Ásmundur vissi allt um þrýsting Braga en sagði Alþingi ekkert
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ásmund­ur vissi allt um þrýst­ing Braga en sagði Al­þingi ekk­ert

„Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að vel­ferð­ar­nefnd­in setji sig vel inn í þetta mál,“ sagði Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra um leið og hann hélt því leyndu fyr­ir Al­þingi hvernig Bragi Guð­brands­son beitti sér fyr­ir um­gengni prests­son­ar við dæt­ur sín­ar sem hann var grun­að­ur um að mis­nota.
Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar
AfhjúpunEinkavæðing bankanna

Einka­væð­ing bank­ans byggði á blekk­ing­ar­vef hóps fólks und­ir for­ystu Ól­afs Ólafs­son­ar

Lyk­il­at­rið­ið í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans var blekk­ing sem hóp­ur fólks tók þátt í eða var með­vit­að­ur um. Menn á veg­um fjár­fest­is­ins Ól­afs Ólafs­son­ar nýttu skatt­skjól til að fela raun­veru­lega slóð eign­ar­halds­ins og láta líta út fyr­ir að þýsk­ur banki væri að­ili að kaup­un­um. Ólaf­ur var síð­ar dæmd­ur fyr­ir að taka þátt í sýnd­ar­við­skipt­um til að auka trú­verð­ug­leika bank­ans þeg­ar hann stefndi í þrot. Bank­inn varð gjald­þrota fimm ár­um eft­ir einka­væð­ingu. En Ólaf­ur er nú í millj­arða­fjár­fest­ing­um með lóð­ir í Reykja­vík.
Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
AfhjúpunÁhrif kísilvers United Silicon

Mynd­skeið sýn­ir United Silicon losa eit­ur­efni út í and­rúms­loft­ið í skjóli næt­ur

Hættu­leg­ar vinnu­að­stæð­ur, los­un eit­ur­efna í skjóli næt­ur, gríð­ar­leg meng­un og meng­un­ar­varn­ir sem virka ekki eru á með­al þess sem sést á mynd­skeið­um sem tek­in voru inn­an í verk­smiðju United Silicon á dög­un­um og Stund­in hef­ur und­ir hönd­um. „Áfell­is­dóm­ur yf­ir eft­ir­lits­stofn­un­um,“ seg­ir starfs­mað­ur sem blöskr­ar ástand­ið.
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið
Afhjúpun

Báð­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir lof­uðu lykla­frum­varpi – ákváðu að efna ekki lof­orð­ið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­uðu að bjarga skuld­sett­um heim­il­um frá gjald­þroti með svo­köll­uð­um lykla­lög­um en hættu við að efna lof­orð­ið. Um leið fjölg­aði upp­kveðn­um gjald­þrota­úrskurð­um ein­stak­linga og fjöldi fólks á van­skila­skrá náði há­marki í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.
Lögreglustjórinn vísaði til „listans“ í tölvupósti til ráðherra en segir núna að hann sé ekki til
Afhjúpun

Lög­reglu­stjór­inn vís­aði til „list­ans“ í tölvu­pósti til ráð­herra en seg­ir núna að hann sé ekki til

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri vildi koma til­tekn­um at­rið­um á fram­færi við Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Hún minnt­ist á lista með und­ir­skrift­um lög­reglu­manna sem sagð­ir voru vantreysta til­tekn­um lög­reglu­full­trúa. Nú full­yrð­ir hún við lög­mann manns­ins að þessi listi sé ekki til.
Róttækir veganar hefja virka baráttu gegn dýraneyslu
AfhjúpunMatvælaframleiðsla

Rót­tæk­ir veg­an­ar hefja virka bar­áttu gegn dýra­neyslu

Hóp­ur fólks kom sam­an á Sel­fossi og hafði af­skipti af bíl sem flutti svín til slátr­un­ar á dög­un­um. Um var að ræða nýj­an bar­áttu­hóp rót­tækra veg­ana. Bragi Páll Sig­urð­ar­son kynnti sér hóp­inn og komst að því að fólk­ið hef­ur mætt harðri and­stöðu og ver­ið jað­ar­sett í fjöl­skyld­um sín­um vegna boð­skap­ar síns. Og bar­átt­an er rétt að byrja.
Panamaskjölin: Notaði börnin sín í skattaskjóli
AfhjúpunPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Not­aði börn­in sín í skatta­skjóli

Sig­urð­ur Bolla­son fjár­fest­ir skuld­batt þrjú börn sín sem lögráða­mað­ur þeirra í við­skipt­um fé­laga í skatta­skjól­um. Fjög­urra og sex ára göm­ul börn eru skráð­ir eig­end­ur skúffu­fé­laga. Sig­urð­ur og við­skipta­fé­lagi hans, Magnús Ár­mann, eru næst um­svifa­mest­ir í Pana­maskjöl­un­um á eft­ir Björgólfs­feðg­um. Arð­greiðsl­ur frá fé­lög­um hjá Mossack Fon­seca nema á sjötta millj­arð króna. Millj­arð­ar voru af­skrif­að­ir hjá þeim báð­um eft­ir hrun en Pana­maskjöl­in sýna mikl­ar eign­ir þrátt fyr­ir það.
Flett ofan af Björgólfsfeðgum: Reikningur í skattaskjóli og bankahólf opnuð í hruninu
AfhjúpunPanamaskjölin

Flett of­an af Björgólfs­feðg­um: Reikn­ing­ur í skatta­skjóli og banka­hólf opn­uð í hrun­inu

Gögn frá lög­manns­stof­unni Mossack Fon­seca varpa ljósi á ótrú­lega um­fangs­mik­il við­skipti feðg­anna Björgólfs Guð­munds­son­ar og Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar í skatta­skjól­um fyr­ir og eft­ir hrun­ið 2008. Feðg­arn­ir tengd­ir meira en 50 fé­lög­um. Dótt­ir Björgólfs Guð­munds­son­ar opn­aði banka­reikn­ing og banka­hólf í Sviss og neit­ar að segja af hverju. Óþekkt lán­veit­ing upp á 3,6 millj­arða til Tor­tóla­fé­lags. Fé­lag sem Björgólf­ur eldri stýrði fékk millj­arð í lán sem aldrei fékkst greitt til baka. Nær öll fyr­ir­tæki Björgólfs Thors eru beint eða óbeint í skatta­skjóli.
Panama-skjölin: Milljarðaslóð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar rakin í skattaskjól
Afhjúpun

Panama-skjöl­in: Millj­arða­slóð Jóns Ás­geirs og Ingi­bjarg­ar rak­in í skatta­skjól

Panama-skjöl­in sýna að Jón Ás­geir Jó­hann­es­son á og teng­ist mikl­um eign­um í skatta­skjól­um þrátt fyr­ir að hann hafi neit­að því í gegn­um ár­in. Þau sýna um­fangs­mik­il við­skipti Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, fjár­fest­is og að­aleig­anda fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins 365, og Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar í fé­lög­um í skatta­skjól­um heims­ins. Ingi­björg er skráð­ur eig­andi fé­lags­ins Guru In­vest í Panama sem borg­aði upp skuld­ir upp á 2,4 millj­arða við Glitni og Jón Ás­geir er eig­andi Jo­vita Inc. í Panama með­al ann­ars.
Víðtæk hagsmunatengsl formanna stjórnarflokkanna
Afhjúpun

Víð­tæk hags­muna­tengsl formanna stjórn­ar­flokk­anna

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son tengj­ast skatta­skjól­um og lág­skatta­svæð­um bæði með bein­um hætti og óbein­um. Gunn­laug­ur Sig­munds­son fað­ir Sig­mund­ar nýtti sér Tor­tóla­fé­lög í gegn­um Lúx­em­borg til að taka út 354 millj­óna króna arð eft­ir hrun. Mik­il­væg­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lag föð­ur­bróð­ur Bjarna, Ein­ars Sveins­son­ar, var flutt frá Kýp­ur til Lúx­em­borg­ar með rúm­lega 800 millj­óna króna eign­um. Hversu mörg önn­ur fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um og á lág­skatta­svæð­um tengj­ast þess­um for­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks?

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu