Samherjaskjölin

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Íslendingar styrktu Namibíu um 1,6 milljarða króna með þróunaraðstoð í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands á árunum 1990 til 2010. Tæplega helmingur fjárins, 672 milljónir, fór í uppbyggingu á sjómannaskóla til að hjálpa Namibíumönnum að stunda útgerð. Aðstoð Íslendinga í sjávarútvegi var sögð „kraftaverk“, en í kjölfarið kom Samherji og greiddi hærri upphæð í mútur í landinu.
Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu
Þróunaraðstoð og mútur Ísland veitti Namibíu þróunarstoð í 20 ár runnu tæplega 700 milljónir í uppbyggingu sjómannaskóla sem átti að hjálpa Namibíumönnum að hjálpa sér sjálfir í sjávarútvegi. Fljótlega eftir að þróunaraðstoðinni lauk árið 2010 kom Samherji til landsins og byrjaði að veiða hestamakríl. Myndin er tekin í höfuðborginni Windhoek árið 2012 og sýnir Baldvin Þorsteinsson, son Þorsteins Más Baldvinssonar, stilla sér með namibískum konum sem selja varning á götum úti. 
ingi@stundin.is

Namibía, sem fékk sjálfstæði síðast allra fyrrum nýlendna vestrænna ríkja í Afríku árið 1990, er ríki sem íslensk stjórnvöld hafa á síðustu áratugum átt í þróunarsamstarfi við í gegnum Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Stofnunin hefur meðal annars reynt að aðstoða Namibíumenn við að koma upp nútímalegum sjávarútvegsfyrirtækjum til að nýta fiskveiðiauðlindir sínar og kom Ísland meðal annars að stofnun sjávarútvegsskóla í landinu árið 1990.  

Í skýrslu sem Hermann Örn  Ingólfsson og Jónas H. Haralz unnu um þróunarsamvinnu Íslands árið 2003 kom fram að frumkvæðið að þessari þróunarsamvinnu hafi komið frá SWAPO-flokknum, frelsishreyfingunni sem tók við stjórnartaumunum í Namibíu þegar landið varð sjálfstætt og sem hefur haldið völdum æ síðan í gegnum lýðræðislegar kosningar. 

Þeir einstaklingar sem Samherji greiðir mútur til í Namibíu koma allir úr SWAPO-flokknum, meðal annars sjávarútvegsráðherrann Bernhard Esau og dómsmálaráðherrann Sacky Shangala. Í skýrslunni segir: „Þróunarsamvinna við Namibíu kom til orða þegar á árinu 1990 að frumkvæði þess stjórnmálaflokks ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Samherjaskjölin

Forstjóri Samherja hafnar mútugreiðslum en útskýrir ekki orð sín. Stjórn Samherja svarar ekki spurningum um málið.

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Bergsveinn Birgisson
Samherjaskjölin

Bergsveinn Birgisson rithöfundur segist hafa vaknað upp við vondan draum í Samherjamálinu því það sýni að íslenskt samfélag samanstandi í raun af herrum og þrælum.

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Samherjaskjölin

Fréttamaðurinn fyrrverandi bætist í hóp þeirra aðila sem veita Samherja aðstoð í kjölfar uppljóstrana um mútugreiðslur í Namibíu.

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Illugi Jökulsson

Samherjar segja sig úr lögum við siðað samfélag

Kaldir ofnar á Dalvík

Hallgrímur Helgason

Kaldir ofnar á Dalvík

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Upptaka af reiðisímtali Jóhannesar við eiginkonu hans birt gegn vilja hennar

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Þrír af fjórum hlynntir dánaraðstoð

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Ef þetta væri allt saman hóx

Símon Vestarr

Ef þetta væri allt saman hóx

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Ógnar netofbeldi gegn konum og stúlkum framtíð okkar allra?

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn