Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Á milli okkar er strengur

Með ell­efu mín­útna milli­bili fædd­ust þær Alma Mjöll og Helga Dögg Ólafs­dæt­ur, eineggja tví­bur­ar. Á milli þeirra er órjúf­an­leg­ur streng­ur og þótt rof hafi orð­ið á milli þeirra þeg­ar rugl­ið tók yf­ir, Alma Mjöll veikt­ist og ætl­aði að svipta sig lífi, þá eru þær alltaf mik­il­væg­ustu mann­eskj­urn­ar í lífi hvor annarr­ar. Þær hafa jafn­vel far­ið nokk­urn veg­inn sömu leið­ina í líf­inu og urðu ólétt­ar þeg­ar ná­kvæm­lega jafn lang­ur tími var lið­inn frá út­skrift úr Lista­há­skól­an­um.

Á milli okkar er strengur

Helga Dögg Ólafsdóttir. Hinn helmingurinn. Hvernig get ég best lýst Helgu Dögg? Hún er uppáhaldsmanneskjan mín, uppáhaldslífveran mín en á sama tíma mest pirrandi eintak sem ég þekki. Ég þekki alla hennar kosti og alla hennar galla, ég þekki hana betur en allir, ég þekki hana betur en hún þekkir sig sjálf. Ég þekki kostina við gallana hennar og gallana við kosti hennar. Ég veit til dæmis að óöryggið hennar gerir hana oft svo sæta og sjálfsöryggið hennar gerir hana stundum leiðinlega. 

Saga okkar nær langt aftur í tímann, raunar eins langt og sögur fólks ná aftur í tímann. Við urðum teymi um leið og við urðum til. Tilneyddar til að eyða fyrstu níu mánuðum tilveru okkar saman í einu og sama leginu. Helga Dögg Ólafsdóttir er tvíburasystir mín, eineggja tvíburasystir mín, klónið mitt eins og ég kýs stundum að kalla hana. 

Þegar við loks komumst út úr leginu og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu