Strangari kröfur gerðar á lögbönn á fjölmiðla
Nýju frumvarpi dómsmálaráðherra er ætlað að bregðast við gagnrýni á lögbönn á fjölmiðla. Vísað er til lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar af fjármálum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Fréttir
Íbúar í Norðlingaholti mótmæla lögbanni á vistheimili
Íbúasamtök Norðlingaholts kröfðust lögbanns sýslumanns á vistheimili fyrir ungmenni með fíknivanda og fengu. Tugir íbúa hafa nú skrifað undir yfirlýsingu þar sem lögbanninu er mótmælt.
FréttirGlitnisgögnin
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
Lögbannið er fallið úr gildi en mál Glitnis HoldCo gegn Stundinni heldur áfram fyrir Hæstarétti, samkvæmt ákvörðun réttarins. Hæstiréttur ætlar að fjalla um kröfur Glitnis HoldCo þess efnis að viðurkennt verði að Stundinni sé óheimilt að byggja á Glitnisskjölunum og beri að afhenda gögnin.
FréttirGlitnisgögnin
Glitnir sækir um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til að viðhalda lögbanni
Lögmenn Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eignir þrotabús Glitnis banka, hafa sótt um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar í máli sem varðar lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr Glitnisskjölunum. Ritstjórn Stundarinnar ákvað að ljúka lögbanninu.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson
Þess vegna ljúkum við lögbanninu
Bæði lögfræðilegar og siðferðislegar ástæður eru til þess að halda áfram greinandi umfjöllun upp úr Glitnisgögnunum.
Fréttir
Stundin heldur áfram umfjöllun upp úr Glitnisskjölunum
Fréttaflutningur um fjármál æðsta handhafa framkvæmdavaldsins var stöðvaður með valdi í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Nú hafa hins vegar dómstólar tvívegis komist að þeirri niðurstöðu að lögbannið sé ólögmætt og stangist á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.
Fréttir
Lögbanni á Stundina hafnað: Umfjöllunin átti erindi við almenning í aðdraganda kosninga
Lögbann sýslummans á fréttaflutning af viðskiptum Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans var ólöglegt. Landsréttur staðfesti dómsorð Héraðsdóms Reykjavíkur en lögbannið hefur staðið í tæpt ár.
FréttirHrunið
Stundin hagnaðist um 6,5 milljónir
Eigið fé útgáfufélagsins er jákvætt um 8,3 milljónir. Fyrirvari er settur við ársreikning 2017 vegna lögbanns sýslumanns að beiðni fjármálafyrirtækisins Glitnir Holding.
Fréttir
Bankasýslan hótaði lögbanni á Arion til að koma í veg fyrir arðgreiðslur
Til umræðu kom að bankinn greiddi út arð í formi hlutabréfa sinna í Valitor. Bankasýsla ríkisins taldi að bankinn gæti farið á mis við milljarða króna virði eignarhluta síns með arðgreiðslunni.
Fréttir
Stundin fær þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna Íslands
„Afhjúpandi umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans“ er tilnefnd til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2017. Samþykkt var lögbann á umfjöllunina sem er enn í gildi. Stundin fær í heild þrjár tilnefningar til blaðamannaverðlauna.
Fréttir
Glitnir HoldCo áfrýjar í lögbannsmálinu
Þrotabú Glitnis, Glitnir HoldCo, áfrýjaði í dag dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media. Í dómi Héraðadóms sagði meðal annars að lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa hafi verið á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.
Sýslumaður vék frá meginreglu við framkvæmd lögbanns og vanrækti skráningarskyldu sína.
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar
Engeyingarnir og viðskiptafélagar þeirra töldu „brotið gegn lögvörðum réttindum sínum“
Glitnir HoldCo lagði fram varakröfu um að staðfest yrði lögbann sem tæki einkum til upplýsinga um viðskipti Bjarna Benediktssonar, fjölskyldu hans og viðskiptafélaga. „Áttu ekkert erindi við almenning,“ sagði bróðir þáverandi forsætisráðherra í yfirlýsingu sem Glitnir HoldCo lagði fram.
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar
The Guardian: 175 þúsund manns lásu fréttina um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur synjað lögbannskröfu Glitnis HoldCo gagnvart Stundinni og Reykjavik Media. Í yfirlýsingu frá The Guardian rekur blaðamaðurinn Jon Henley ástæður þess að ákveðið var að birta fréttina um sölu Bjarna Benediktssonar á eignum sínum í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins 2008 og undirstrikar fréttagildi málsins.
Fréttir
Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis
Dómur var kveðinn upp í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media í dag. Öllum kröfum Glitnis var synjað, enda telur Héraðsdómur ekki réttlætanlegt að stöðva fréttaflutning af fjárhagsmálefnum forsætisráðherra í lýðræðisríki.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.