Samherjaskjölin

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Íslendingar styrktu Namibíu um 1,6 milljarða króna með þróunaraðstoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands á árunum 1990 til 2010. Tæplega helmingur fjárins, 672 milljónir, fór í uppbyggingu á sjómannaskóla til að hjálpa Namibíumönnum að stunda útgerð. Aðstoð Íslendinga í sjávarútvegi var sögð „kraftaverk“, en í kjölfarið kom Samherji og greiddi hærri upphæð í mútur í landinu.
Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu
Þróunaraðstoð og mútur Ísland veitti Namibíu þróunarstoð í 20 ár runnu tæplega 700 milljónir í uppbyggingu sjómannaskóla sem átti að hjálpa Namibíumönnum að hjálpa sér sjálfir í sjávarútvegi. Fljótlega eftir að þróunaraðstoðinni lauk árið 2010 kom Samherji til landsins og byrjaði að veiða hestamakríl. Myndin er tekin í höfuðborginni Windhoek árið 2012 og sýnir Baldvin Þorsteinsson, son Þorsteins Más Baldvinssonar, stilla sér með namibískum konum sem selja varning á götum úti. 
ingi@stundin.is

Namibía, sem fékk sjálfstæði síðast allra fyrrum nýlendna vestrænna ríkja í Afríku árið 1990, er ríki sem íslensk stjórnvöld hafa á síðustu áratugum átt í þróunarsamstarfi við í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Stofnunin hefur meðal annars reynt að aðstoða Namibíumenn við að koma upp nútímalegum sjávarútvegsfyrirtækjum til að nýta fiskveiðiauðlindir sínar og kom Ísland meðal annars að stofnun sjávarútvegsskóla í landinu árið 1990.  

Í skýrslu sem Hermann Örn  Ingólfsson og Jónas H. Haralz unnu um þróunarsamvinnu Íslands árið 2003 kom fram að frumkvæðið að þessari þróunarsamvinnu hafi komið frá SWAPO-flokknum, frelsishreyfingunni sem tók við stjórnartaumunum í Namibíu þegar landið varð sjálfstætt og sem hefur haldið völdum æ síðan í gegnum lýðræðislegar kosningar. 

Þeir einstaklingar sem Samherji greiðir mútur til í Namibíu koma allir úr SWAPO-flokknum, meðal annars sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau og dómsmálaráðherrann Sacky Shangala. Í skýrslunni segir: „Þróunarsamvinna við Namibíu kom til orða þegar á árinu 1990 að frumkvæði þess stjórnmálaflokks ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, heldur því fram að ekki sé hægt að segja að Samherji hafi greitt mútur af því enginn starfsmaður fyrirtækisins hafi verið ákærður og dæmdur fyrir þetta. Sænskur mútusérfræðingur, Natali Phálen, segir að oft sé það þannig í mútumálum fyrirtækja að enginn sé dæmdur fyrir múturnar en að þær teljist þó sannaðar.

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Norski DNB bankinn segir upp viðskiptum við Samherja

Samherjaskjölin

Norski bankinn DNB hefur sagt upp viðskiptasambandi sínu við ùtgerðarfélagið Samherja. Samherji hafði verið viðskiptavinur bankans frá árinu 2008.

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Rannsóknin á Samherjamálinu: Norska efnahagsbrotadeildin gagnrýnd harkalega

Samherjaskjölin

Mikil umræða hefur verið í Noregi um að efnahagsbrotadeildin Ökokrim geti ekki sinnt eftirlits- og rannsóknarhlutverki sínu. Deildin hefur Samherjamálið til rannsókna út af mögulegu peningaþvætti í gegnum DNB. Svipuð gagnrýni hefur verið uppi á Íslandi.

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Kristján Þór telur hæfi sitt óskert í makrílmálinu þrátt fyrir Samherjaskjölin

Samherjaskjölin

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra telur sig hafa verið hæfan til að koma að undirbúningi og leggja fram lagafrumvarp um kvótasetningu á makríl í fyrra. Segir frumvarpið almenns en sértæks eðlis og að hæfisreglur stjórnsýslulaga nái ekki til lagafrumvarpa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“