
Þorsteinn Már tekur við framkvæmdastjórn og prókúru samstæðu Samherja í kjölfar eigendaskipta til barnanna
Þorsteinn Már Baldvinssonar tók aftur formlega við framkvæmdastjórastöðu og prókúru Samherja og Samherja Holding í kringum 20. september síðastliðinn. Hann er því áfram æðsti stjórnandi Samstæðunnar þrátt fyrir Namibíumálið og eignatilfærslu á hlutabréfum í Samherja til barna sinna.