Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Íslensku konurnar lausar úr haldi Ísraela

Leita leigu­bíls til að kom­ast út úr land­töku­byggð­inni sem þær voru flutt­ar til. „Við er­um al­veg dauð­hrædd­ar hérna,“ seg­ir Björk Vil­helms­dótt­ir. Hún ótt­ast að verða hindr­uð í að koma aft­ur til Palestínu.

Íslensku konurnar lausar úr haldi Ísraela
Laus úr haldi Björk og hinum sjálfboðaliðunum þremur var haldið í þrjá klukkutíma. Mynd: Úr einkasafni

Ísraelska lögreglan hefur sleppt íslensku konunum tveimur og frönsku konunum tveimur sem voru handteknar í morgun þegar þær aðstoðuðu palestínska bændur við ólífutínslu. Björk Vilhelmsdóttir, önnur íslensku kvennanna, segir að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að ef þær létu aftur sjá sig við ólífutínslu á Vesturbakkanum yrðu þær handteknar og mættu sæta ákæru.

„Við vorum í haldi í þrjá tíma en við erum eiginlega verr staddar núna, á landtökusvæði hér í Ariel. Nú fyrst erum við orðnar ólöglegar, enda landtökusvæði ólögleg samkvæmt alþjóðalögum, en ekki einhver ólífutínslusvæði eins og við vorum á. Við erum að leita að leigubíl núna til að komast í burtu, við höfum aldrei verið áður á landtökusvæði, við erum alveg dauðhræddar hérna,“ segir Björk í samtali við Stundina.

„Nú fyrst erum við orðnar ólöglegar, enda landtökusvæði ólögleg samkvæmt alþjóðalögum“

Konurnar fjórar eru sjálfboðaliðar á vegum Alþjóða friðarstarfs kvenna og hafa þær að undanförnu veitt verndandi viðveru til aðstoðar palestínskum bændum á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum. Þær voru handteknar í morgun við slíka iðju. „Við fengum að vera allar fjórar saman, við tvær frá Íslandi og tvær franskar konur, inni á einhverri skrifstofu. Það var mikill stuðningur að því. Það var þarna fullt af löggum allt í kringum okkur. Við mættum aldeilis ekki vinsamlegu viðmóti og þeir meira að segja neituðu að tala við íslenska ræðismanninn. Ég veit hins vegar að íslenska borgaraþjónustan hjálpaði til við að fá okkur lausar, maðurinn minn sagði mér að hann hefði fengið þær upplýsingar að við værum lausar áður en ég hringdi í hann.“

Björk segir að konurnar hafi ekki setið undir hótunum eða ógnunum á meðan þær voru í haldi en þegar verið var að taka þær fastar hafi þeim verið sýnd handjárn og haft í hótunum við þær. „Það var sagt við okkur að við værum inni á lokuðu hernaðarsvæði en við vorum nú þarna með bónda sem hafði leyfi til að tína ólívur á svæðinu, það var nú ekki meira hernaðasvæði en svo. Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Og þó, kannski ekki alveg því við vissum af því að það var búið að vera að reka alþjóðlega sjálfboðaliða i burtu af svæðinu. Við vorum látnar lausar með því fororði að við skyldum ekki láta sjá okkur þarna meira í Burin, á þessu lokaða hernaðarsvæði. Ef svo yrði þá yrðum við handteknar fyrir alvöru og kærðar fyrir athæfið.

„Ég hef bara mestar áhyggjur af því að mér verði meinað að koma aftur“

Björk hefur áður verið í Palestínu við sjálfboðaliðastörf af svipuðum toga. Hún segir að henni finnist sem nú sé óvenju mikil harka í viðbrögðum Ísraelsmanna. „Tengiliður okkar við bændur á svæðinu er á sama máli. Við ætluðum upphaflega til annars bónda á svæðinu en sá hafði hringt í morgun og látið vita af því að lögreglan væri kominn á svæðið og segði að alþjóðlegir sjálfboðaliar mættu ekki vera á svæðinu. Svo við fórum bara til annars bónda.

Björk á flug heim til Íslands á morgun en hún er búin að vera í þrjár vikur í Palestínu. Spurð hvort hún hafi áhyggjur af því að henni verði á einhvern hátt gert erfitt fyrir á leiðinni heim segir Björk að það komi bara í ljós annað kvöld en vissulega hafi ýmsir sem lent hafa upp á kant við ísraelsk stjórnvöld fengið að finna fyrir því. „Ég hef bara mestar áhyggjur af því að mér verði meinað að koma aftur.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ný fagráð sjúkrahúsa ekki lýðræðislega kosin
FréttirHeilbrigðismál

Ný fagráð sjúkra­húsa ekki lýð­ræð­is­lega kos­in

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um og með­lim­ir nýrra fagráða verða vald­ir af for­stjór­um sjúkra­hús­anna sam­kvæmt reglu­gerð. Formað­ur lækna­ráðs Land­spít­al­ans hef­ur sagt að for­stjóri verði „býsna ein­ráð­ur“ og að að­hald minnki.
74. spurningaþraut: Reynistaðabræður? Risaeðlan?
Þrautir10 af öllu tagi

74. spurn­inga­þraut: Reyn­istaða­bræð­ur? Risa­eðl­an?

Auka­spurn­ing­ar: Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? Og hver er kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Hvað heit­ir stærsta varð­skip Ís­lend­inga um þess­ar mund­ir? 2.   Hvað heit­ir stærsti fjörð­ur­inn sem geng­ur inn úr Breiða­firði? 3.   Hver leik­stýrði kvik­mynd­inni „Með allt á hreinu“? 4.   Hver hóf skáld­sagna­fer­il sinn með bók­inni Hella ár­ið 1990? 5.   Hvenær urðu Reyn­istaða­bræð­ur úti á Kili? Hér má...
Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
FréttirVerkalýðsmál

Kjara­deil­ur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.
Sögufölsun felld af stalli
Úttekt

Sögu­föls­un felld af stalli

Mót­mæl­end­ur í Banda­ríkj­un­um krefjast upp­gjörs og vilja stytt­ur og minn­is­merki um suð­ur­rík­in burt. Sagn­fræð­ing­ur seg­ir það ekki í nein­um takti við mann­kyns­sög­una að lista­verk á op­in­ber­um stöð­um séu var­an­leg.
73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?
Þrautir10 af öllu tagi

73. spurn­inga­þraut: Hver var næst­fyrsta kon­an í Biblí­unni?

Auka­spurn­ing­ar: Hvað er það sem sést á efri mynd­inni? Og hver er karl­inn á neðri mynd­inni? 1.   Getafix heit­ir öld­ung­ur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurta­fræði hvers kon­ar og kann öðr­um bet­ur að brugga ým­is lyf og kraftamixt­úr­ur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að...
Einkafyrirtæki í sjálfboðastarfi andspænis ráðherraræði
Blogg

Þorbergur Þórsson

Einka­fyr­ir­tæki í sjálf­boð­a­starfi and­spæn­is ráð­herr­a­ræði

Mál Kára Stef­áns­son­ar, Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar og for­sæt­is­ráð­herra Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er for­vitni­legt. Ís­lensk erfða­grein­ing hef­ur skim­að tug­þús­und­ir Ís­lend­inga ís­lenska rík­inu að kostn­að­ar­lausu, en for­sæt­is­ráð­herra læt­ur eins og það sé bara sjálfsagt mál að einka­fyr­ir­tæk­ið sinni þessu verk­efni áfram. En þar kom að þol­in­mæði einka­fyr­ir­tæk­is­ins brast. Kári sendi ráð­herr­an­um bréf þann 1. júlí sl. og hvatti til þess að rík­is­vald­ið tæki sig...
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
FréttirVirkjanir

Um­hverf­isáhrif smá­virkj­un­ar sýna veik­leika ramm­a­áætl­un­ar

Skipu­lags­stofn­un seg­ir virkj­un í Hverf­is­fljóti munu raska merku svæði Skaft­árelda­hrauns. Meta ætti smá­virkj­an­ir inn í ramm­a­áætl­un þar sem þær geti haft nei­kvæð um­hverf­isáhrif.
Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Fréttir

Fleiri bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og bíða leng­ur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.
72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni
Þrautir10 af öllu tagi

72. spurn­inga­þraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hár­ná­kvæmt svar við einni spurn­ing­unni

Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni að of­an, hver er kon­an? Á mynd­inni að neð­an, hvað er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir for­seti Frakk­lands? 2.   Hvað hét for­set­inn sem hann leysti af hólmi? 3.   Í hvaða heims­álfu er rík­ið Bel­ize? 4.   Hvað eru phot­on og glu­on? Svar­ið þarf ekki að vera hár­ná­kvæmt. 5.   Empire State bygg­ing­in í New York-borg í Banda­ríkj­un­um er...
María Ósk Sigurðardóttir látin: „Hún heillaði alla sem hún hitti“
Fréttir

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lát­in: „Hún heill­aði alla sem hún hitti“

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lést 2. júlí og skil­ur eft­ir sig stóra fjöl­skyldu, með­al ann­ars fjög­ur börn og tvö barna­börn. Gest­ný Rós, syst­ir Maríu, ræð­ir við Stund­ina um syst­ur sína eins og hún var og eins og fjöl­skyld­an vill að henn­ar verði minnst, með virð­ingu og kær­leika.
Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Mess­an­um lok­að eft­ir mót­mæli fyrr­um starfs­fólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Blogg

Símon Vestarr

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...