Samherjaskjölin

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Bankayfirlit Samherja og tengdra félaga í DNB NOR bankanum sýna millifærslur til ýmissa félaga í skattaskjólum. Meðal annars félagsins Hartly Business Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum og óljóst er hver á.
Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
Millifærslur til óþekktra aðila Í Samherjaskjölunum eru millifærslur til Totólafélagsins Hartly Business Limited sem óljóst er hver á. Þá eru einnig millifærslur frá Namibíufélögum Samherja, sem Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri, til viðkomandi félags.  Mynd: Haraldur Guðjónsson
ingi@stundin.is

Eitt af félögunum sem vekur mikla athygli í gögnunum um bankareikninga Samherja hjá norska bankanum DNB NOR er eignarhaldsfélagið Hartly Business Limited. Á árunum 2008 til 2018 voru millifærðar alls tæplega 5 milljónir evra, um 700 milljónir króna, inn á reikninga þessa félags frá tveimur félögum á Kýpur sem Samherji á og eða tengist, Esju Seafood Limited annars vegar og hins vegar JPC Ship Management. Einnig voru millifærslur til þessa félags frá útgerðarfyrirtæki Samherja í Namibíu, Arcticnam Fishing. Þessar greiðslur eru óútskýrðar. 

Hartly Business Limited er aflandsfélag, með eignarhaldi sem Stundin hefur ekki getað kortlagt þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð rannsóknarfyrirtækis, sem var stofnað af fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu sem verið hefur til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum vegna tengsla við peningaþvætti. Þessi aflandsþjónusta heitir Commonwealth Trust Limited og var stofnuð af kanadískum auðmanni frá Toronto, Tom Ward. 

Félagið Hartly Business Limited var stofnað í júlí árið 2006, samkvæmt upplýsingum sem koma fram á heimasíðu blaðamannasamtakanna ICIJ, en nafn Hartly Business Limited dúkkaði upp í einum af þeim lekum um félög í skattaskjólum sem samtökin hafa tekið þátt í að greina frá á síðastliðnum árum. Samkvæmt ICIJ er heimilisfang Hartly Business Limited í Moskvu í Rússlandi, hjá millilið eða þjónustuaðila sem heitir Hill Consulting Limited en félagið er skráð á Tortólu. Stjórnarmaður Hartly Business heitir Yuriy A. Skvortsov og hefur Stundin ekki getað komist að því hver hann er eða hvort hann hafi tengsl við Samherja.  Samkvæmt ICIJ er félagið Hartly Business Limited ennþá starfandi. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað þetta fyrirtæki gerir, hver starfsemi þess er. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ekki gefið Stundinni færi á viðtali um gögnin frá Namibíu sem Stundin fjallar um í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ