Velkomin(n) í Kosningapróf Stundarinnar 2021

Prófið er ætlað kjósendum til aðstoðar við að velja frambjóðanda og flokk fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Niðurstöðurnar birtast myndrænt og með ítarlegri greiningu. Upplýsingarnar sem þú veitir í þessu prófi eru ekki persónugreinanlegar.
  • Nauðsynlegt vegna samanburðar við frambjóðendur.
Fullyrðing 1 af 68

Stórefla þarf löggæslu á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 2 af 68

Draga ætti úr útgjöldum hins opinbera vegna listamannalauna

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 3 af 68

Þyngja ætti refsingar í kynferðisbrotamálum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 4 af 68

Ríkisstjórn Íslands ætti að gagnrýna kínversk yfirvöld opinberlega vegna mannréttindabrota og lýðræðismála

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 5 af 68

Vegaframkvæmdir ætti í auknum mæli að fjármagna með innheimtu veggjalds eða annarra notkunargjalda fremur en með framlagi úr ríkissjóði

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 6 af 68

Almennt ætti að lækka skatta á Íslandi þó svo að það þýði að minnka þyrfti útgjöld ríkisins

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 7 af 68

Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 8 af 68

Leggja ætti niður Útlendingastofnun og færa verkefni hennar annað

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 9 af 68

Ísland þarf fremur sterkan leiðtoga til að gæta hagsmuna almennings heldur en valddreifingu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 10 af 68

Mikilvægt er að taka upp sterkari gjaldmiðil eða fastbinda gengi krónunnar við hann

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 11 af 68

Ekki ætti að fjölga þjóðgörðum án þess að heimila sjálfbæra nýtingu orku á sömu svæðum þar sem hún er arðbær

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 12 af 68

Sykruð matvæli ættu að vera skattlögð meira en önnur matvæli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 13 af 68

Neikvæðni almennings er helsta orsökin fyrir vantrausti gagnvart stjórnmálum á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 14 af 68

Ríkisútvarpið ætti að fara af auglýsingamarkaði til að minnka samkeppni við einkarekna miðla

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 15 af 68

Spilling er raunverulegt vandamál á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 16 af 68

Stjórnmálamenn á Íslandi segja of sjaldan af sér embætti eftir að hafa orðið fyrir alvarlegri gagnrýni

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 17 af 68

Með tímanum ætti að bjóða upp aflaheimildir sem nú eru á forræði útgerða og afla þannig ríkinu markaðsvirðis fyrir fiskveiðikvóta

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 18 af 68

Landeigendur eiga að geta lokað aðgengi að náttúrunni og rukkað gjald

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 19 af 68

Hækka þarf persónuafslátt umtalsvert og tryggja að hann fylgi launaþróun

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 20 af 68

Bann við plaströrum og aðrar hömlur á einnota plastvörum hafa gengið of langt

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 21 af 68

Draga ætti úr skerðingum á aukatekjum þeirra sem þiggja örorkubætur og lífeyrisgreiðslur

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 22 af 68

Flytja þarf Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til þess að rýma fyrir þéttari byggð

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 23 af 68

Mikilvægt er að reka ríkissjóð með afgangi á næstu árum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 24 af 68

Draga ætti úr ríkisstuðningi við íslenskan landbúnað

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 25 af 68

Stytta ætti vinnuvikuna með lagasetningu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 26 af 68

Ríkið á að styðja einkarekna fjölmiðla með sérstökum skattaívilnunum eða stuðningsgreiðslum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 27 af 68

Stefna ætti að því að ríkið greiði grunnframfærslu fyrir alla, svipað og gert er ráð fyrir með borgaralaunum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 28 af 68

Upplýsingagjöf til almennings innan úr stjórnsýslunni er ófullnægjandi og krefst umbóta

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 29 af 68

Íslensk stjórnvöld gerðu rétt með því að eiga aðild að aðgerðum Bandaríkjanna og NATÓ í Afganistan síðustu tvo áratugi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 30 af 68

Ríkið ætti að leggja meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur en umferð einka- eða fjölskyldubíla

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 31 af 68

Ríkið á ekki að eiga hlut í bönkum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 32 af 68

Mikilvægt er að halda fyrirtækjasköttum sem lægstum til að forðast flutning fyrirtækja úr landi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 33 af 68

Leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 34 af 68

Tollar eru nauðsynlegir til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 35 af 68

Við skipun dómara ættu ráðherra og Alþingi að fara í einu og öllu að tillögum hæfisnefnda

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 36 af 68

Taka ætti frekari skref í átt að afglæpavæðingu vímuefna

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 37 af 68

Skera ætti niður hjá hinu opinbera, svo sem með því að fækka verkefnum og leggja niður stofnanir

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 38 af 68

Einfalda þarf ferli við uppbyggingu orkuvinnslu til að auðvelda auðlindanýtingu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 39 af 68

Hækka ætti skatt á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 40 af 68

Hið opinbera þarf að grípa meira inn í til að forðast hnignun íslenskunnar

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 41 af 68

Hagsmunir atvinnurekenda og almennings fara yfirleitt saman

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 42 af 68

Gengið hefur verið of langt á Íslandi með opinberri umræðu um misgjörðir einstakra karla

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 43 af 68

Það er kjánalegt að vera stolt(ur) af föðurlandinu sínu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 44 af 68

Trúarbrögð eru mikilvæg forsenda góðs siðferðis

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 45 af 68

Það er sjálfsagt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að ríkisstjórnarflokkar séu andvígir mögulegri niðurstöðu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 46 af 68

Leggja ætti stóreignaskatt á eignir einstaklings að verðmæti yfir tvö hundruð milljónum króna

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 47 af 68

Hlúa þarf betur að þeim Íslendingum sem standa höllum fæti áður en tekið er á móti fleiri flóttamönnum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 48 af 68

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að grípa til frekari lokana á landamærunum í Covid-19 faraldrinum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 49 af 68

Allir ættu til frambúðar að mega nýta séreignasparnað sinn til að greiða inn á íbúðalán

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 50 af 68

Stjórnvöld ættu að setja í forgang að leggja fjármagn í uppbyggingu á neti rafhleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 51 af 68

Almennt orsaka eftirlitsstofnanir og reglur of mikið óhagræði á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 52 af 68

Ríkið ætti að fjármagna heilbrigðisskimun fyrir Íslendinga yfir 40 ára aldri á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 53 af 68

Rýmka ætti möguleika erlendra einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa og eiga jarðir á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 54 af 68

Einkaeign á náttúrunni er besta leiðin til að vernda hana

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 55 af 68

Seðlabankinn á að taka ákvörðun um stýrivexti óháð mati ríkisstjórnar

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 56 af 68

Erfiðleikar Landspítalans stafa fremur af stjórnunar- eða skipulagsvanda en fjármögnunarvanda

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 57 af 68

Einkarekstur er almennt líklegri til að auka farsæld en opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 58 af 68

Of mörg lög og reglur eru innleiddar á Íslandi að kröfu alþjóðastofnana, til dæmis vegna EES-samningsins

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 59 af 68

Hærri skattur ætti að vera á matvæli með stórt kolefnisspor (til dæmis á kjöt) en önnur matvæli

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 60 af 68

Auka þarf fjárframlög hins opinbera til öryggis- og varnarmála

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 61 af 68

Alþingi ætti að fara alfarið að tillögum verkefnastjórnar um rammaáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og hrófla ekki við flokkun hennar á virkjanakostum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 62 af 68

Barnabætur ættu að fylgja barninu og vera jafnháar til allra, óháðar tekjum foreldra

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 63 af 68

Stjórnarskránni ætti aðeins að breyta í smáum skrefum en ekki með heildarendurskoðun

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 64 af 68

Vald ráðherra er of mikið takmarkað af innlendum og erlendum stofnunum

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 65 af 68

Lækka ætti álögur á eldsneyti

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 66 af 68

Lög gegn hatursorðræðu takmarka tjáningarfrelsi of mikið

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 67 af 68

Réttlætanlegt er að atkvæði íbúa á landsbyggðinni í þingkosningum vegi meira en íbúa á höfuðborgarsvæðinu til að jafna vægi landshluta

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.
Fullyrðing 68 af 68

Leggja á áherslu á að styrkja atvinnulífið fyrst og svo fólkið

Mikilvægi spurningar

Á kvarðanum 1-5, þar sem 1 er ekki mikilvægt og 5 er mest mikilvægt.

Þínar upplýsingar

Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til greiningar á niðurstöðum og eru ekki persónugreinanlegar. Ekki er nauðsynlegt að gefa þær upp til að svara Kosningaprófinu.

Prófinu er lokið

Smelltu hér að neðan til að fá þínar niðurstöður og samanburð við frambjóðendur. Athugaðu að útreikningurinn getur tekið nokkrar sekúndur.
Bakka