Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Mótsagnir málsvara SFS
7

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“
8

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Jón Trausti Reynisson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Sómakennd Samherja
Eftir nefndarfund á Alþingi Þingmaður gerir athugasemd við að Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, sagði seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“ eftir nefndarfund á Alþingi. Seðlabankastjóri hafði reynt að taka í höndina á Þorsteini Má.  Mynd: Anton Brink / Fréttablaðið

Um tveimur mánuðum áður en Baldvin Þorsteinsson, sonur Samherjaforstjórans Þorsteins Más Baldvinssonar, sagði Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að „drulla sér í burtu“ eftir nefndarfund í húsnæði Alþingis, borgaði Samherji enn eina mútugreiðsluna inn á aflandsreikning stjórnarformanns ríkisfyrirtækisins sem gefur út kvóta í Namibíu. Greiðslurnar, sem fóru frá Kýpur inn á reikning í eigu embættismannsins í Dúbaí við Persaflóa, voru komnar upp í rétt tæplega 500 milljónir króna. En Þorsteinn vildi vekja máls á öðru, hvernig hægt væri að refsa eftirlitinu á Íslandi.

„Ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi,“ hafði Þorsteinn sagt nokkru áður, um seðlabankastjóra Íslands.

Seðlabankastjóri hafði staðið fyrir rannsókn á gjaldeyrisviðskiptum Samherja í þeim tilgangi að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kæmi að gjaldeyrishöftunum. Nokkrum árum fyrr, nokkuð sem hafði ekki komið fram, höfðu Þorsteinn Már og þáverandi eiginkona hans verið sektuð af Seðlabankanum fyrir að skila ekki gjaldeyri til landsins þegar þau fengu 1,3 milljarða króna lagða inn á reikninga sína í útlöndum. Bankinn vissi reyndar ekki af 700 milljónum króna til viðbótar sem hjónin fluttu í trássi við lög um skilaskyldu gjaldeyris, líkt og greint er frá í Stundinni nú. Sektin var aðeins 400 þúsund krónur og þurfti síðan að endurgreiðast á þessu ári vegna mistaka við lagasetningu. Þorsteinn var í hópi aðeins 12 einstaklinga sem töldust hafa brotið lögin.

Ekki hafði komið fram opinberlega þá, og ólíklegt er að Seðlabankinn hafi vitað til þess, að Samherji hafði greitt meira en milljarð króna í mútugreiðslur sem dubbaðar voru upp sem „ráðgjafargreiðslur“ til embættismanna, stjórnmálamanna og tengdra aðila sem taka ákvarðanir fyrir hönd namibíska ríkisins um fiskveiðistjórnunarmál. Þá hafði ekki heldur komið fram að net aflandsviðskipta Samherja liggur í gegnum skattaskjólið Marshall-eyjar á Kyrrahafi, og Máritíus á Indlandshafi, og svo í gegnum Kýpur á Miðjarðarhafi áður en peningarnir rötuðu síðan yfir Atlantshafið til Íslands, þar sem Samherji fékk löngum 20% afslátt á krónum þegar hagnaðurinn kom að landi.

„Samherji hefur greitt meira í mútur í Namibíu heldur en Íslendingar greiddu í fræga þróunaraðstoð“

Allt þetta og meira til birtist í umfjöllun Stundarinnar, sem unnin er í samstarfi við Wikileaks, Al Jazeera og Kveik, upp úr gögnum eftir uppljóstrun um starfsemi Samherja í Afríku.

Þrjár sögur

Í þessu liggja þrjár sögur sem renna saman. Það er sagan um íslenku þjóðina, sem veitti Namibíu og fleiri Afríkuríkjum þróunaraðstoð til að byggja upp sjálfbæran sjávarútveg og fékk á sig gott orð. Svo er það sagan um fólkið í Namibíu, sem stofnaði sjálfstætt ríki árið 1990 og ætlaði að gera allt rétt til að forðast spillingu. Í þriðja lagi er það sagan um stærsta útgerðarfyrirtæki Íslendinga, sem hefur safnað 111 milljörðum í eigið fé og eignast meiri hlutdeild í auðlindum Íslendinga en nokkurt annað félag, þegar allt er tekið með í reikninginn, en ákvað að nota fjármagn sitt til þess að greiða mútur til embættismanna og fara fram hjá kerfinu í Afríkuríkinu, til þess að geta hagnast enn meira á veiðum, og það án þess að lágmarkshlutdeild í arðinum af auðlindinni verði eftir hjá þjóðinni. Samherji hefur greitt meira í mútur í Namibíu heldur en Íslendingar greiddu í fræga þróunaraðstoð vegna sjávarútvegs í landinu, sem ávann Íslendingum velvild á svæðinu. Þetta er saga sem rennur saman í eina heild og speglast; íslensk þjóð sem barðist fyrir hlutdeild sinni í eigin auðlind, og Afríkuþjóð sem lifir við misskiptingu, atvinnuleysi og töluverða fátækt. Sagan endar á því að þeir sem koma að norðan og nýta auðlindina beita arði sínum af íslensku auðlindinni til þess að spilla stjórnkerfi þjóðarinnar í sína eigin þágu.

Fjórða sagan

Fjórða sagan er af manni sem fékk ekki nóg af peningum. Sem hagnaðist um 5,4 milljarða, í fyrra, á einu ári, einn maður. Sem vill fangelsa seðlabankastjóra lands síns og lýsir því yfir í hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur öðru. Sem vill 322 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

Þar sem eina lögreglurannsóknin hér á landi, sett í gang af forsætisráðherra landsins, beinist gegn opinberum starfsmönnum í Seðlabankanum fyrir að hafa hugsanlega látið fjölmiðlamenn vita að rannsókn væri að fara af stað á starfsemi Samherja. Forsætisráðherrann sem hafði krafið Seðlabankann um svör, með tilvísun í að lög um bankann væru til endurskoðunar í ráðuneytinu, bauð forsvarsmönnum Samherja svo á fund til sín. Fjármálaráðherrann lýsti samúð með þeim, vegna þess að Seðlabankann hafði skort lagaheimildir til að beita stjórnvaldssektum. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins, útbreiddasta dagblaðsins, sagði Seðlabankann haldinn „rannsóknarfíkn“ og ætti að skammast sín: „Enginn glæpur var framinn hjá Samherja,“ var fullyrt. 

Það sem Seðlabankinn vissi ekki, frekar en samúðarfullir ráðherrarnir og leiðarahöfundurinn, var að Samherji hefur gefið minna til góðgerðarmála en fyrirtækið hefur greitt í mútur. 

Að styrkja ímyndina

Ein leið til þess að móta ímynd, skapa sér stöðu og auka velvild gagnvart fyrirtækinu er að gefa peninga. Styrktarsjóður hefur á síðasta áratug gefið nærri 670 milljónir, með það að marki að bæta líf fólks við Eyjafjörð. Eitthvað minna hefur þó runnið til Namibíu, þar sem 30 prósent íbúa lifir undir fátækramörkum, en Samherji hefur greitt á annan milljarð í mútur. Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs, um tíu prósent af tekjunum er upprunnin í Namibíu.  

Hér á landi renna peningarnir ekki aðeins í samfélagsstyrki og skíðalyftur. Þeir streyma líka inn í stjórnmálin. Nokkur ár eru síðan íslenskir stjórnmálaflokkar voru kærðir til lögreglu fyrir að þiggja ólögmæta styrki frá félögum tengdum Samherja. Stjórnarflokkarnir þrír þiggja hámarksstyrki frá fyrirtækinu. Þegar þjóðin samþykkti nýja stjórnarskrá, þar sem kveðið var á um að auðlindir í náttúru Íslands væru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar, var hún svæfð á Alþingi.

Gögnin benda eindregið til þess að Samherji hafi í minnsta lagi ætlað að stunda mútugreiðslur áður, þegar fyrirtækið græddi formúgur á veiðum við Marokkó og Vestur-Sahara fyrir nokkrum árum, og það án þess að heimamenn fengju mikið fyrir sinn snúð. Þá reyndu þeir að fá forseta Íslands til þess að tala sínu máli í Marokkó, eftir að hafa fundað með forsetanum. 

Þetta er gert í okkar nafni. Þetta er fjármagnað með notkun á sameiginlegri auðlind okkar og þetta er reist ofan á sterkt orðspor Íslendinga í sjávarútvegi í Afríku.

Það sem þeir eru tilbúnir til að gera

Ef þeir gera þetta þarna, hvað eru þeir tilbúnir að gera hér?

Við vitum hvað Þorsteinn Már vill gera. „Már Guðmundsson fer í fangelsi,“ sagði hann. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði sonur hans í húsnæði löggjafarþingsins.

 „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu“

Hann vill lögreglurannsókn á starfsfólki Seðlabankans fyrir að tala við fjölmiðlamann. Hann stundar undarlegar fléttur með hlut í stærsta útgáfufélagi landsins, þar sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn situr eftir með fjórðungshlut í Morgunblaðinu og afskrifað lán frá Samherja, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra situr á ritstjórastóli og rekur stefnu sem hentar útgerðinni.

Í krafti stöðu sinnar og auðæfa hefur Samherji beitt sér markvisst fyrir því að stýra umfjöllun um sig og málefni er varða hagsmuni fyrirtækisins. Þannig hafa þeir sakað fjölmiðla um óheilindi vegna gagnrýninnar umfjöllunar og reynt að vega að trúverðugleika fréttamanna, alveg eins og þeir reyndu að stilla seðlabankastjóra upp sem sérstökum óvini sínum, meðal annars í keyptum fréttaskýringaþætti á Hringbraut, þar sem þess var aldrei getið að þátturinn var fjármagnaður af Samherja, sem var brot á fjölmiðlalögum. 

Yfirlýst stefna eigenda Morgunblaðsins var að hafa áhrif á samfélagsumræðuna. Á því tímabili sem Samherji átti hlut í Morgunblaðinu töpuðust tæpir tveir milljarðar á rekstrinum en það breytti því ekki að ritstjórarnir voru hæst launuðu fjölmiðlamenn landsins á meðan þeir beittu blaðinu gegn veiðigjöldum og breytingum á kvótakerfinu, annar þeirra fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Á endanum rann hlutur Samherja í Morgunblaðinu til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eftir stendur spurningin, hvers vegna fékk hann fjórðungshlut í stærsta útgáfufélagi landsins, að láni, sem var síðan afskrifað? 

„Við unnum ásamt ykkur heiðarlega og samviskusamlega að rekstri okkar fyrirtækis,“ sagði í bréfi Þorsteins og Kristjáns til starfsmanna, sem voru hvattir til að standa saman þegar að þeim væri sótt. „Nothing to hide,“ prentuðu þeir á skilti, stilltu sér upp og brostu. Sagan sem þeir reyna að selja okkur, mennirnir sem sögðu okkur að sýna sómakennd, samræmist ekki þeirri mynd sem birtist í gögnunum. 

Viðbrögð þeirra og viðbrögð okkar 

Við vitum hver viðbrögðin verða. Það verður reynt að sverta eða skjóta sendiboðann, saka fjölmiðla eða uppljóstrara um annarlegar hvatir. Það verður reynt að normalísera skaðlega hegðun. 

Það verður reynt að sannfæra okkur um að þetta sé ekkert óeðlilegt. Að hátt í milljarður í greiðslur til áhrifafólks í stjórnkerfinu, meðal annars í gegnum skattaskjól, séu bara ráðgjafargreiðslur, eða „bara hluti af því að eiga viðskipti“. 

Að það sé bara þáttur í því að græða að framkalla spillingu í stjórnkerfi viðkvæmra þjóða, að ná undir sig auðlindum fátækra þjóða og gera spillta einstaklinga ríka, sem eykur áhrif þeirra enn meira. Við þessu er það einfalda svar að mútugreiðslur til erlendra stjórnmálamanna eru brot á hegningarlögum, enda eru þær liður í að eyðileggja lífskjör þjóða.

Þeir munu gera sig að fórnarlömbum. Vondir fjölmiðlar eða vondir opinberir starfsmenn séu að ráðast á saklausa útgerðarmenn.

Og ef allt um þrýtur, höfum við séð, að hlutirnir eru keyptir eða fólki hótað frelsissviptingu fyrir að vinna vinnuna í óþökk þeirra, sem truflar athafnir þeirra.

Við fáum að sjá það núna, þegar spilling er orðin ein af útflutningsafurðum Íslendinga, okkar sem vildum helst gera út á jöfnuð, jafnrétti og hreinleika.

Það verður í viðbrögðum okkar nú sem við mótum okkur sjálf, annaðhvort sem hluta af þessu eða sem eitthvað miklu betra. 


Með áskrift að Stundinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. 

Tengdar greinar

Leiðari

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Inngróið sakleysi íslenskra áhrifamanna er undirbyggt af vinasamfélaginu.

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
1

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
2

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
3

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Þegar mamma deyr
4

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Þegar mamma deyr

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans
5

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans
6

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Mótsagnir málsvara SFS
7

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“
8

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision
3

„Íslensku nöfnin“ í Netflix-mynd um Eurovision

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
4

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
5

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“
6

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
4

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
5

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
6

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Nýtt á Stundinni

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kínverska sendiráðið aflýsir viðburðum vegna kórónaveirunnar

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Símon Vestarr

Kalli Birgis og Stóri, Ljóti Sósíalisminn

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

Hagsmunareglur kynntar borgarfulltrúum en bíða enn afgreiðslu

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Við erum hér líka

„Ég er öryrki eftir erfiðisvinnu“

Mótsagnir málsvara SFS

Kjartan Jónsson

Mótsagnir málsvara SFS

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Lífsgildin

Kjörin veisla fyrir bókaklúbba

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Jóhannes fær aðstoð úr sama sjóði og þekktustu uppljóstrarar samtímans

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Viðskiptafélagi Samherja í Namibíu: „Fyrirtækjastjórnun þeirra er hræðileg“

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Upplýsingar og ákvarðanataka: Um styttingu opnunartíma leikskóla Reykjavíkur