrsluhöfunda sem taka fram í upphafi skýrslunnar að henni hafi verið skilað í september. 

„Ég sé ekki að það sé neitt í þessari skýrslu, sem hægt er að benda á, sem hefði nauðsynlega þurft að koma fram einhverjum vikum fyrr. Aðalatriðið er að þetta sé tekið saman til að byggja undir þessa málefnalegu umræðu sem við viljum taka.“

Hvers vegna vildi Bjarni ekki „byggja undir þessa málefnalegu umræðu“ fyrr en eftir kosningar? Getur hugsast að hann hafi einfaldlega metið það svo að slík umræða myndi koma honum og hans flokki illa? Það væri ekki fjarstæðukennt mat hjá Bjarna, enda er skýrslan þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórnum fyrirhrunsáranna sem létu undir höfuð leggjast að sporna gegn aflandsvæðingu. T.d. er rifjað upp hvernig ráðleggingar sérfræðinga um að innleiða þyrfti svokallaða CFC-löggjöf á Íslandi voru hunsaðar. Þetta er vandræðaleg staðreynd fyrir flokk Bjarna Benediktssonar. 

Þegar Bjarni er spurður hvort það hafi ekkert brunnið á honum að sýna fólki skýrsluna þegar hann fékk hana í hendur segir hann:

„Nei, ég sko, rétt fyrir kosningar, ef þú ert að tala um hvað ég er að gera í ráðuneytinu, þá er ég nú bara í kosningabaráttu.“

Hér svarar ráðherra spurningu um ákvarðanir og embættisverk með því að segjast hafa verið upptekinn við kosningabaráttu. Það er stórmerkilegt út af fyrir sig. Loks beinir Bjarni eftirfarandi orðum til fréttamannsins:

„Þú stillir þessu þannig upp, verð ég að segja, að hér í þessari skýrslu hafi í fyrsta skipti verið að koma fram einhverjar upplýsingar um umfang þessara mála.“

Áður í viðtalinu hafði Bjarni einmitt lýst skýrslunni sem lausn á því vandamáli að áreiðanlegar upplýsingar vantaði um „umfang þessara mála“. Nú fannst allt í einu Bjarna að blaðamaðurinn væri ósanngjarn fyrir að tala á þeim nótum, þ.e.a.s. út frá forsendum Bjarna sjálfs.

„Þessi skýrsla var tekin saman að mínu frumkvæði. Hún er komin fram, ég hef sagt að hérna hún sé eitt innlegg af mörgum og ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi á einhvern hátt verið haldið leyndri… það bara er ekki þannig.“

Jú. Þannig reyndist það einmitt vera. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið