Aftaka fjögurra nauðgara batt enda á fimm ára aftökuhlé
Fjórir menn voru teknir af lífi í Nýju-Delí á Indlandi síðastliðinn föstudag en þeir voru sekir um hrottalega hópnauðgun á ungri konu í strætisvagni árið 2012, sem vakti mikinn óhug um heim allan. Fimm ár eru liðin frá því að opinber aftaka fór síðast fram á Indlandi.
Reynsla
1211.621
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Krabbameinið farið en hvað svo?
Þegar Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein reyndi hún að vera sterk. Hún gekk Jakobsveginn til að sýna og sanna að krabbameinið hefði ekki bugað hana. Það var ekki fyrr en seinna sem hún neyddist til að horfast í augu við afleiðingarnar; þegar hún sat fyrir framan tölvuna og reyndi að skrifa en var sem lömuð. Hún endaði á spítala í ofsakvíðakasti og segir að ef það er eitthvað sem hún hefur lært af veikindunum þá var það að meta lífið og elska óhikað.
Viðtal
Klettaklifur með allri fjölskyldunni
Sigurður og Erla fá börnin sín með sér í klifrið á ferðalögum.
Viðtal
Hjólreiðar eru hið nýja golf
„Það er hægt að gera svo miklu meira í hjólreiðum en bara að fara út að hjóla. Hjólreiðar geta orðið þín æfing, lífsstíll, og opnað á ótrúleg ævintýri. Ný leið til þess að kanna heiminn,“ segir Björk Kristjánsdóttir hjólreiðakona. Það sér vart fyrir endann á vinsældum hjólreiða á Íslandi og er hjólreiðamenningin á Íslandi í stöðugri og jákvæðri þróun þar sem samspil hjólreiðamanna og annarra í umferðinni fer sífellt batnandi. Þetta er jákvæð þróun þar sem hjólreiðar eru vistvænn ferðamáti, einnig þar sem þær stuðla að heilbrigðum lífsstíl og útivist.
Úttekt
Upp á fjallsins brún
Ganga er ódýrasta hreyfing sem hægt er að hugsa sér og sú hreyfing sem flestir sérfræðingar mæla með til heilsubótar. Að búa sig rétt út í göngu getur skipt sköpum þegar kemur að öryggi, jafnvel bjargað lífi við ákveðnar aðstæður. Fjöldi gönguhópa eru starfræktir, fyrir vana sem jafnt sem óvana göngumenn.
Pistill
Ólöf Leifsdóttir
Ólöf Nordal vs. Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ólöf Leifsdóttir iðjuþjálfi greindist með brjóstakrabbamein fyrir þremur árum. Hún skrifar um aðstöðumun tveggja kvenna í sömu stöðu en báðar voru í viðtali hjá Morgunblaðinu um helgina.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.