Mest lesið

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
1

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
2

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
4

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·
Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“
5

Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“

·
Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald
6

Jón Trausti Reynisson

Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Jón Trausti Reynisson

Þegar gerendur leika fórnarlömb

Illugi Gunnarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson eru gerendur sem hafa tekið sér stöðu fórnarlamba.

Jón Trausti Reynisson

Illugi Gunnarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Bjarni Benediktsson eru gerendur sem hafa tekið sér stöðu fórnarlamba.

Þegar gerendur leika fórnarlömb
Á landsfundi Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa bæði upplifað sig sem fórnarlömb fjölmiðla.  Mynd: Pressphotos

Ein vinsælasta vörnin þegar stjórnmálamenn í vanda svara gagnrýni er að færa sig úr hlutverki geranda yfir í hlutverk þolanda.

Þeir hætta að svara efnislega fyrir gjörðir sínar og færa umræðuna yfir í að verið sé að gera árásir á þá. Í vörninni felst oft að eitthvert torkennilegt afl hafi af annarlegum ástæðum ákveðið að ráðast á þá, í staðinn fyrir að staðan sé sú að við lifum í lýðræðisríki og viðkomandi sé stjórnmálamaður sem þarf að útskýra gjörðir sínar og hagsmunatengsl fyrir kjósendum, svo þeir síðastnefndu geti tekið upplýstar ákvarðanir þá sjaldan að þeir fá tækifæri til að hafa áhrif, svo lýðurinn ráði upp að einhverju marki og orðið yfir stjórnskipulag okkar verði ekki innihaldslaust.

Fórnarlömb fjölmiðla

Þegar DV þess tíma fjallaði um aðkomu Bjarna Benediktssonar að Vafningsmálinu svokallaða, fléttu sem snerist um að borga upp lán hjá bandarískum banka til að bjarga Milestone og Glitni og Engeyjarættinni, talaði hann um DV sem „vinstri öflin“, sem væru að ráðast að honum. 

Eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir villti um fyrir Alþingi og almenningi í lekamálinu, hrakti lögreglustjóra úr starfi, réðst opinberlega að umboðsmanni Alþingis og fjölmiðlafólkinu sem fjallaði um málið, lýsti hún sér áfram sem fórnarlambi. Einn stuðningsmanna hennar skrifaði í blað fyrrverandi formanns flokks hennar og sagði að hún hefði orðið fyrir einelti.

„Fremstir í flokki hafa farið óvandaðir blaðamenn og pólitískir andstæðingar ráðherrans tónað undir. Umboðsmaður Alþingis hefur með þessu nýjasta útspili sínu gerst liðsmaður í flokki þessara ófagnaðarmanna.“

Nokkru síðar, þegar hún hafði reynt allt, sagði Hanna Birna af sér.

Þriðji frammámaðurinn í Sjálfstæðis­flokknum sem samkvæmt eigin lýsingum er að verða fyrir árásum er Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 
Illugi, sem hefur viðurkennt að hafa gert mistök með því að upplýsa ekki um hagsmunatengsl sín við Orku Energy strax, hefur ekki ennþá upplýst um ákveðnar greiðslur sem bárust í gegnum einkahlutafélag hans, sem Stundin hefur spurt hann út í. Hann virðist því ekki vera að koma hreint fram og gerir greinilegar tilraunir til afvegaleiðingar. Í tilraun til að afla sér samúðar og færa sig yfir í hlutverk fórnarlambsins ákvað hann að birta skattframtal sitt og eiginkonu sinnar, sem sýnir þó ekki greiðslur til einkahlutafélaga, ekki frekar en önnur skattframtöl einstaklinga, eins og hann veit.

„Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja?“

Samflokksmaður hans, Elliði Vignisson, kom fram með skilgreiningu á Illuga sem fórnarlambi.

„Jæja, hvað næst? Upplýsingar um notkun lyfseðilskyldra lyfja? Ítarlegt niðurbrot á því áfengi sem ráðherrann hefur drukkið? Afrit af öllum þeim gögnum sem til eru um ráðherrann á öryggismyndavélum verslana?“

Annar stuðningsmaður kom til varnar með gagnsókn á fjölmiðilinn sem spurði spurninganna. „Hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks? Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina?“

Stuðningsmaðurinn er vinur Illuga. Sami vinur og stýrði sparisjóði fyrir vestan sem veitti Illuga lán til að forða honum frá fjárnámi. Sami vinur og Illugi skipaði í stjórn RÚV fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Sama RÚV og baðst afsökunar á frétt um Illuga um daginn vegna túlkunaratriðis. Sami Illugi og er æðsti yfirmaður RÚV.

Breytt hlutverk RÚV

Eitt það mikilvægasta í lýðræðisríki er að fjölmiðlar séu bæði nægilega óháðir valdaöflum og nægilega sterkir til þess að sinna gagnrýninni blaðamennsku og veita valdinu aðhald. 

Meðal þeirra sem fjölluðu um mál Hönnu Birnu, fyrir utan DV þess tíma, var Ríkisútvarpið. Það fjallaði líka að einhverju marki um vafningsmál Bjarna og mál Illuga Gunnarssonar.

Sterkir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru ekki góður kostur fyrir valdhafa. Sérstaklega ekki þá valdhafa sem hafa vanist því og vænta þess að vera við völd.

Stjórnmálaflokkur þessara þriggja fórnarlamba fjölmiðlana vill nú selja Ríkisútvarpið, samkvæmt landsfundarályktun. Illugi segist vilja breyta hlutverki RÚV og kallaði eftir skýrslu sem sýndi RÚV í slæmu ljósi.

Hanna Birna lýsti fyrir nokkrum dögum draumi sínum um að leysa upp RÚV og þá sérstaklega lýðræðislegt hlutverk þess. „Ég sé al­veg kost­ina í því að styrkja inn­lenda dag­skrár­gerð og að viðhalda tungu­mál­inu en ég er ekki viss um að það eigi heima í ein­hverri einni stofn­un. Minn draum­ur hef­ur alltaf verið sá að við vær­um með litla stofn­un, ef þá ein­hverja, sem væri RÚV og síðan vær­um við að út­deila fjár­magn­inu hingað og þangað - þar sem menn fram­leiddu ís­lenskt efni,“ sagði hún í útvarpsþættinum Sprengisandi.
Hanna Birna gleymir hins vegar að RÚV snýst ekki bara um að „framleiða efni“, eins og fyrstu orðin í lögum um Ríkisútvarpið segja: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu ...“

Til að stuðla að lýðræðislegri umræðu þarf að draga upp á yfirborðið hvað Hanna Birna eða aðstoðarmenn hennar hafa verið að gera til að koma höggi á nafngreinda hælisleitendur, það þarf að skoða aðild Bjarna Benediktssonar að vafasömum viðskiptafléttum og það þarf að draga fram í dagsljósið nákvæmlega hvernig orkufyrirtæki gerði Illuga Gunnarssyni persónulegan greiða áður en hann gerði því greiða sem ráðherra í vinnu fyrir okkur öll í Kína.

Þolendur verða aftur gerendur

Ráðherrar eru helstu gerendur samfélagsins okkar, þar sem þeir fara með framkvæmdavald ríkisins. 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn selur RÚV úr höndum þjóðarinnar er flokkurinn ekki aðeins að selja stofnun eða fyrirtæki, heldur að færa upplýsingagjöf frá óháðum aðila yfir til fjölmiðils í eigu aðila sem ráða yfir miklu fjármagni og peningavaldi. Svo vill til að þeir sem eiga meira fjármagn eru gjarnan hlynntari Sjálfstæðisflokknum en öðrum, ekki síst vegna þess að stefna flokksins hentar þeim auðugu betur en stefnur annarra flokka. Að því leyti má segja að þetta sé hagsmunamál Sjálfstæðisflokksins og meðlima hans.
Þeir voru sáttari við RÚV þegar það var undir stjórn fyrrverandi oddvita þeirra í borginni, Markúsar Arnar Antonssonar, en svo er ekki lengur og sífellt er kvartað undan „vinstri slagsíðu“ hjá starfsmönnum RÚV sem hafa engin flokkspólitísk tengsl.

Margir áberandi meðlimir Framsóknarflokksins hafa einnig tekið sér sístöðu fórnarlambs gagnvart fjölmiðlum, leiddir áfram af forsætisráðherranum sem tók sér stöðu í bunkernum nokkrum vikum eftir embættistökuna og sakaði meðal annars RÚV um að taka þátt í loftárásum gegn sér. Nýr starfandi stjórnarformaður RÚV, framsóknarmaðurinn Guðlaugur Sverrisson, kvartaði undan fréttum RÚV um Framsóknarflokkinn og kvaðst bíða eftir því að fréttastofa RÚV kenndi flokk hans um krossfestingu Jesú Krists. 

Valdið er komið þangað sem valdið þarf að fara til að viðhalda sér.

Það mun koma í ljós að yfirlýstir þolendur verða á endanum aftur að gerendum. Og þá vitum við hvað þeir vilja gera. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
1

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
2

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
4

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·
Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“
5

Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“

·
Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald
6

Jón Trausti Reynisson

Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald

·

Mest deilt

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
1

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
2

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
3

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald
4

Jón Trausti Reynisson

Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
5

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Það skiptir máli að þegja ekki
6

Það skiptir máli að þegja ekki

·

Mest deilt

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
1

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
2

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
3

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald
4

Jón Trausti Reynisson

Hótel Ísland: Það þurfti bara eitt tjald

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
5

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Það skiptir máli að þegja ekki
6

Það skiptir máli að þegja ekki

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
2

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
3

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
5

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
6

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
2

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
3

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
5

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
6

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·

Nýtt á Stundinni

Meðan þú sefur ...

Meðan þú sefur ...

·
„Fáðu þér pizzu“

„Fáðu þér pizzu“

·
„Upp með táragasið“

„Upp með táragasið“

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Þjóðarsjóður um loftslagsaðgerðir

Guðmundur Hörður

Þjóðarsjóður um loftslagsaðgerðir

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Fangar listarinnar

Ásgeir H. Ingólfsson

Fangar listarinnar

·
Þverpólitísk deilun og drottnun

Halldór Auðar Svansson

Þverpólitísk deilun og drottnun

·
Vill lögleiða rekstur neyslurýma

Vill lögleiða rekstur neyslurýma

·
Þetta gengur ekki lengur Katrín

Guðmundur

Þetta gengur ekki lengur Katrín

·
Boða 2 prósenta aðhald í ríkisrekstri

Boða 2 prósenta aðhald í ríkisrekstri

·