Bjarni lofaði Sigmundi að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ fyrir að skipa Geir
AfhjúpunKlausturmálið

Bjarni lof­aði Sig­mundi að Gunn­ar Bragi „ætti inni hjá Sjálf­stæð­is­mönn­um“ fyr­ir að skipa Geir

Ein­ræð­ur Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar veita ótrú­lega inn­sýn í póli­tísk hrossa­kaup og sam­trygg­ingu stjórn­mála­stétt­inn­ar við skip­un sendi­herra. Hér má hlusta á vin­ina út­skýra sendi­herrakap­al­inn.
„Hann er búinn að henda mér úr landi“
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

„Hann er bú­inn að henda mér úr landi“

Starfs­fólk lýs­ir reiði­köst­um og slæmri fram­komu eig­anda Gui­de to Ice­land, sem er eitt helsta sprota­fyr­ir­tæki lands­ins. Meg Matich var rek­in úr starfi sem rit­stjóri vef­blaðs­ins Gui­de to Ice­land Now af eig­and­an­um þeg­ar hún nýtti ekki frí­tíma sinn í að skrifa frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæk­ið.
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.
Stundin birtir gögnin: Svona beitti Bragi sér
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stund­in birt­ir gögn­in: Svona beitti Bragi sér

Stund­in birt­ir tölvu­pósta og sím­talsút­drátt með per­sónu­grein­an­leg­um og við­kvæm­um upp­lýs­ing­um af­máð­um.
Ásmundur vissi allt um þrýsting Braga en sagði Alþingi ekkert
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ásmund­ur vissi allt um þrýst­ing Braga en sagði Al­þingi ekk­ert

„Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að vel­ferð­ar­nefnd­in setji sig vel inn í þetta mál,“ sagði Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra um leið og hann hélt því leyndu fyr­ir Al­þingi hvernig Bragi Guð­brands­son beitti sér fyr­ir um­gengni prests­son­ar við dæt­ur sín­ar sem hann var grun­að­ur um að mis­nota.
Þær kölluðu pabba „úlfinn“
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Þær köll­uðu pabba „úlf­inn“

Bragi Guð­brands­son hjá Barna­vernd­ar­stofu beitti sér fyr­ir því að prests­son­ur fengi að um­gang­ast dæt­ur sín­ar sem hann var grun­að­ur um að mis­nota. Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra vissi allt en hélt mál­inu leyndu fyr­ir Al­þingi.
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra
AfhjúpunPanamaskjölin

Sig­mund­ur Dav­íð lét setja upp stuðn­ings­s­íð­ur í nafni annarra

Nýr dóm­ur lýs­ir því hvernig Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, lét setja upp tvær heima­síð­ur sér til varn­ar í kjöl­far Pana­maskjal­anna. Síð­urn­ar voru sagð­ar í nafni stuðn­ings­manna hans.
„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

„Þannig að fyr­ir­tæk­ið skuld­ar mér hell­ing af pen­ing­um?“

„Skipu­lagð­ur þjófn­að­ur af laun­um starfs­fólks­ins“ er eitt af við­fangs­efn­um vinnu­staða­eft­ir­lits stétt­ar­fé­lag­anna. Blaða­mað­ur fylgdi sér­fræð­ing­um VR og Efl­ingu inn á vinnu­staði til að ræða við starfs­fólk og upp­ljóstra um kjara­brot.
Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins
Afhjúpun

Bjarni losn­aði við 50 millj­óna kúlu­lána­skuld í að­drag­anda hruns­ins

Lán Bjarna Bene­dikts­son­ar var fært yf­ir á skuld­sett eign­ar­halds­fé­lag föð­ur hans sem var svo slit­ið eft­ir hrun. Slita­stjórn Glitn­is tók mál­ið til skoð­un­ar: „Það finnst eng­inn fund­ar­gerð þar sem skuld­skeyt­ing­in er leyfð.“
Sagði börnum að þau væru „sexí“ skömmu eftir að hann fékk uppreist æru
AfhjúpunKynferðisbrot

Sagði börn­um að þau væru „sexí“ skömmu eft­ir að hann fékk upp­reist æru

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son átti í sam­skipt­um við ung­ar víet­namsk­ar stúlk­ur á sam­fé­lags­miðl­um með­an um­sókn hans um upp­reist æru var til með­ferð­ar í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og eft­ir að hann var sæmd­ur óflekk­uðu mann­orði af ís­lenska rík­inu.
Einkavæðing bankans byggði á blekkingarvef hóps fólks undir forystu Ólafs Ólafssonar
AfhjúpunEinkavæðing bankanna

Einka­væð­ing bank­ans byggði á blekk­ing­ar­vef hóps fólks und­ir for­ystu Ól­afs Ólafs­son­ar

Lyk­il­at­rið­ið í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans var blekk­ing sem hóp­ur fólks tók þátt í eða var með­vit­að­ur um. Menn á veg­um fjár­fest­is­ins Ól­afs Ólafs­son­ar nýttu skatt­skjól til að fela raun­veru­lega slóð eign­ar­halds­ins og láta líta út fyr­ir að þýsk­ur banki væri að­ili að kaup­un­um. Ólaf­ur var síð­ar dæmd­ur fyr­ir að taka þátt í sýnd­ar­við­skipt­um til að auka trú­verð­ug­leika bank­ans þeg­ar hann stefndi í þrot. Bank­inn varð gjald­þrota fimm ár­um eft­ir einka­væð­ingu. En Ólaf­ur er nú í millj­arða­fjár­fest­ing­um með lóð­ir í Reykja­vík.
Aðstoðarmenn Trumps voru í sambandi við rússnesku leyniþjónustuna fyrir forsetakosningarnar
AfhjúpunForsetakosningar í BNA 2016

Að­stoð­ar­menn Trumps voru í sam­bandi við rúss­nesku leyni­þjón­ust­una fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar

New York Times grein­ir frá ít­rek­uð­um sam­skipt­um milli með­lima í kosn­ingat­eymi Don­alds Trump og hátt­settra manna í rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni ár­ið fyr­ir banda­rísku for­seta­kosn­ing­arn­ar.
Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
AfhjúpunÁhrif kísilvers United Silicon

Mynd­skeið sýn­ir United Silicon losa eit­ur­efni út í and­rúms­loft­ið í skjóli næt­ur

Hættu­leg­ar vinnu­að­stæð­ur, los­un eit­ur­efna í skjóli næt­ur, gríð­ar­leg meng­un og meng­un­ar­varn­ir sem virka ekki eru á með­al þess sem sést á mynd­skeið­um sem tek­in voru inn­an í verk­smiðju United Silicon á dög­un­um og Stund­in hef­ur und­ir hönd­um. „Áfell­is­dóm­ur yf­ir eft­ir­lits­stofn­un­um,“ seg­ir starfs­mað­ur sem blöskr­ar ástand­ið.
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið
Afhjúpun

Báð­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir lof­uðu lykla­frum­varpi – ákváðu að efna ekki lof­orð­ið

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lof­uðu að bjarga skuld­sett­um heim­il­um frá gjald­þroti með svo­köll­uð­um lykla­lög­um en hættu við að efna lof­orð­ið. Um leið fjölg­aði upp­kveðn­um gjald­þrota­úrskurð­um ein­stak­linga og fjöldi fólks á van­skila­skrá náði há­marki í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.
Lögreglustjórinn vísaði til „listans“ í tölvupósti til ráðherra en segir núna að hann sé ekki til
Afhjúpun

Lög­reglu­stjór­inn vís­aði til „list­ans“ í tölvu­pósti til ráð­herra en seg­ir núna að hann sé ekki til

Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri vildi koma til­tekn­um at­rið­um á fram­færi við Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra. Hún minnt­ist á lista með und­ir­skrift­um lög­reglu­manna sem sagð­ir voru vantreysta til­tekn­um lög­reglu­full­trúa. Nú full­yrð­ir hún við lög­mann manns­ins að þessi listi sé ekki til.
Róttækir veganar hefja virka baráttu gegn dýraneyslu
AfhjúpunMatvælaframleiðsla

Rót­tæk­ir veg­an­ar hefja virka bar­áttu gegn dýra­neyslu

Hóp­ur fólks kom sam­an á Sel­fossi og hafði af­skipti af bíl sem flutti svín til slátr­un­ar á dög­un­um. Um var að ræða nýj­an bar­áttu­hóp rót­tækra veg­ana. Bragi Páll Sig­urð­ar­son kynnti sér hóp­inn og komst að því að fólk­ið hef­ur mætt harðri and­stöðu og ver­ið jað­ar­sett í fjöl­skyld­um sín­um vegna boð­skap­ar síns. Og bar­átt­an er rétt að byrja.