Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Svona þiggur sjávar­útvegs­ráðherra Namibíu mútur

Bern­h­ard Es­au sagði af sér í dag í kjöl­far af­hjúp­ana á mútu­greiðsl­um Sam­herja til spilltra embætt­is- og stjórn­mála­manna í Namib­íu. Hann átti fund með Þor­steini Má á bú­garði sín­um í Namib­íu. Hér má sjá hann sam­þykkja að út­vega ódýr­an kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að kom­ast hjá skatta­greiðsl­um.

Bern­h­ard Es­au sagði af sér í dag í kjöl­far af­hjúp­ana á mútu­greiðsl­um Sam­herja til spilltra embætt­is- og stjórn­mála­manna í Namib­íu. Hann átti fund með Þor­steini Má á bú­garði sín­um í Namib­íu. Hér má sjá hann sam­þykkja að út­vega ódýr­an kvóta gegn greiðslu og gefa ráð til að kom­ast hjá skatta­greiðsl­um.

Undanfarna mánuði hafa tveir fréttamenn Al Jazeera fundað með Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu undir því yfirskyni að þeir væru erlendir fjárfestar á höttunum eftir sjófrystikvóta.

Umfjöllun Al Jazeera er unnin í samstarfi við Wikileaks, Stundina og Kveik, sem birti í gærkvöldi myndband af fundi Al Jazeera með Bernhardt Esau, þar sem hann samþykkti að útvega þeim ódýran kvóta gegn greiðslu og bauðst til þess að veita þeim ráð til að komast hjá skattagreiðslum í Namibíu. 

Myndbandið má sjá hér að ofan, en Bernhard Esau sagði af sér í dag í kjölfar afhjúpana á mútugreiðslum Samherja til spilltra embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu. Það gerði einnig dómsmálaráðherrann Sacky Shangala, sem þáði mútugreiðslur frá Samherja. Var forseta Namibíu, Hage Geingob, misboðið vegna málsins og vildi fá þá út úr ríkisstjórninni. 

Viðurkenndi fund með Þorsteini

Kveikur hafði óskað eftir viðbrögðum ráðherrans vegna upptökunnar, gögnum og frásögn uppljóstrarans, Jóhannesar Stefánssonar, um að tengdasonur ráðherrans hafi farið fram á það Samherji greiddi ráðherranum peninga fyrir hönd Samherja, til þess að tryggja fyrirtækinu ódýran hestamakrílskvóta við strendur Namibíu. 

Í tvígang hafnaði Bernhard beiðni Kveiks um viðtal, en fréttamenn Kveiks náðu tali af honum á ráðstefnu í Noregi. Þar hafnaði hann því alfarið að hafa þegið eða hafa haft vitneskju um mútugreiðslur. Hann sagðist í fyrstu ekki þekkja forsvarsmenn Samherja, en viðurkenndi síðan að hafa fundað með Þorsteini Má Baldvinsyni, forstjóra Samherja, í Namibíu.

Funduðu á búgarði ráðherrans

Fundur Þorsteins með sjávarútvegsráðherranum, fór fram á búgarði ráðherrans í Namibíu árið 2012 og hann sátu einnig Aðalsteinn Helgason og Jóhannes Stefánsson fyrir hönd Samherja, sem og James Hatuikulip, Fitty Tamson Hatuikulipi og Tashi Shiimi-ya-Shiimi

James er stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem úthlutar kvóta til útgerðarfélaga í landinu. Tamson „Fitty“ Hatuikulipi er frændi James og tengdasonur ráðherrans. Í gögnum málsins kemur fram hvernig þeir beittu sér fyrir því að tryggja stöðu Samherja í Namibíu gegn mútugreiðslum, ásamt dómsmálaráðherra Namibíu Sacky Shangala. 

Þótti það skjóta skökku við þegar Bernhard Esau skipaði James stjórnarformann, fram hjá stjórn Fishcor og án þess að hafa stjórnarmenn með í ráðum, líkt og venja er.  Á grundvelli þessara upplýsinga hóf áðurnefnd opinber stofnun sem vinnur gegn spillingu ACC (Anti Corruption Comittee), rannsókn á því hvernig James Hatuikulipi komst í stjórnarformannsembætti Fishcor.

„Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu“

Þá hafa fjölmiðlar í Namibíu, meðal annars dagblaðið The Namibian, gagnrýnt að ráðherrann hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að úthluta 10 þúsund tonna kvóta af hestamakríl til Fishcor, kvóta sem fór að hluta til Samherja, árið 2014.

Rannsaka spillingu 

Samkvæmt óformlegri fundargerð frá fundinum á búgarði ráðherrans, var meðal annars rætt um hvernig hægt væri að tryggja Samherja kvóta í landinu, þvert á stefnu stjórnvalda um að ýta undir namibískt eignarhald á fyrirtækjum í sjávarútvegi og stuðla að því að verðmætasköpun í sjávarútvegi verði eftir í landinu, meðal annars með því að fiskurinn sé unninn í landvinnslu og að til verði störf fyrir vikið.

Atvinnuleysi í Namibíu hefur verið um og yfir 30 prósent í gegnum árin og áhersla á innlenda verðmætasköpun úr auðlind þjóðarinnar er liður í því að bæta lífskjör almennings. 

Lagði ráðherrann því áherslu á Namibíuvæðingu Samherja, sem fólst í því að namibískir aðilar þurftu að vera eigendur að fyrirtækjum. Á móti ætlaði hann að tryggja þeim kvóta til framtíðar. 

Nánar er fjallað um þá fléttu í umfjöllun Stundarinnar: Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu.

Segist hafa tekið peningana út í reiðufé

Fyrrverandi starfsmaður Samherja, Jóhannes Stefánsson, hefur lýst því hvernig farið var fram á að Samherji myndi greiða sjávarútvegsráðherranum peninga. Sagði Jóhanns að sú krafa hefði komið frá Fitty Tamson Hatuikulipi, tengdasyni ráðherrans sem sjálfur þáði mútur frá Samherja fyrir að vinna að því að fyrirtækið fengi ódýran kvóta í Namibíu. 

Jóhannes segist hafa hringt í sinn næsta yfirmann hjá Samherja, Aðalstein Helgason, framkvæmdastjóra Kötlu Seafood. „Ég hringdi í Aðalstein og sagði honum að það hafi komið ósk um að borga sjávarútvegsráðherranum 500 þúsund Namibíudollara [Tæplega 10 milljónir íslenskra króna]. Þá sagði Aðalsteinn við mig að alltaf þegar gæfist tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra þá ætti ég að borga sjávarútvegsráðherra, hann orðaði þetta einhvern veginn svona. Ég tók þetta út í peningum og lét Tamson hafa þetta. Tamson var milliliður í þessu. Ég gerði þetta tvisvar,“ segir Jóhannes sem segir að samtals hafi verið um að ræða 1 milljóna Namibíudollara eða ríflega 18 milljónir króna. „Þetta situr í mér, af því ég man hvað Aðalsteinn var ákveðinn í þessu. Það var eins og hann væri ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég labba bara inn í hringiðu efnahagsbrota og spillingar. Ég fékk orderur frá þeim og gerði bara mitt besta í því. Miðað við hvernig þeir greiddu mútur þá var eins og þeir væru ekki að gera þetta í fyrsta skipti.“

Ábyrgðin liggur hjá fyrirtækinu

Í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni er sökinni alfarið skellt á Jóhannes, þrátt fyrir að gögn málsins sýni að mútugreiðslur héldu áfram og jukust eftir að hann lét af störfum fyrir Samherja. 

Þá sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra Íslands, að það væri útilokað að einn maður bæri ábyrgð á svona stöðu. „Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu. Það gefur alveg augaleið. Það er fyrirtækið sjálft sem þarf að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru upp,“ sagði Kristján Þór í samtali við RÚV. 

Um leið sagði hann að málið gæti haft áhrif á trúverðugleika sinn sem sjávarútvegsráðherra, ekki síst vegna þess að hann kom inn á fund sem Þorsteinn Már átti hér á landi með þremenningunum sem unnu að því gegn mútugreiðslum að útvega Samherja kvóta í landinu. Á fundinum kynnti Þorsteinn Már Kristján Þór sem „sinn mann í ríkisstjórninni“. 

„Vandamálið er að ég þarf ekki að ræða við þig. Hvað gerum við þá?“

Neita að svara fyrir málið

Í stað þess að samþykkja boð Kveiks um viðtal var fréttastjóranum boðið á fund í London, þar sem ekkert mátti hafa eftir. Þremur dögum eftir að honum barst fyrsta viðtalsbeiðnin frá Kveik og Al Jazeera mætti hann í viðtal á Býtinu á Bylgjunni og bar fréttamann RÚV þungum sökum, sakaði hann um að vera gerandi í húsleit Seðlabankans og sagði hann stýrast af annarlegum hvötum í fréttaflutningi sínum. Þorsteinn hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum frá Stundinni. 

Aðalsteinn sagði í samtali við Stundina að þetta væru „lygar“ án þess að útskýra það nánar. Aðalsteinn sem er sjötugur, hætti að vinna fyrir þremur árum síðan og kemur margítrekað fyrir í gögnum málsins, hafnaði því að svara fyrir aðkomu sína á þeim forsendum að hann væri „bara gamall maður“ og vildi vera í friði. „Vandamálið er að ég þarf ekki að ræða við þig. Hvað gerum við þá?“ sagði Aðalsteinn, og samtalinu lauk þegar hann skellti á blaðamann. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Stundaði Samherji arðrán í Namibíu? Mútur og greiðslur í skattaskjól tvöfalt hærri en bókfært tap
GreiningSamherjaskjölin

Stund­aði Sam­herji arð­rán í Namib­íu? Mút­ur og greiðsl­ur í skatta­skjól tvö­falt hærri en bók­fært tap

Sam­herji og Morg­un­blað­ið full­yrða að „ekk­ert arð­án“ hafi átt sér stað í rekstri Sam­herja í Namib­íu. Þetta er nið­ur­staða þess­ara að­ila þeg­ar ein­göngu er horft á rekst­ur dótt­ur­fé­laga Sam­herja í Namib­íu. Þeg­ar horft er rekst­ur­inn í stærra sam­hengi flæk­ist mynd­in.
Samherji gengst við „gagnrýniverðri“ háttsemi í Namibíu en varpar ábyrgðinni á millistjórnendur
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji gengst við „gagn­rýni­verðri“ hátt­semi í Namib­íu en varp­ar ábyrgð­inni á mill­i­stjórn­end­ur

Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji varp­ar ábyrgð­inni á því „gagn­rýni­verða“ sem gerð­ist í rekstri fé­lags­ins í Namib­íu yf­ir á mill­i­stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins í norsk­um fjöl­miðl­um. Vörn Sam­herja bygg­ir á því að yf­ir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi hafi ekk­ert kom­ið að mútu­greiðsl­un­um í Namib­íu held­ur al­far­ið stjórn­end­urn­ir í Afr­íku.
Banki sagði Samherja tengjast félagi í skattaskjóli sem útgerðin sver af sér
GreiningSamherjaskjölin

Banki sagði Sam­herja tengj­ast fé­lagi í skatta­skjóli sem út­gerð­in sver af sér

Sam­herji sver af sér tengsl við eign­ar­halds­fé­lag í skatta­skjól­inu Mars­hall-eyj­um sem not­að var til að greiða laun starfs­manna út­gerð­ar­inn­ar í Afr­íku. Gögn frá DNB-bank­an­um sýna hins veg­ar að fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja hafði rétt­indi til að stýra banka­reikn­ingi fé­lags­ins og að bank­inn taldi fé­lag­ið lúta stjórn Sam­herja.
Lögmannsstofa Samherja reynir að fá Jóhannes í viðtal um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin

Lög­manns­stofa Sam­herja reyn­ir að fá Jó­hann­es í við­tal um Namib­íu­mál­ið

Eva Joly, lög­mað­ur upp­ljóstr­ar­ans Jó­hann­ess­ar Stef­áns­son­ar, hef­ur hafn­að beiðni Wik­borg Rein um við­tal á þeim for­send­um að einka­fyr­ir­tæk­ið, sem vinn­ur fyr­ir Sam­herja sé ekki op­in­ber að­ili og hafi enga lög­sögu í mál­inu.
Meðferð Samherjamálsins tefst hjá  ákæruvaldinu út af COVID-faraldrinum
FréttirSamherjaskjölin

Með­ferð Sam­herja­máls­ins tefst hjá ákæru­vald­inu út af COVID-far­aldr­in­um

Ólaf­ur Þór Hauks­son hér­aðssak­sókn­ari seg­ir að með­ferð allra mála tefj­ist hjá embætt­inu út af COVID-far­aldr­in­um. Með­al þess­ara mála er Sam­herja­mál­ið, rann­sókn á mútu­greiðsl­um Sam­herja í Namib­íu upp á vel á ann­an millj­arð króna. Þor­steinn Már Bald­vins­son hef­ur ekki ver­ið yf­ir­heyrð­ur enn sem kom­ið er.
Samherji lokar skrifstofu sinni í Namibíu á þriðjudaginn í kjölfar mútumálsins
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji lok­ar skrif­stofu sinni í Namib­íu á þriðju­dag­inn í kjöl­far mútu­máls­ins

Sam­herji komst að sam­komu­lagi við verka­lýðs­fé­lag í Namib­íu og yf­ir­gef­ur land­ið í næstu viku. Ástæð­an er mútu­mál Sam­herja í Namib­íu sem nú er til rann­sókn­ar í að minnsta kosti þrem­ur lönd­um, Namib­íu, Ís­landi og Nor­egi.

Nýtt á Stundinni

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Fréttir

Verð­lags­stofa við­ur­kenn­ir að hafa unn­ið gögn sem Helgi studd­ist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.
Greiðsla til Hjaltalín stöðvuð út af gráa listanum
Fréttir

Greiðsla til Hjaltalín stöðv­uð út af gráa list­an­um

Dreif­ing­ar­að­ila var óheim­ilt að milli­færa á ís­lensk­an banka­reikn­ing hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjaltalín vegna veru Ís­lands á gráa lista FATF um að­gerð­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.
Segir Guðlaug Þór vilja skipa pólitíska sendiherra
Fréttir

Seg­ir Guð­laug Þór vilja skipa póli­tíska sendi­herra

Ís­lensk­ur sendi­herra seg­ir Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra líta svo á að hann geti skip­að hvern sem er sem sendi­herra. Nýtt frum­varp hans ógni lýð­ræð­is­legri stjórn­sýslu.
Lestir á járnbrautum
Myndir

Lest­ir á járn­braut­um

Ljós­mynd­ar­inn Páll Stef­áns­son dá­ist að skil­virkni lest­ar­sam­gangna, nú þeg­ar flug­ferð­ir eru í lág­marki.
108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?
Þrautir10 af öllu tagi

108. spurn­inga­þraut: Við hvað starf­aði hin mið­aldra sögu­hetja í bíó­mynd­inni Líf annarra?

Áð­ur en lengra er hald­ið, þá leyn­ist hér þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an er bíó­mynda­per­sóna sem Brie Lar­son lék í vin­sælli mynd í fyrra. Í sínu dag­lega lífi heit­ir per­són­an Carol Dan­vers en hvað nefn­ist þeg­ar hún er kom­in í þenn­an skín­andi fína og vel saum­aða bún­ing? Á neðri mynd­inni er bros­mild salam­andra. Hvað heit­ir...
Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Fréttir

Fé­lag frétta­manna lýs­ir undr­un og von­brigð­um með gagn­rýn­is­lausa birt­ingu ásak­ana Sam­herja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Fordæma aðför stórfyrirtækisins Samherja að mannorði Helga Seljan
Fréttir

For­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja að mann­orði Helga Selj­an

Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Sam­herji sak­ar Helga Selj­an ým­ist um að hafa átt við eða fals­að skýrslu sem hann hafi byggt á um­fjöll­un sína um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Út­varps­stjóri og frétta­stjóri RÚV hafna áburði Sam­herja og for­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins að mann­orði hans.
Ótrúlegur líkfundur í yfirgefinni franskri villu: Maður myrtur og lá svo ósnertur í 30 ár
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Ótrú­leg­ur lík­fund­ur í yf­ir­gef­inni franskri villu: Mað­ur myrt­ur og lá svo ósnert­ur í 30 ár

Í byrj­un árs keypti fransk­ur auðjöf­ur nið­ur­nídda höll í einu fín­asta hverfi Par­ís­ar á 5,6 millj­arða ís­lenskra króna. Í kjall­ar­an­um leynd­ist lík.
Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Fréttir

Eyða þre­falt meira í inn­lend­ar aug­lýs­ing­ar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Hrakt­ist úr grotn­andi húsi á Suð­ur­landi

Ungt að­flutt par flúði óí­búð­ar­hæft hús­næði sem vinnu­veit­andi þeirra á Suð­ur­landi leigði þeim. Þar var mik­ið um vatns­skemmd­ir og sorp var á víð og dreif um hús­ið og lóð­ina. Yf­ir­mað­ur­inn sagði að aðr­ir út­lend­ing­ar hefðu aldrei kvart­að und­an ástandi hús­næð­is­ins.