Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík
7

Rok í Reykjavík

Síðnýlendustefna Samherja
8

Rannveig Schram

Síðnýlendustefna Samherja

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir lögreglunni á að rannsaka starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann Ríkisútvarpsins. Þorsteinn Már Vilhjálmsson, forstjóri Samherja, hefur kært fimm stjórnendur Seðlabankans og vill koma fyrrverandi seðlabankastjóra í fangelsi. Bréf forsætisráðherra til lögreglu er nú í höndum Stöðvar 2 og bréf Seðlabankans til forsætisráðherra er komið til mbl.is.

Katrín bendir lögreglunni á starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra aflaði upplýsinga um samskipti Seðlabankans við fjölmiðlamann og vísaði síðan lögreglunni á starfsmann bankans.  Mynd: Pressphotos.biz
ritstjorn@stundin.is

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sent bréf á Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og greint frá samskiptum starfsmanns Seðlabanka Íslands við fréttamann Ríkisútvarpsins undir þeim formerkjum að hugsanlega hafi starfsmaðurinn eða annar starfsmaður brotið lög með því að veita fréttamanni upplýsingar. 

Aðdragandi málsins er að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kvartað undan stjórnvaldssekt Seðlabankans sem lögð var á Samherja vegna meintra brota á gjaldeyrisviðskiptum með undirverðlagningu á fiski, sem rannsökuð voru með húsleit árið 2012. Þorsteinn hefur kært fimm starfsmenn Seðlabankans og heitið því að koma Má Guðmundssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra, í fangelsi, eftir að stjórnvaldssekt bankans gegn Samherja var dæmd ólögmæt. Einn þessara starfsmanna er Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, sem átti í samskiptum við fréttamann Ríkisútvarpsins og fékk upplýsingar frá honum. Fram kemur að engar trúnaðarupplýsingar hafi borist frá starfsmanninum til fréttamannsins í samskiptunum sem rannsökuð voru.

Forsætisráðherra rannsakaði málið

Samkvæmt umfjöllun Stöðvar 2 segir Katrín í bréfi sínu til lögreglunnar að háttsemin, að veita fjölmiðli upplýsingar um húsleit, „kunni að fela í sér refsivert brot“. Katrín óskaði sjálf upplýsinga frá Seðlabankanum um málið  og fékk svör í apríl. Hún svaraði síðar bréfinu í september. Samkvæmt frétt Mbl.is hefur Morgunblaðið bréf Seðlabankans til forsætisráðherra 18. ágúst síðastliðinn undir höndum. Þá hefur Stöð 2 undir höndum bréf Katrínar til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vitnað er í bréfið í frétt Vísis.is: „Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.“

Bankinn dæmdur til að veita aðrar upplýsingar

Þvert gegn grunsemdum forsætisráðherra um að starfsmaður Seðlabankans hafi brotið lög með samskiptum við fréttamann var Seðlabanki Íslands nýlega talinn hafa brotið gegn lögum með því að veita ekki upplýsingar til fréttamanns.

Seðlabankinn var í síðustu viku dæmdur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning sem bankinn gerði við sama starfsmann og átti í tölvupóstsamskiptum við fréttamann, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, vegna styrks sem bankinn veitti henni til að stunda nám við Harvard-háskóla.

Vill seðlabankastjórann í fangelsi

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í nóvember síðastliðnum að Seðlabankinn hefði ekki haft þá heimild sem bankinn taldi sig hafa, til þess að leggja stjórnvaldssekt á Samherja vegna gjaldeyrisviðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í tilefni dómsins ítrekað að Már Guðmundsson færi í fangelsi vegna málsins. „Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi. Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka Íslands sem er á leið í fangelsi.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur
2

Stjórnarmenn Samherja þöglir um vitneskju sína um mútugreiðslur

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“
3

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
4

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
5

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn
6

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík
7

Rok í Reykjavík

Síðnýlendustefna Samherja
8

Rannveig Schram

Síðnýlendustefna Samherja

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Vaknaði við öskrin
1

Vaknaði við öskrin

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
2

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra
3

Allt í lagi að eiga heimili sem lítur ekki út eins heimili annarra

Andlegt líf á Íslandi
4

Bergsveinn Birgisson

Andlegt líf á Íslandi

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap