Nýtt á Stundinni

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.

Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.

305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...

Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...

Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson kynntist starfsháttum Kaupfélags Skagfirðinga í gegnum bæjarbúa þegar hann dvaldi þar í mánuð við rannsóknir fyrir kvikmyndina Héraðið.

Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Sendiráð Íslands í Washington er í húsi þar sem Hunter Biden. sonur Bandaríkjaforseta, var með skrifstofu. Hunter braut öryggisreglur hússins ítrekað og fékk ákúrur vegna þeirra sendiráða sem eru í húsinu. Geir H. Haarde var sendiherra Íslands í Washington á þessum tíma.

Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar á Veðurstofu Íslands, varar við því að enn stærri skjálfti, yfir 6, gæti komið í kjölfarið á skjálftahrinunni á Reykjanesi.

Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
Skjálftar um og yfir 5 á Richter hafa riðið yfir Reykjanesið. Staðsetningin er í kringum Fagradalsfjall. Sá fyrsti mældist 5,7 að stærð, 3,3 kílómetrum suðsuðvestur af Keili. Skjálftarnir teygja sig í átt að höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofunnar.

Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, heldur áfram að kenna Jóhannesi Stefánssyni einum um ætlaðar „óeðlilegar“ greiðslur í Namibíu. Samherji hefur aldrei útskýrt hvernig það gat gerst að mútugreiðslur frá Samherjafélögum til „hákarlanna“ svökölluðu héldu áfram í þrjú ár eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja.

Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verður ekki lengur heimilt að veita undanþágu til barna undir 18 ára aldri til að ganga í hjúskap.

304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þraut númer 303 frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne? 2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi? 3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur...


Halldór Auðar Svansson
Týndar tengingar
Lost Connections heitir bók eftir Johann Hari sem kom út árið 2018. Ég kynntist þessum breska/svissneska blaðamanni þegar hann kom hingað til lands í nóvember 2019 í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar á annarri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta ópið, sem fjallar um fáránleika og skaðsemi stríðsins gegn fíkniefnum. Í Lost Connections leggur hann í það metnaðarfulla verkefni að skoða áhrifaþætti...
Athugasemdir