Engar umræður urðu um stöðu kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi, Alexanders Moshenskys, á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, Sviatlönu Tsikhanouskayu. Katrín vill engu svara um eigin skoðun á stöðu kjörræðismannsins sem er náinn bandamaður einræðisherrans í Minsk, Alexanders Lukashenko.
Fréttir
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Verðbólga mælist 8,8 prósent og spila verðhækkanir á olíu og bensíni einna stærstan þátt auk hins klassíska húsnæðisliðar. Það kostaði 10,4 prósent meira að fylla á tankinn í júní en það gerði í maí.
FréttirLaugaland/Varpholt
1
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
FréttirPlastið fundið
1
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
Fréttir
Fleiri þolendur kynferðisofbeldis tilkynna til lögreglu
Fleiri þolendur kynferðisbrota tilkynntu þau síðustu ár en áður samkvæmt nýrri rannsókn. Leitt er líkum að því að aukin umræða hafi þar haft áhrif. Þó tilkynna hlutfallslega mjög fáir þolendur til lögreglu að brotið hafi verið á þeim. Kerfisbundin skekkja er til staðar í opinberri afbrotatölfræði.
Fréttir
4
Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Orkuveita Reykjavíkur gerði gjaldmiðlaskskiptasamninga við Glitni banka árið 2008 sem deilt hefur verið um fyrir dómi. Þessir samningar voru gerðir til þess að verja fyrirtækið fyrir gengisbreytingum krónunnar. Nú loks, 15 árum eftir að samningarnir voru gerðir, koma eftirstöðvar samninganna til greiðslu eftir að Orkuveita Reykjavíkur tapaði dómsmáli út af þeim. 2,6 milljarðar króna fóru úr bókum Orkuveitu Reykjavíkur út af uppgreiðslu samninganna samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins nú í maí.
Fréttir
Dómaraefni þurfa að uppfylla hæfnisskilyrði: Frestuðu niðurstöðunni
Þingmannanefnd Evrópuráðsins frestaði því að taka afstöðu til þriggja umsækjenda frá Íslandi um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Umsækjendur eru teknir í stíf viðtöl þar sem þeir spurðir spjörunum úr um dóma og dómafordæmi við dómstóllinn. Allir umsækjendurnir verða að uppfylla hæfisskilyrðin til að hægt sé að klára umsóknarferlið í starfið.
Fréttir
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
Antonía Arna lýsir léttinum við að koma út sem trans og þungbærri bið eftir kynleiðréttandi aðgerð. Hún hefur beðið í hátt í á þriðja ár. Biðin tærir upp trans fólk og getur valdið alvarlegum andlegum veikindum. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús sökum þunglyndi vegna þess.
FréttirLaxeldi
Tveir stjórnendur selja fyrir samtals 2,3 milljarða í Arctic Fish til Síldarvinnslunnar
Eignarhaldsfélag Sigurðar Péturssonar, eins stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra Arctic Fish, hefur selt hlutabréf í félaginu fyrir tæplega 1.900 milljónir króna. Núverandi fjármálastjóri laxeldisfyrirtækisins, Neil Shiran Þórisson, selur nú í félaginu fyrir rúmlega 440 milljónir króna. Hann segist ekki vera að hætta hjá félaginu en að óvissa um framtíðareignarhald félagsins hafi spilað inn í ákvörðun hans.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.