Mest lesið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
1

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
2

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu
3

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

„Siðferðilegt drep“
4

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
5

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019
6

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju
7

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Illugi Jökulsson

Um hvað snýst mál albönsku konunnar?

Illugi Jökulsson bendir á að mál albönsku konunnar snúist ekki um hælisumsókn hennar

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson bendir á að mál albönsku konunnar snúist ekki um hælisumsókn hennar

Um hvað snýst mál albönsku konunnar?
Mannúð og mildi. Um það snýst málið. 

Mál albönsku konunnar snýst ekki um hvort hún átti rétt á hælisvist hér á Íslandi eða ekki.

Það snýst heldur ekki um aðstæður hennar í Albaníu, eða heilbrigðiskerfið þar.

Það snýst allra síst um reglugerðir og verkferla hér á landi.

Það snýst um hugarfar.

Það snýst um að mjög barnshafandi konu, sem fengið hafði læknisvottorð um að flug - sér í lagi langt flug - gæti orðið henni erfitt, var þrátt fyrir það vísað upp í flugvél af íslenskum valdamönnum, og látin þola einmitt slíkt flug sem tók vel yfir hálfan sólarhring.

Það snýst um að heilsu hennar og barns hennar var stefnt í hættu.

Vísvitandi.

Til allra heilla virðist hún ekki hafa beðið alvarlegt heilsutjón af. Það er þó ekki alveg ljóst ennþá, en það er þá alla vega ekki íslenskum valdamönnum að þakka.

Málið snýst um að konu í mjög erfiðri stöðu, bæði líkamlega og andlega, og með fyrrnefnt vottorð í höndum, var eigi að síður og miskunnarlaust fylgt um borð í þessa flugvél af stæðilegum íslenskum valdsherrum.

Því þeir höfðu tekið meðvitaða ákvörðun um að virða hættuna á heilsutjóni hennar að vettugi.

Það snýst um að heilsugæslulæknir á Íslandi, Kai Blöndal, hafði látið sig hafa það að gefa út vottorð um ástand mjög barnshafandi konu sem hún hafði ekki skoðað í marga daga.

Þetta mál snýst um að albanska konan átti undir öllum kringumstæðum að njóta hvers þess vafa sem uppi var um heilsu hennar og möguleika á að þola flugið.

Ég ítreka: Málið snýst EKKI um hælisumsókn hennar eða ástandið í Albaníu.

Það snýst um að læknir og ljósmæður mátu hana í hættu stadda, en hinum íslensku valdamönnum var skítsama.

Það er málið.

Nú geta ráðherrar komið í röðum og sagt: Ji, hvað þetta var leiðinlegt, en nú skulum við aldeilis laga verkferlana!

Halda nokkra fundi og laga verkferla.

Ómerkilegur kattarþvottur og ekkert annað.

Eftir ýmsar hræðilegar uppákomur í málum hælisleitenda og flóttamanna undanfarin ár átti ríkisstjórnin (hvaða ríkisstjórn sem er) að vera búin að ganga algjörlega úr skugga um að Útlendingastofnun og lögreglan sýndu ALLTAF mannúð og miskunn í störfum sínum.

Það átti að vera búið að segja við fólkið sem starfar að þessum málum: Sýnið mannúð, mildi, skilning og kærleika.

Umfram allt og eingöngu.

Það er bæði hið eina rétta siðferðilega, og við höfum líka alveg efni á því, ef menn vilja endilega hugsa um peninga.

Og það átti að vera búið að hamra inní þetta fólk að hælisleitendur og flóttafólk í svo veikri stöðu, sem þessi albanska kona var, yrði ALLTAF látið njóta vafans.

Því það væri hið manneskjulega og mannúðlega viðhorf sem við viljum fylgja.

Það átti til dæmis að vera búið að gera útlægt það andstyggilega hugarfar að þegar konan leggur í neyð sinni fram læknisvottorð, þá töfri valdamenn fram annað vottorð til að svína á hennar.

Að breyta þessu hugarfari, það snýst um ekki verkferla.

Ég vona að minnsta kosti að ekki sé svo komið að fólk skilji ekki mannúð nema gegnum verkferla.

Nei, þetta mál snýst bara um það hugarfar sem stjórnvöld áttu að vera fyrir löngu búin að ákveða að fylgja og gera bæði Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra ljóst.

En þetta gerði þessi ríkisstjórn ekki, ekki fremur en sumar þær fyrri.

Því dugir ekki að masa nú um verkferla, eftir að hafa þagað þunnu hljóði í sólarhring til að reyna að bjarga andllitinu.

Þetta mál snerist um að grimmilegt íslenskt valdakerfi stefndi barnshafandi konu í hættu.

Það er málið.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
1

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
2

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu
3

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

„Siðferðilegt drep“
4

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum
5

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019
6

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju
7

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
3

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
4

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
5

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
3

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
4

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
5

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Tvær aðferðir til að segja satt

Hermann Stefánsson

Tvær aðferðir til að segja satt

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Sólveig Anna krefst viðræðna við Dag fyrir opnum tjöldum

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu

Ísland með lægsta hlutfall fanga í Evrópu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Svanurinn

Svanurinn

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju

Heimabarþjónar verða til í kokteilasmiðju

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið