Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Uppskeruhátíð tónlistarsenunnar, hjartahlýir sigurvegarar, drullumall og japanskar ástarsögur

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 1.-14. nóv­em­ber.

Uppskeruhátíð tónlistarsenunnar, hjartahlýir sigurvegarar, drullumall og japanskar ástarsögur

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Iceland Airwaves 2019

Hvar? Miðbær Reykjavíkur
Hvenær? 6.–9. nóvember
Aðgangseyrir: Frá 19.900 kr.

Iceland Airwaves er uppskeruhátíð íslensku tónlistarsenunnar. Hátíðin byrjaði sem eins dags veisla í flugskýli árið 1999 og hefur verið árlegur viðburður síðan þá. Hún stækkaði með hverju ári þangað til í fyrra, þegar dögum var fækkað úr fimm í fjóra. Þrátt fyrir það er hún enn miðpunktur viðburðadagatals flestra hljómsveita landsins sem keppast um tækifærið til að koma þar fram, enda laðar engin önnur hátíð jafn marga gesti og gagnrýnendur til sín. Hægt er að sjá alla flóruna af meginstraumstónlist landsins, bæði frá sjóuðum sveitum eins og Of Monsters and Men, Hatara og Mammút, og nýgræðingum sem eru að feta sín fyrstu skref, auk erlendra stórstjarna.

Salvador Sobral

Hvar? Harpa
Hvenær? 1. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 6.990 kr.

Hjartahlýi sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá 2017, Salvador Sobral, vann með flest greidd stig í sögu keppninnar. Hann á leið til Íslands þar sem hann er að kynna plötu sína, Paris-Lisboa, sem fjallar um borgirnar og ferðalag þeirra á milli. Platan er einnig undir áhrifum Wim Wenders-myndarinnar Paris-Texas og er ýmist flutt á portúgölsku, spænsku, ensku eða frönsku. 

Atómstöðin – endurlit

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 1.–30. nóvember kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, Atómstöðin, var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um herstöðvarmálið, sem var þá mikið hitamál í íslensku samfélagi. Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor. Handritið er skrifað af Dóra DNA, barnabarni Halldórs Laxness, í samvinnu við leikstjórann Unu Þorleifsdóttur.

Vatn og blóð

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 2. nóv.–3. jan.
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Vatn og blóð er nýtt vídeóverk eftir Gjörningaklúbbinn, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar listmálara. Í verkinu mætir fortíðin nútímanum þar sem sköpunarkrafturinn, innsæið og náttúran skipa stóran sess í óræðum heimi. Við undirbúning verksins var sjáandi fenginn til að komast í tengsl við Ásgrím sem tjáði sig um orkuna sem býr í listinni. Sérstakt opnunarteiti er haldið 2. nóvember kl. 16.00.

Æsingur 2019 

Hvar: Norræna húsið
Hvenær? 3. nóvember kl. 14.00–18.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Æsingur er haldinn í fyrsta skiptið í ár, en hann er furðusagnahátíð þar sem höfundar, útgefendur og annað bókmenntafólk hittist og ræðir um þennan flokk íslenskra bókmennta. Meðal annars er rætt um sögu furðusagna á Íslandi og hvað það er við furðusögur sem laðar að sér höfunda og lesendur. Þar að auki verður lesið úr verkum í vinnslu og haldið „PubQuiz“ í Stúdentakjallaranum.

Stórskáldið

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 3., 8., & 17. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.750 kr.

Leikritið Stórskáldið fjallar um heimildarmyndagerðarkonuna Rakel sem fer ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga, djúpt í Amazon-frumskóginn í leit að föður hennar, Benedikt, sem auk þess að vera nóbelskáld er dauðvona. Óuppgerð fjölskyldumál og framandi hitasótt blandast sjálfu höfundarverki Benedikts í draumkenndri og ærslafullri atburðarás þar sem áreiðanleiki heimsins fellur í sundur.

Lífið - Stórskemmtilegt drullumall!

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 3., 10., 17. & 24. nóv. kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Þessi sýning er fjölskylduvænn viðburður á mörkum leikhúss og myndlistar. Sýningin er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Lífið var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni, en sýningin fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

Ungleikur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 5. & 6. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 0–2.500 kr.

Ungleikur var fyrst haldinn árið 2012 í þeim tilgangi að gefa ungum skáldum og leikurum vettvang til þess að sýna vinnu sína, en viðburðurinn hefur verið haldinn árlega síðan þá. Í ár eru fimm örverk sýnd saman á einu kvöldi, öll frumsamin eftir tilvonandi íslensk leikskáld. Meðal þeirra er verkið Gestaþrautir eftir Ernu Mist, sem tæklar eignarhald á raunsögum flóttamanna.

Opin æfing með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 7. & 28. nóvember kl. 9.30
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessar lokaæfingar fyrir almenna áskriftartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru opnar almenningi, en þar gefst gestum tækifæri til að heyra dagskrá tónleika kvöldsins að hluta eða heild og þannig glöggva sig á viðfangsefni tónleikanna. Stilla þarf væntingum í hóf þar sem um er að ræða vinnuæfingar en ekki hefðbundna tónleika, en aðgangseyrir endurspeglar þá staðreynd.

Japanskar ástarsögur

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 8.–11. nóvember
Aðgangseyrir: 800 kr. á hverja mynd.

Á þessari kvikmyndahátíð verða fjórar mikilsmetnar japanskar kvikmyndir til sýnis. Umfjöllunarefni myndanna er margs konar, eins og svo sem fjölskyldulíf, borgaraleg firring og fleira. Kvikmyndirnar sýna að fólk túlkar ást á mismunandi vegu og birtingarmynd hennar er margvísleg. Kvikmyndirnar eru sýndar á japönsku með enskum texta. 

Nordic Affect

Hvar? Mengi
Hvenær? 9. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Framsækni tónlistarhópurinn Nordic Affect snýr aftur til Mengis til að halda þessa stöku tónleika, en á þeim kemur fram rússíbani fyrir trúleysingja, amma í háloftunum, ljósmynd og fjall sem breytast í tónverk og meira að segja ástin. Hópurinn flytur tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Jobina Tinnemans, Maja Ratkje og Veronique Vöku.

úngl-úngl

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 9. nóv.–31. des.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Ólöf Nordal er með tvær sýningar í gangi hjá Listasafni Reykjavíkur, Úngl og svo þessa, úngl-úngl, en sú síðarnefnda er hluti sýningaraðar sem er helguð list í almannarými. Ólöf Nordal á fjölda þekktra verka í almannarými í borginni og víðar, en meðal þekktari verka er Þúfa á Granda, Bríetarbrekka í Þingholtsstræti og Geirfugl við Ægisíðu. Sérstakt opnunarteiti er 9. nóvember kl. 16.00.

Ragnar Kjartansson, Kristín Anna og Davíð Þór

Hvar? Gljúfrasteinn
Hvenær? 10. nóvember kl. 16.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir halda tónleika á Gljúfrasteini upp úr bók Kjartans Júlíussonar, Reginfjöll að haustnóttum, en Halldór Laxness skrifaði formála að bókinni árið 1978. Í henni má finna frásagnir Kjartans um skemmtigöngur hans um reginfjöll að síðhausti og undurfagrar frásagnir af draugum og heimalningum.

Konan í speglinum

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm. Tónleikaupplifun þar sem ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur fléttast inn í töfrandi hljóðheim tveggja annarra Ingibjarga. Þar hljóma langspil, klarinett, kalimbur, spiladósir, píanó, rafhljóð, harmoníum og raddir. Ingibjörg Fríða og Ingibjörg Ýr hafa unnið að tónlistinni síðustu ár og hlutu í ár listamannalaun til að fullvinna tónlistina og gera klára til flutnings og upptöku á plötu.

Yui Yaegashi

Hvar? i8
Hvenær? Til 7. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Yui Yaegashi eru smágerð og geta virkað látlaus, en í þeim leynast flókin mynstur og lög smáatriða, þar sem hárfín notkun Yui á málningu og litavali skapar lifandi spennu á milli þess tilviljunarkennda og þess skipulagða; á milli nákvæmni og óvæntra tilbrigða við fegurð, sem fá áhorfandann til að skoða aftur, og aftur, enn nær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
7
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
8
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
9
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu