Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
3
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
4
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
5
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
6
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
7
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
Eftir nefndarfund á AlþingiÞingmaður gerir athugasemd við að Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, sagði seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“ eftir nefndarfund á Alþingi. Seðlabankastjóri hafði reynt að taka í höndina á Þorsteini Má.Mynd: Anton Brink / Fréttablaðið
Um tveimur mánuðum áður en Baldvin Þorsteinsson, sonur Samherjaforstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar, sagði Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“ eftir nefndarfund í húsnæði Alþingis, borgaði Samherji enn eina mútugreiðsluna inn á aflandsreikning stjórnarformanns ríkisfyrirtækisins sem gefur út kvóta í Namibíu. Greiðslurnar, sem fóru frá Kýpur inn á reikning í eigu embættismannsins í Dúbaí við Persaflóa, voru komnar upp í rétt tæplega 500 milljónir króna. En Þorsteinn vildi vekja máls á öðru, hvernig hægt væri að refsa eftirlitinu á Íslandi.
„Ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi,“ hafði Þorsteinn sagt nokkru áður, um seðlabankastjóra Íslands.
Seðlabankastjóri hafði staðið fyrir rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum Samherja í þeim tilgangi að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kæmi að gjaldeyrishöftunum. Nokkrum árum fyrr, nokkuð sem hafði ekki komið fram, höfðu Þorsteinn Már og þáverandi eiginkona hans verið sektuð af Seðlabankanum fyrir að skila ekki gjaldeyri til landsins þegar þau fengu 1,3 milljarða króna lagða inn á reikninga sína í útlöndum. Bankinn vissi reyndar ekki af 700 milljónum króna til viðbótar sem hjónin fluttu í trássi við lög um skilaskyldu gjaldeyris, líkt og greint er frá í Stundinni nú. Sektin var aðeins 400 þúsund krónur og þurfti síðan að endurgreiðast á þessu ári vegna mistaka við lagasetningu. Þorsteinn var í hópi aðeins 12 einstaklinga sem töldust hafa brotið lögin.
Ekki hafði komið fram opinberlega þá, og ólíklegt er að Seðlabankinn hafi vitað til þess, að Samherji hafði greitt meira en milljarð króna í mútugreiðslur sem dubbaðar voru upp sem „ráðgjafargreiðslur“ til embættismanna, stjórnmálamanna og tengdra aðila sem taka ákvarðanir fyrir hönd namibíska ríkisins um fiskveiðistjórnunarmál. Þá hafði ekki heldur komið fram að net aflandsviðskipta Samherja liggur í gegnum skattaskjólið Marshall-eyjar á Kyrrahafi, og Máritíus á Indlandshafi, og svo í gegnum Kýpur á Miðjarðarhafi áður en peningarnir rötuðu síðan yfir Atlantshafið til Íslands, þar sem Samherji fékk löngum 20% afslátt á krónum þegar hagnaðurinn kom að landi.
„Samherji hefur greitt meira í mútur í Namibíu heldur en Íslendingar greiddu í fræga þróunaraðstoð“
Allt þetta og meira til birtist í umfjöllun Stundarinnar, sem unnin er í samstarfi við Wikileaks, Al Jazeera og Kveik, upp úr gögnum eftir uppljóstrun um starfsemi Samherja í Afríku.
Þrjár sögur
Í þessu liggja þrjár sögur sem renna saman. Það er sagan um íslenku þjóðina, sem veitti Namibíu og fleiri Afríkuríkjum þróunaraðstoð til að byggja upp sjálfbæran sjávarútveg og fékk á sig gott orð. Svo er það sagan um fólkið í Namibíu, sem stofnaði sjálfstætt ríki árið 1990 og ætlaði að gera allt rétt til að forðast spillingu. Í þriðja lagi er það sagan um stærsta útgerðarfyrirtæki Íslendinga, sem hefur safnað 111 milljörðum í eigið fé og eignast meiri hlutdeild í auðlindum Íslendinga en nokkurt annað félag, þegar allt er tekið með í reikninginn, en ákvað að nota fjármagn sitt til þess að greiða mútur til embættismanna og fara fram hjá kerfinu í Afríkuríkinu, til þess að geta hagnast enn meira á veiðum, og það án þess að lágmarkshlutdeild í arðinum af auðlindinni verði eftir hjá þjóðinni. Samherji hefur greitt meira í mútur í Namibíu heldur en Íslendingar greiddu í fræga þróunaraðstoð vegna sjávarútvegs í landinu, sem ávann Íslendingum velvild á svæðinu. Þetta er saga sem rennur saman í eina heild og speglast; íslensk þjóð sem barðist fyrir hlutdeild sinni í eigin auðlind, og Afríkuþjóð sem lifir við misskiptingu, atvinnuleysi og töluverða fátækt. Sagan endar á því að þeir sem koma að norðan og nýta auðlindina beita arði sínum af íslensku auðlindinni til þess að spilla stjórnkerfi þjóðarinnar í sína eigin þágu.
Fjórða sagan
Fjórða sagan er af manni sem fékk ekki nóg af peningum. Sem hagnaðist um 5,4 milljarða, í fyrra, á einu ári, einn maður. Sem vill fangelsa seðlabankastjóra lands síns og lýsir því yfir í hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur öðru. Sem vill 322 milljónir króna í skaða- og miskabætur.
Þar sem eina lögreglurannsóknin hér á landi, sett í gang af forsætisráðherra landsins, beinist gegn opinberum starfsmönnum í Seðlabankanum fyrir að hafa hugsanlega látið fjölmiðlamenn vita að rannsókn væri að fara af stað á starfsemi Samherja. Forsætisráðherrann sem hafði krafið Seðlabankann um svör, með tilvísun í að lög um bankann væru til endurskoðunar í ráðuneytinu, bauð forsvarsmönnum Samherja svo á fund til sín. Fjármálaráðherrann lýsti samúð með þeim, vegna þess að Seðlabankann hafði skort lagaheimildir til að beita stjórnvaldssektum. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, útbreiddasta dagblaðsins, sagði Seðlabankann haldinn „rannsóknarfíkn“ og ætti að skammast sín: „Enginn glæpur var framinn hjá Samherja,“ var fullyrt.
Það sem Seðlabankinn vissi ekki, frekar en samúðarfullir ráðherrarnir og leiðarahöfundurinn, var að Samherji hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið hefur greitt í mútur.
Að styrkja ímyndina
Ein leið til þess að móta ímynd, skapa sér stöðu og auka velvild gagnvart fyrirtækinu er að gefa peninga. Styrktarsjóður hefur á síðasta áratug gefið nærri 670 milljónir, með það að marki að bæta líf fólks við Eyjafjörð. Eitthvað minna hefur þó runnið til Namibíu, þar sem 30 prósent íbúa lifir undir fátækramörkum, en Samherji hefur greitt á annan milljarð í mútur. Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs, um tíu prósent af tekjunum er upprunnin í Namibíu.
Hér á landi renna peningarnir ekki aðeins í samfélagsstyrki og skíðalyftur. Þeir streyma líka inn í stjórnmálin. Nokkur ár eru síðan íslenskir stjórnmálaflokkar voru kærðir til lögreglu fyrir að þiggja ólögmæta styrki frá félögum tengdum Samherja. Stjórnarflokkarnir þrír þiggja hámarksstyrki frá fyrirtækinu. Þegar þjóðin samþykkti nýja stjórnarskrá, þar sem kveðið var á um að auðlindir í náttúru Íslands væru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar, var hún svæfð á Alþingi.
Gögnin benda eindregið til þess að Samherji hafi í minnsta lagi ætlað að stunda mútugreiðslur áður, þegar fyrirtækið græddi formúgur á veiðum við Marokkó og Vestur-Sahara fyrir nokkrum árum, og það án þess að heimamenn fengju mikið fyrir sinn snúð. Þá reyndu þeir að fá forseta Íslands til þess að tala sínu máli í Marokkó, eftir að hafa fundað með forsetanum.
Þetta er gert í okkar nafni. Þetta er fjármagnað með notkun á sameiginlegri auðlind okkar og þetta er reist ofan á sterkt orðspor Íslendinga í sjávarútvegi í Afríku.
Það sem þeir eru tilbúnir til að gera
Ef þeir gera þetta þarna, hvað eru þeir tilbúnir að gera hér?
Við vitum hvað Þorsteinn Már vill gera. „Már Guðmundsson fer í fangelsi,“ sagði hann. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði sonur hans í húsnæði löggjafarþingsins.
„Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu“
Hann vill lögreglurannsókn á starfsfólki Seðlabankans fyrir að tala við fjölmiðlamann. Hann stundar undarlegar fléttur með hlut í stærsta útgáfufélagi landsins, þar sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn situr eftir með fjórðungshlut í Morgunblaðinu og afskrifað lán frá Samherja, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra situr á ritstjórastóli og rekur stefnu sem hentar útgerðinni.
Í krafti stöðu sinnar og auðæfa hefur Samherji beitt sér markvisst fyrir því að stýra umfjöllun um sig og málefni er varða hagsmuni fyrirtækisins. Þannig hafa þeir sakað fjölmiðla um óheilindi vegna gagnrýninnar umfjöllunar og reynt að vega að trúverðugleika fréttamanna, alveg eins og þeir reyndu að stilla seðlabankastjóra upp sem sérstökum óvini sínum, meðal annars í keyptum fréttaskýringaþætti á Hringbraut, þar sem þess var aldrei getið að þátturinn var fjármagnaður af Samherja, sem var brot á fjölmiðlalögum.
Yfirlýst stefna eigenda Morgunblaðsins var að hafa áhrif á samfélagsumræðuna. Á því tímabili sem Samherji átti hlut í Morgunblaðinu töpuðust tæpir tveir milljarðar á rekstrinum en það breytti því ekki að ritstjórarnir voru hæst launuðu fjölmiðlamenn landsins á meðan þeir beittu blaðinu gegn veiðigjöldum og breytingum á kvótakerfinu, annar þeirra fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Á endanum rann hlutur Samherja í Morgunblaðinu til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eftir stendur spurningin, hvers vegna fékk hann fjórðungshlut í stærsta útgáfufélagi landsins, að láni, sem var síðan afskrifað?
„Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis,“ sagði í bréfi Þorsteins og Kristjáns til starfsmanna, sem voru hvattir til að standa saman þegar að þeim væri sótt. „Nothing to hide,“ prentuðu þeir á skilti, stilltu sér upp og brostu. Sagan sem þeir reyna að selja okkur, mennirnir sem sögðu okkur að sýna sómakennd, samræmist ekki þeirri mynd sem birtist í gögnunum.
Viðbrögð þeirra og viðbrögð okkar
Við vitum hver viðbrögðin verða. Það verður reynt að sverta eða skjóta sendiboðann, saka fjölmiðla eða uppljóstrara um annarlegar hvatir. Það verður reynt að normalísera skaðlega hegðun.
Það verður reynt að sannfæra okkur um að þetta sé ekkert óeðlilegt. Að hátt í milljarður í greiðslur til áhrifafólks í stjórnkerfinu, meðal annars í gegnum skattaskjól, séu bara ráðgjafargreiðslur, eða „bara hluti af því að eiga viðskipti“.
Að það sé bara þáttur í því að græða að framkalla spillingu í stjórnkerfi viðkvæmra þjóða, að ná undir sig auðlindum fátækra þjóða og gera spillta einstaklinga ríka, sem eykur áhrif þeirra enn meira. Við þessu er það einfalda svar að mútugreiðslur til erlendra stjórnmálamanna eru brot á hegningarlögum, enda eru þær liður í að eyðileggja lífskjör þjóða.
Þeir munu gera sig að fórnarlömbum. Vondir fjölmiðlar eða vondir opinberir starfsmenn séu að ráðast á saklausa útgerðarmenn.
Og ef allt um þrýtur, höfum við séð, að hlutirnir eru keyptir eða fólki hótað frelsissviptingu fyrir að vinna vinnuna í óþökk þeirra, sem truflar athafnir þeirra.
Við fáum að sjá það núna, þegar spilling er orðin ein af útflutningsafurðum Íslendinga, okkar sem vildum helst gera út á jöfnuð, jafnrétti og hreinleika.
Það verður í viðbrögðum okkar nú sem við mótum okkur sjálf, annaðhvort sem hluta af þessu eða sem eitthvað miklu betra.
Með áskriftað Stundinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Mest lesið
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
3
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
4
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
5
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
6
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
7
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
Mest deilt
1
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
2
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
3
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
4
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
5
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
6
Fréttir
1
Creditinfo setur strangari skilyrði um framúrskarandi fyrirtæki
Stærri fyrirtæki sem sæta opinberum rannsóknum munu verða fjarlægð af lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Auknar kröfur um umhverfis-, jafnréttis- og mannréttindastefnu auk samfélagsábyrgðar eru nú lagðar til grundvallar. Stórfyrirtæki sem gengist hafa við samkeppnisbrotum eða sætt opinberum rannsóknum hafa hingað til átt auðvelt með að fá fyrirmyndarstimpil og aðild að samtökum sem kenna sig við samfélagsábyrgð.
7
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
Mest lesið í vikunni
1
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
4
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
5
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
6
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
7
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir