Þessi grein er meira en ársgömul.

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Bern­h­ard Es­au sagði af sér í dag í kjöl­far af­hjúp­ana á mútu­greiðsl­um Sam­herja til spilltra embætt­is- og stjórn­mála­manna í Namib­íu. Hann átti fund með Þor­steini Má á bú­garði sín­um í Namib­íu. Hér má sjá hann sam­þykkja að út­vega ódýr­an kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að kom­ast hjá skatta­greiðsl­um.

Bern­h­ard Es­au sagði af sér í dag í kjöl­far af­hjúp­ana á mútu­greiðsl­um Sam­herja til spilltra embætt­is- og stjórn­mála­manna í Namib­íu. Hann átti fund með Þor­steini Má á bú­garði sín­um í Namib­íu. Hér má sjá hann sam­þykkja að út­vega ódýr­an kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að kom­ast hjá skatta­greiðsl­um.

Undanfarna mánuði hafa tveir fréttamenn Al Jazeera fundað með Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu undir því yfirskyni að þeir væru erlendir fjárfestar á höttunum eftir sjófrystikvóta.

Umfjöllun Al Jazeera er unnin í samstarfi við Wikileaks, Stundina og Kveik, sem birti í gærkvöldi myndband af fundi Al Jazeera með Bernhardt Esau, þar sem hann samþykkti að útvega þeim ódýran kvóta gegn greiðslu og bauðst til þess að veita þeim ráð til að komast hjá skattagreiðslum í Namibíu. 

Myndbandið má sjá hér að ofan, en Bernhard Esau sagði af sér í dag í kjölfar afhjúpana á mútugreiðslum Samherja til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu. Það gerði einnig dómsmálaráðherrann Sacky Shangala, sem þáði mútugreiðslur frá Samherja. Var forseta Namibíu, Hage Geingob, misboðið vegna málsins og vildi fá þá út úr ríkisstjórninni. 

Viðurkenndi fund með Þorsteini

Kveikur hafði óskað eftir viðbrögðum ráðherrans vegna upptökunnar, gögnum og frásögn uppljóstrarans, Jóhannesar Stefánssonar, um að tengdasonur ráðherrans hafi farið fram á það Samherji greiddi ráðherranum peninga fyrir hönd Samherja, til þess að tryggja fyrirtækinu ódýran hestamakrílskvóta við strendur Namibíu. 

Í tvígang hafnaði Bernhard beiðni Kveiks um viðtal, en fréttamenn Kveiks náðu tali af honum á ráðstefnu í Noregi. Þar hafnaði hann því alfarið að hafa þegið eða hafa haft vitneskju um mútugreiðslur. Hann sagðist í fyrstu ekki þekkja forsvarsmenn Samherja, en viðurkenndi síðan að hafa fundað með Þorsteini Má Baldvinsyni, forstjóra Samherja, í Namibíu.

Funduðu á búgarði ráðherrans

Fundur Þorsteins með sjávarútvegsráðherranum, fór fram á búgarði ráðherrans í Namibíu árið 2012 og hann sátu einnig Aðalsteinn Helgason og Jóhannes Stefánsson fyrir hönd Samherja, sem og James Hatuikulip, Fitty Tamson Hatuikulipi og Tashi Shiimi-ya-Shiimi

James er stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem úthlutar kvóta til útgerðarfélaga í landinu. Tamson „Fitty“ Hatuikulipi er frændi James og tengdasonur ráðherrans. Í gögnum málsins kemur fram hvernig þeir beittu sér fyrir því að tryggja stöðu Samherja í Namibíu gegn mútugreiðslum, ásamt dómsmálaráðherra Namibíu Sacky Shangala. 

Þótti það skjóta skökku við þegar Bernhard Esau skipaði James stjórnarformann, fram hjá stjórn Fishcor og án þess að hafa stjórnarmenn með í ráðum, líkt og venja er.  Á grundvelli þessara upplýsinga hóf áðurnefnd opinber stofnun sem vinnur gegn spillingu ACC (Anti Corruption Comittee), rannsókn á því hvernig James Hatuikulipi komst í stjórnarformannsembætti Fishcor.

„Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu“

Þá hafa fjölmiðlar í Namibíu, meðal annars dagblaðið The Namibian, gagnrýnt að ráðherrann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að úthluta 10 þúsund tonna kvóta af hestamakríl til Fishcor, kvóta sem fór að hluta til Samherja, árið 2014.

Rannsaka spillingu 

Samkvæmt óformlegri fundargerð frá fundinum á búgarði ráðherrans, var meðal annars rætt um hvernig hægt væri að tryggja Samherja kvóta í landinu, þvert á stefnu stjórnvalda um að ýta undir namibískt eignarhald á fyrirtækjum í sjávarútvegi og stuðla að því að verðmætasköpun í sjávarútvegi verði eftir í landinu, meðal annars með því að fiskurinn sé unninn í landvinnslu og að til verði störf fyrir vikið.

Atvinnuleysi í Namibíu hefur verið um og yfir 30 prósent í gegnum árin og áhersla á innlenda verðmætasköpun úr auðlind þjóðarinnar er liður í því að bæta lífskjör almennings. 

Lagði ráðherrann því áherslu á Namibíuvæðingu Samherja, sem fólst í því að namibískir aðilar þurftu að vera eigendur að fyrirtækjum. Á móti ætlaði hann að tryggja þeim kvóta til framtíðar. 

Nánar er fjallað um þá fléttu í umfjöllun Stundarinnar: Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu.

Segist hafa tekið peningana út í reiðufé

Fyrrverandi starfsmaður Samherja, Jóhannes Stefánsson, hefur lýst því hvernig farið var fram á að Samherji myndi greiða sjávarútvegsráðherranum peninga. Sagði Jóhanns að sú krafa hefði komið frá Fitty Tamson Hatuikulipi, tengdasyni ráðherrans sem sjálfur þáði mútur frá Samherja fyrir að vinna að því að fyrirtækið fengi ódýran kvóta í Namibíu. 

Jóhannes segist hafa hringt í sinn næsta yfirmann hjá Samherja, Aðalstein Helgason, framkvæmdastjóra Kötlu Seafood. „Ég hringdi í Aðalstein og sagði honum að það hafi komið ósk um að borga sjávarútvegsráðherranum 500 þúsund Namibíudollara [Tæplega 10 milljónir íslenskra króna]. Þá sagði Aðalsteinn við mig að alltaf þegar gæfist tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra þá ætti ég að borga sjávarútvegsráðherra, hann orðaði þetta einhvern veginn svona. Ég tók þetta út í peningum og lét Tamson hafa þetta. Tamson var milliliður í þessu. Ég gerði þetta tvisvar,“ segir Jóhannes sem segir að samtals hafi verið um að ræða 1 milljóna Namibíudollara eða ríflega 18 milljónir króna. „Þetta situr í mér, af því ég man hvað Aðalsteinn var ákveðinn í þessu. Það var eins og hann væri ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég labba bara inn í hringiðu efnahagsbrota og spillingar. Ég fékk orderur frá þeim og gerði bara mitt besta í því. Miðað við hvernig þeir greiddu mútur þá var eins og þeir væru ekki að gera þetta í fyrsta skipti.“

Ábyrgðin liggur hjá fyrirtækinu

Í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni er sökinni alfarið skellt á Jóhannes, þrátt fyrir að gögn málsins sýni að mútugreiðslur héldu áfram og jukust eftir að hann lét af störfum fyrir Samherja. 

Þá sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra Íslands, að það væri útilokað að einn maður bæri ábyrgð á svona stöðu. „Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu. Það gefur alveg augaleið. Það er fyrirtækið sjálft sem þarf að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru upp,“ sagði Kristján Þór í samtali við RÚV. 

Um leið sagði hann að málið gæti haft áhrif á trúverðugleika sinn sem sjávarútvegsráðherra, ekki síst vegna þess að hann kom inn á fund sem Þorsteinn Már átti hér á landi með þremenningunum sem unnu að því gegn mútugreiðslum að útvega Samherja kvóta í landinu. Á fundinum kynnti Þorsteinn Már Kristján Þór sem „sinn mann í ríkisstjórninni“. 

„Vandamálið er að ég þarf ekki að ræða við þig. Hvað gerum við þá?“

Neita að svara fyrir málið

Í stað þess að samþykkja boð Kveiks um viðtal var fréttastjóranum boðið á fund í London, þar sem ekkert mátti hafa eftir. Þremur dögum eftir að honum barst fyrsta viðtalsbeiðnin frá Kveik og Al Jazeera mætti hann í viðtal á Býtinu á Bylgjunni og bar fréttamann RÚV þungum sökum, sakaði hann um að vera gerandi í húsleit Seðlabankans og sagði hann stýrast af annarlegum hvötum í fréttaflutningi sínum. Þorsteinn hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum frá Stundinni. 

Aðalsteinn sagði í samtali við Stundina að þetta væru „lygar“ án þess að útskýra það nánar. Aðalsteinn sem er sjötugur, hætti að vinna fyrir þremur árum síðan og kemur margítrekað fyrir í gögnum málsins, hafnaði því að svara fyrir aðkomu sína á þeim forsendum að hann væri „bara gamall maður“ og vildi vera í friði. „Vandamálið er að ég þarf ekki að ræða við þig. Hvað gerum við þá?“ sagði Aðalsteinn, og samtalinu lauk þegar hann skellti á blaðamann. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Félag Þorsteins Más lánaði börnum hans 29 milljarða til að kaupa hlut þess í Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Fé­lag Þor­steins Más lán­aði börn­um hans 29 millj­arða til að kaupa hlut þess í Sam­herja

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Steinn, í eigu Þor­steins Má Bald­vins­son­ar og Helgu S. Guð­munds­dótt­ir, lán­aði fé­lagi í eigu barna þeirra, Bald­vins og Kötlu, 29 millj­arða króna til að kaupa hluta­bréf í Sam­herja af þeim í fyrra. Fé­lag Bald­vins og Kötlu greið­ir rúm­ar 1100 millj­ón­ir króna á ári í af­borg­an­ir af lán­inu.
KPMG: „Það var ákvörðun Samherja  að skipta um endurskoðunarfyrirtæki“
FréttirSamherjaskjölin

KP­MG: „Það var ákvörð­un Sam­herja að skipta um end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki“

KP­MG seg­ir trún­að ríkja um við­skipta­vini fé­lags­ins en að Sam­herji hafi ákveð­ið að skipta um end­ur­skoð­anda. Fyr­ir­tæk­ið sem Sam­herji skipt­ir nú við, BDO ehf., er með stutta við­skipta­sögu á Ís­landi. Spænska BDO hef­ur ver­ið sekt­að og end­ur­skoð­andi þess dæmd­ur í fang­elsi á Spáni fyr­ir að falsa bók­hald út­gerð­ar­inn­ar Pescanova sem með­al ann­ars veið­ir í Namib­íu.
Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji skipt­ir um end­ur­skoð­anda yf­ir Namib­íu­fé­lag­inu eft­ir þrett­án ár hjá KP­MG

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Sam­herji Hold­ing ehf. hef­ur skipt um end­ur­skoð­anda á Ís­landi. Fé­lag­ið held­ur ut­an um fé­lög sem eiga rekst­ur Sam­herja í Namib­íu auk þess að vera stærsti hlut­hafi Eim­skipa­fé­lags­ins.
Lögreglan í Namibíu gefur ekki upp hvort til standi að yfirheyra stjórnendur Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Lög­regl­an í Namib­íu gef­ur ekki upp hvort til standi að yf­ir­heyra stjórn­end­ur Sam­herja

Rann­sókn­in á Sam­herja­mál­inu í Namib­íu er á loka­stigi og er lengra kom­in en rann­sókn­in á Ís­landi. Yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, Paul­us Noa, seg­ir að namib­íska lög­regl­an hafi feng­ið upp­lýs­ing­ar frá Ís­landi og kann að vera að átt sé við yf­ir­heyrsl­urn­ar yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja.
Forseti Namibíu þakkaði forsætisráðherra Noregs fyrir aðstoðina við rannsókn Samherjamálsins
FréttirSamherjaskjölin

For­seti Namib­íu þakk­aði for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs fyr­ir að­stoð­ina við rann­sókn Sam­herja­máls­ins

Hage Geingob þakk­aði Ernu Sol­berg fyr­ir að Nor­eg­ur hafi hjálp­að Namib­íu að rann­saka spill­ing­ar­mál Sam­herja í Namib­íu. Ís­land og Nor­eg­ur hafa veitt Namib­íu að­stoð en lönd eins og Angóla, Dubaí og Kýp­ur hafa ekki ver­ið eins vilj­ug til þess.
Þorsteinn Már tekur við framkvæmdastjórn og prókúru  samstæðu Samherja í kjölfar eigendaskipta til barnanna
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már tek­ur við fram­kvæmda­stjórn og prókúru sam­stæðu Sam­herja í kjöl­far eig­enda­skipta til barn­anna

Þor­steinn Már Bald­vins­son­ar tók aft­ur form­lega við fram­kvæmda­stjóra­stöðu og prókúru Sam­herja og Sam­herja Hold­ing í kring­um 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann er því áfram æðsti stjórn­andi Sam­stæð­unn­ar þrátt fyr­ir Namib­íu­mál­ið og eigna­til­færslu á hluta­bréf­um í Sam­herja til barna sinna.

Nýtt á Stundinni

Mentor
Bíó Tvíó#181

Mentor

Andrea og Stein­dór snúa aft­ur til að ræða mynd­ina Mentor sem kom út í sum­ar.
„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“
Flækjusagan

„Ég hefði aldrei átt að enda hérna“

War­ren Har­ding má bú­ast við að losna loks­ins úr sæti versta Banda­ríkja­for­set­ans þeg­ar far­ið verð­ur að meta for­seta­tíð Don­alds Trump.
Hvítt er svart
Myndir

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.
Lífsins tré í kaffi og súkkulaði
Uppskrift

Lífs­ins tré í kaffi og súkkulaði

Mat­ur og nor­ræn goða­fræði hafa lengi ver­ið ástríða Odd­nýj­ar Cöru Edw­ards og hef­ur hún síð­ast­lið­in ár rann­sak­að og kynnt sér heil­næma eig­in­leika asks­ins sem í goða­fræð­inni er kall­að­ur lífs­ins tré. Í raun má nýta alla hluta trés­ins til mat­ar­gerð­ar og Odd­ný þró­ar nú vöru­línu af kaffi, te, súkkulaði og eins kon­ar áka­víti þar sem ask­ur­inn er not­að­ur sem íblöndu­an­ar­efni.
Í hverju felst hamingjan í huga þínum?
ViðtalHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an í huga þín­um?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokkr­ir frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.
„Maður á að njóta en ekki þjóta“
ViðtalHamingjan

„Mað­ur á að njóta en ekki þjóta“

Hall­dóra Gyða Matth­ías­dótt­ir Proppé fær sína lífs­fyll­ingu og ham­ingju með íþrótta­iðk­un og úti­veru. Hún þrífst á áskor­un­um og góð­um fé­lags­skap. Smá­at­riði eins og að eiga ekki hjól eða hafa aldrei stað­ið á göngu­skíð­um hafa ekki stöðv­að hana í að taka þátt í þrí­þraut­ar­keppni eða Fossa­vatns­göng­unni.
217. spurningaþraut: Eftir hvaða fugli heita mörgæsir „penguins“?
Þrautir10 af öllu tagi

217. spurn­inga­þraut: Eft­ir hvaða fugli heita mörgæs­ir „pengu­ins“?

Þraut­in í gær, hér er hún. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvað nefn­ist fugl­inn á mynd­inni hér að of­an? * 1.   Ís­lensk leik­kona veikt­ist og varð að hætta að stunda sína list en gafst þó hvergi upp við list­sköp­un og fór að mála mynd­ir með pensli sem hún hélt á í munn­in­um. Hvað hét hún? 2.   „Ást­in er eins og sinu­eld­ur, ást­in...
Náði bata frá fíknivanda en óttast um adrif dóttur sinnar á götunni
Viðtal

Náði bata frá fíkni­vanda en ótt­ast um adrif dótt­ur sinn­ar á göt­unni

Móð­ir seg­ir hér sög­una af því hvernig hún strauk að heim­an 12 ára, var vist­uð á ung­linga­heim­il­um og leidd­ist út í harða neyslu, missti ný­fædd­an son sinn og eign­að­ist þrjár dæt­ur með þrem­ur mönn­um, en náði sér á strik eft­ir enn eina með­ferð­ina fyr­ir þrett­án ár­um og hef­ur ver­ið alls­gáð síð­an. Dótt­ir henn­ar er hins veg­ar á göt­unni.
Veitir innsýn í daglegt líf listamanna
Viðtal

Veit­ir inn­sýn í dag­legt líf lista­manna

Elísa­bet Alma Svendsen rek­ur listráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið List­val þar sem hún veit­ir ráð­gjöf um val og upp­setn­ingu á lista­verk­um. Hún veit­ir lista­mönn­um einnig að­gang að In­sta­gram-reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins til að kynna sig, halda sta­f­ræn­ar vinnu­stofu­heim­sókn­ir og sýna verk­in sín.
Bölvun múmíunnar
StreymiFjölskyldustund á laugardögum

Bölv­un múmí­unn­ar

Ár­mann Jak­obs­son les úr bók sinni, Bölv­un múmí­unn­ar - seinni hluti, og ræð­ir um hana við Guð­rúnu Láru Pét­urs­dótt­ur, bók­mennta­fræð­ing. Streym­ið er á veg­um Menn­ing­ar­hús­anna í Kópa­vogi og hefst klukk­an 13.
Áföll erfast á milli kynslóða
Viðtal

Áföll erf­ast á milli kyn­slóða

Börn sem al­ast upp í óheil­brigðu um­hverfi eru gjarn­an með sjálfs­mynd sem er sködd­uð, þar sem þau trúa því að þau séu ekki nógu góð og gef­ast upp áð­ur en þau hefja bar­átt­una fyr­ir betra lífi.
Af þriðju kynslóð kvenna með fíknivanda og býr á götunni: „Ég er góð manneskja“
Viðtal

Af þriðju kyn­slóð kvenna með fíkni­vanda og býr á göt­unni: „Ég er góð mann­eskja“

Amma henn­ar neytti fíkni­efna og mamma henn­ar var fík­ill. Sjálf er hún bú­in að vera í neyslu síð­an hún var tólf ára og varð sprautufík­ill 16 ára. Í dag er hún 23 ára, heim­il­is­laus og hef­ur séð sorg­ina og dauð­ann í heimi þeirra sem eru í neyslu en dreym­ir um að verða dýra­lækn­ir.