Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík
7

Rok í Reykjavík

Síðnýlendustefna Samherja
8

Rannveig Schram

Síðnýlendustefna Samherja

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Illugi Jökulsson

Reykjalundur í rúst: Hvar er Svandís?

Illugi Jökulsson var í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir tæpum tveimur árum. Honum þykir þyngra en tárum taki hvernig komið er fyrir þeirri ágætu stofnun.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson var í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir tæpum tveimur árum. Honum þykir þyngra en tárum taki hvernig komið er fyrir þeirri ágætu stofnun.

Reykjalundur í rúst: Hvar er Svandís?
Hvar er Svandís? Það er lögnu kominn tími á að heilbrigðisráðherra taki af skarið og endurreisi starfsemina á Reykjalundi eins og hún var, skrifar Illugi. 

Í janúar 2018 fór ég á Reykjalund í endurhæfingu í einhverjar fjórar eða sex vikur. Ég var þá tiltölulega nýkominn úr einni af mörgum hjartaþræðingum sem ég virðist þurfa að fara í reglulega og var ekkert voðalega hress. Mér gafst kostur á því að gista þar virka daga þótt ég byggi í Reykjavík og kaus það svo ég tæki nú endurhæfinguna örugglega eins hátíðlega og kostur var.

Þetta var satt að segja alveg prýðilega góð vist. Ég stundaði margvíslegar líkamsæfingar, lærði stafagöngu og fleira og skemmti mér ljómandi vel við þetta. Mataræðið var heilsusamlegt og gott svo ég léttist verulega á þessum tíma, þrekið óx og ég sat líka fjölmarga fróðlega fyrirlestra.

Afslöppun í Lazy Boy

Það kom mér nú ekki allt í opna skjöldu sem ég heyrði þar, en þetta voru samt mjög gagnlegir pistlar sem skýrðu flókin mál á einfaldan hátt.

Og afslöppun í Lazy Boy-stólunum var mjög hugguleg.

En þetta allt saman var ekki nema helmingur af dvölinni á Reykjalundi.

Hinn helmingurinn var andrúmsloftið og andinn hjá bæði starfsfólki og dvalarfólki. Hvort tveggja var alveg upp á tíu. Maður mætti vingjarnlegu viðmóti hjá öllu starfsfólki: læknum, hjúkrunarfólki, sjúkraliðum og endurhæfingarsérfræðingum, en líka öllum sem þarna unnu. Maður fékk strax á tilfinninguna að þarna væri fólk sem kynni sitt fag, hefði raunverulegan og einlægan áhuga á velferð og endurhæfingu dvalarfólks og vildi allt til vinna að því liði vel og næði árangri í sínu puði.

Tekst að leggja allt í rúst?

Þetta virtist vera óaðfinnanlegur staður þar sem ekkert gæti farið úrskeiðis því allir kynnu sitt fag og legðu sig alla fram í að skapa hlýlegt og árangursríkt andrúmsloft. Þetta smitaðist líka til dvalarfólks þar sem var einkar góður mórall og hvetjandi og vingjarnlegur.

Það er því með stórri furðu sem ég hef horft upp á atburði á Reykjalundi síðustu vikur.

Það virðist nánast eins og einhver hafi sest niður og búið til plan um það hvernig ætti að eyðileggja þennan góða stað.

Og það virðist vera í þann veginn að takast, illu heilli.

Hefur heilbrigðisráðherra enga skoðun?

Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi fylgst með ótal fréttum um málefni Reykjalundar að undanförnu, þá skil ég ekki hvernig þetta byrjaði og hver sá sér akk í að upphefja þessa skemmdarstarfsemi.

Hitt vekur furðu mína að heilbrigðisráðherrann Svandís Svavarsdóttir virðist varla sjá ástæðu til að hafa skoðun á þessu máli, hvað þá meira. Af hverju hefur hún ekkert látið að sér kveða, með leyfi, nema – ef ég man rétt – eina eða tvær yfirlýsingar um að hún liti málið alvarlegum augum, eða eitthvað svoleiðis?

Nú getur vel verið að það sé einhver prótókoll um það hver afskipti ráðherra geta verið af einstökum stofnunum, ég bara veit það ekki. Og því hafi Svandís haldið sig til hlés.

Liðinn sá tími

En hvað sem því líður, þá er löngu liðinn sá tími þegar æðsti yfirmaður heilbrigðismála getur leyft sér að skipta sér ekki af þegar góð stofnun, sem náð hefur feiknagóðum árangri, er hér um bil komin í rúst.

Sá sér kannski einhver hag í því? Svo mætti nefnilega ætla.

En eins og nú er komið hefur endurhæfing í landinu borið mikinn skaða af og það er löngu kominn tími á að heilbrigðisráðherrann taki af skarið og endurreisi starfsemina á Reykjalundi – eins og hún var!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap