Samherjaskjölin

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Bankayfirlit Samherja og tengdra félaga í DNB NOR bankanum sýna millifærslur til ýmissa félaga í skattaskjólum. Meðal annars félagsins Hartly Business Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum og óljóst er hver á.
Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
Millifærslur til óþekktra aðila Í Samherjaskjölunum eru millifærslur til Totólafélagsins Hartly Business Limited sem óljóst er hver á. Þá eru einnig millifærslur frá Namibíufélögum Samherja, sem Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri, til viðkomandi félags.  Mynd: Haraldur Guðjónsson
ingi@stundin.is

Eitt af félögunum sem vekur mikla athygli í gögnunum um bankareikninga Samherja hjá norska bankanum DNB NOR er eignarhaldsfélagið Hartly Business Limited. Á árunum 2008 til 2018 voru millifærðar alls tæplega 5 milljónir evra, um 700 milljónir króna, inn á reikninga þessa félags frá tveimur félögum á Kýpur sem Samherji á og eða tengist, Esju Seafood Limited annars vegar og hins vegar JPC Ship Management. Einnig voru millifærslur til þessa félags frá útgerðarfyrirtæki Samherja í Namibíu, Arcticnam Fishing. Þessar greiðslur eru óútskýrðar. 

Hartly Business Limited er aflandsfélag, með eignarhaldi sem Stundin hefur ekki getað kortlagt þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð rannsóknarfyrirtækis, sem var stofnað af fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu sem verið hefur til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum vegna tengsla við peningaþvætti. Þessi aflandsþjónusta heitir Commonwealth Trust Limited og var stofnuð af kanadískum auðmanni frá Toronto, Tom Ward. 

Félagið Hartly Business Limited var stofnað í júlí árið 2006, samkvæmt upplýsingum sem koma fram á heimasíðu blaðamannasamtakanna ICIJ, en nafn Hartly Business Limited dúkkaði upp í einum af þeim lekum um félög í skattaskjólum sem samtökin hafa tekið þátt í að greina frá á síðastliðnum árum. Samkvæmt ICIJ er heimilisfang Hartly Business Limited í Moskvu í Rússlandi, hjá millilið eða þjónustuaðila sem heitir Hill Consulting Limited en félagið er skráð á Tortólu. Stjórnarmaður Hartly Business heitir Yuriy A. Skvortsov og hefur Stundin ekki getað komist að því hver hann er eða hvort hann hafi tengsl við Samherja.  Samkvæmt ICIJ er félagið Hartly Business Limited ennþá starfandi. Ekki liggur hins vegar fyrir hvað þetta fyrirtæki gerir, hver starfsemi þess er. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ekki gefið Stundinni færi á viðtali um gögnin frá Namibíu sem Stundin fjallar um í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Samherjaskjölin

Norski bankinn DNB hefur sagt upp viðskiptasambandi sínu við ùtgerðarfélagið Samherja. Samherji hafði verið viðskiptavinur bankans frá árinu 2008.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra telur sig hafa verið hæfan til að koma að undirbúningi og leggja fram lagafrumvarp um kvótasetningu á makríl í fyrra. Segir frumvarpið almenns en sértæks eðlis og að hæfisreglur stjórnsýslulaga nái ekki til lagafrumvarpa.

Samið um tveggja vikna laun fyrir 210  sjómenn Samherja í Namibíu

Samið um tveggja vikna laun fyrir 210 sjómenn Samherja í Namibíu

Samherjaskjölin

Sjómenn sem starfað hafa hjá Samherja í Namibíu fá tveggja vikna laun til að byrja með í kjölfar ákvörðunar útgerðarfélagsins að yfirgefa landið. Verkalýðsforkólfur í Namibíu segir að málið hafi haft hræðilegar afleiðingar fyri sjómennina sem unnu á togurunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV