Bjarni lofaði Sigmundi að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ fyrir að skipa Geir
Einræður Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar veita ótrúlega innsýn í pólitísk hrossakaup og samtryggingu stjórnmálastéttinnar við skipun sendiherra. Hér má hlusta á vinina útskýra sendiherrakapalinn.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Hann er búinn að henda mér úr landi“
Starfsfólk lýsir reiðiköstum og slæmri framkomu eiganda Guide to Iceland, sem er eitt helsta sprotafyrirtæki landsins. Meg Matich var rekin úr starfi sem ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now af eigandanum þegar hún nýtti ekki frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina.
Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Stundin birtir gögnin: Svona beitti Bragi sér
Stundin birtir tölvupósta og símtalsútdrátt með persónugreinanlegum og viðkvæmum upplýsingum afmáðum.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Ásmundur vissi allt um þrýsting Braga en sagði Alþingi ekkert
„Það er gríðarlega mikilvægt að velferðarnefndin setji sig vel inn í þetta mál,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra um leið og hann hélt því leyndu fyrir Alþingi hvernig Bragi Guðbrandsson beitti sér fyrir umgengni prestssonar við dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Þær kölluðu pabba „úlfinn“
Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu beitti sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vissi allt en hélt málinu leyndu fyrir Alþingi.
AfhjúpunPanamaskjölin
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra
Nýr dómur lýsir því hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lét setja upp tvær heimasíður sér til varnar í kjölfar Panamaskjalanna. Síðurnar voru sagðar í nafni stuðningsmanna hans.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“
„Skipulagður þjófnaður af launum starfsfólksins“ er eitt af viðfangsefnum vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna. Blaðamaður fylgdi sérfræðingum VR og Eflingu inn á vinnustaði til að ræða við starfsfólk og uppljóstra um kjarabrot.
Afhjúpun
Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins
Lán Bjarna Benediktssonar var fært yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans sem var svo slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til skoðunar: „Það finnst enginn fundargerð þar sem skuldskeytingin er leyfð.“
AfhjúpunKynferðisbrot
Sagði börnum að þau væru „sexí“ skömmu eftir að hann fékk uppreist æru
Hjalti Sigurjón Hauksson átti í samskiptum við ungar víetnamskar stúlkur á samfélagsmiðlum meðan umsókn hans um uppreist æru var til meðferðar í innanríkisráðuneytinu og eftir að hann var sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenska ríkinu.
Lykilatriðið í einkavæðingu Búnaðarbankans var blekking sem hópur fólks tók þátt í eða var meðvitaður um. Menn á vegum fjárfestisins Ólafs Ólafssonar nýttu skattskjól til að fela raunverulega slóð eignarhaldsins og láta líta út fyrir að þýskur banki væri aðili að kaupunum. Ólafur var síðar dæmdur fyrir að taka þátt í sýndarviðskiptum til að auka trúverðugleika bankans þegar hann stefndi í þrot. Bankinn varð gjaldþrota fimm árum eftir einkavæðingu. En Ólafur er nú í milljarðafjárfestingum með lóðir í Reykjavík.
AfhjúpunForsetakosningar í BNA 2016
Aðstoðarmenn Trumps voru í sambandi við rússnesku leyniþjónustuna fyrir forsetakosningarnar
New York Times greinir frá ítrekuðum samskiptum milli meðlima í kosningateymi Donalds Trump og háttsettra manna í rússnesku leyniþjónustunni árið fyrir bandarísku forsetakosningarnar.
AfhjúpunÁhrif kísilvers United Silicon
Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.
Afhjúpun
Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu lyklafrumvarpi – ákváðu að efna ekki loforðið
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lofuðu að bjarga skuldsettum heimilum frá gjaldþroti með svokölluðum lyklalögum en hættu við að efna loforðið. Um leið fjölgaði uppkveðnum gjaldþrotaúrskurðum einstaklinga og fjöldi fólks á vanskilaskrá náði hámarki í upphafi kjörtímabilsins.
Afhjúpun
Lögreglustjórinn vísaði til „listans“ í tölvupósti til ráðherra en segir núna að hann sé ekki til
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri vildi koma tilteknum atriðum á framfæri við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Hún minntist á lista með undirskriftum lögreglumanna sem sagðir voru vantreysta tilteknum lögreglufulltrúa. Nú fullyrðir hún við lögmann mannsins að þessi listi sé ekki til.
AfhjúpunMatvælaframleiðsla
Róttækir veganar hefja virka baráttu gegn dýraneyslu
Hópur fólks kom saman á Selfossi og hafði afskipti af bíl sem flutti svín til slátrunar á dögunum. Um var að ræða nýjan baráttuhóp róttækra vegana. Bragi Páll Sigurðarson kynnti sér hópinn og komst að því að fólkið hefur mætt harðri andstöðu og verið jaðarsett í fjölskyldum sínum vegna boðskapar síns. Og baráttan er rétt að byrja.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.