Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Ef svo fer að Donald Trump og Mike Pence verða báðir sviptir embættum sínum verður Nancy Pelosi forseti Bandaríkjanna. En hvaða manneskja er það?

Illugi Jökulsson

Ef svo fer að Donald Trump og Mike Pence verða báðir sviptir embættum sínum verður Nancy Pelosi forseti Bandaríkjanna. En hvaða manneskja er það?

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?
Nancy Pelosi ávítir Trump á fundi í Hvíta húsinu. Það er til marks um skilningsleysi Trumps og nóta hans á konum og kvenréttindum að eftir misheppnaðan fund hans, Pelosi o.fl. í Hvíta húsinu um daginn dreifði Trump þessari mynd sem Shealah Craighead tók fyrir AP fréttastofuna vegna þess að honum fannst myndin sýna algeggjaða frekjudollu. Aðrir sáu náttúrlega hið augljósa - þarna er sterk kona sem stendur uppi í hárinu á feðraveldinu og lætur bjána ekki eiga neitt inni hjá sér. 

Ekki er hægt að segja að það sé sennilegt að Bandaríkjaþing svipti Donald Trump forseta embætti sínu en það er þó ekki útilokað. Enn ólíklegra er að Mike Pence varaforseti verði jafnframt hrakinn úr embætti, en það er þó samt ekki alveg útilokað heldur.

Og ef það gerist verður Nancy Pelosi forseti Bandaríkjanna.

Stjórnskipan Bandaríkjanna gerir nefnilega ráð fyrir að ef bæði forseti og varaforseti deyja í embætti eða forfallast af einhverjum ástæðum, þá skuli forseti fulltrúadeildar þingsins taka við embættinu og gegna því þar til næst á að kjósa til forseta.

„Speaker of the House of Representavies,“ heitir embættið á ensku. 

Pelosi hefur gegnt þessu starfi síðan í byrjun janúar þegar fulltrúadeildin kom saman eftir að demókratar náðu meirihluta í deildinni í kosningum síðla árs í fyrra.

Hún hafði verið leiðtogi minnihluta demókrata í fulltrúadeildinni síðan 2011.

Frá 2007 til 2011 var hún forseti deildarinnar en varð nú aftur þriðji hæstsetti valdamaður landsins, að minnsta kosti að nafninu til, á eftir forseta og varaforseta.

Engin kona hefur komist jafn hátt í stjórnkerfi Bandaríkjanna og hún.

Nancy Pelosi fæddist 26. mars 1940 í borginni Baltimore í Maryland.

Faðir hennar hét Thomas D'Alesandro og var sonur innflytjenda frá Abruzzo-héraði á Ítalíu. Hann gerðist fasteignasali og tryggingasölumaður, fór svo út í pólitík og sat átta ár í fulltrúadeildinni í Washington og var svo borgarstjóri í Baltimore í önnur átta ár.

Móðir Nancy hét Annunciata og var húsmóðir og líka á kafi í pólitík. Hún fæddist á Suður-Ítalíu en flutti ung til Bandaríkjanna. Þau D'Alesandro hjónin eignuðust fimm syni og eina dóttur. Einn sonanna fylgdi í kjölfar föður síns sem borgarstjóri í Baltimore um tíma.

Nancy ólst því upp í rammpólitísku umhverfi. Hún var til dæmis viðstödd embættistöku John F. Kennedys árið 1961 og hlustaði á hann halda ræðuna sína frægu þar sem hann sagði meðal annars:

„Spyrjið ekki hvað getur land ykkar gert fyrir ykkur, heldur hvað þið getið gert fyrir land ykkar.“

Nancy lærði stjórnmálafræði og lauk námi 1963. Sama ár gekk hún að eiga jafnaldra sinna Frank Pelosi, upprennandi kaupsýslumann af ítölskum ættum, sem er frá Kaliforníu. Þau eignuðust á átta árum fjórar dætur og einn son. Yngsta dóttirin er allkunnur fréttamaður og kvikmyndagerðarmaður og hefur gert mikið af heimildarmyndum fyrir sjónvarpsstöðina HBO, ekki síst um hlutskipti alþýðufólks og velferðarmál ýmisleg, auk þess að gera myndir um stjórnmál.

Frank Pelosi, eiginmaður Nancy, hefur stundað fjárfestingabrask og hlutabréfaviðskipti með afar góðum árangri. Þau hjón eiga til dæmis hlutabréf í Apple, Facebook og Disney og hún reiknast sem um það bil 15. ríkasti þingmaðurinn á Bandaríkjaþingi með eignir upp á um 30 milljónir dollara, 3,6 milljarða íslenskra króna.

Á áttunda áratugnum byrjaði Nancy að láta mjög að sér kveða innan Demókrataflokksins í Kaliforníu. Framan af stússaði hún fyrst og fremst í fjáröflun og skipulagningu bak við tjöldin.

Hún sagði þá að hún hefði engan áhuga á framboði til opinbers embættis.

Hún var hins vegar mjög handgengin Philip Burton sem var lengi þingmaður í fulltrúadeildinni í Washington fyrir San Francisco. Hann lést 1983 og þá varð ekkja hans, Sala, þingmaður í hans stað.

Snemma árs 1987 var Sala orðin fársjúk og lá banaleguna. Á dánarbeðinu kallaði hún Pelosi til sín.

Sala lét Pelosi lofa sér að sækjast eftir því að verða eftirmaður sinn í fulltrúadeildinni.

Þegar Sala lést vann Pelosi prófkjör innan Demókrataflokksins naumlega, en lagði svo andstæðing sinn úr Repúblikanaflokknum auðveldlega í kosningum um fulltrúadeildarsætið í Washington síðla árs 1987.

Allar götur síðan hefur hún verið endurkjörin á tveggja ára fresti, oftast með um eða yfir 80 prósent atkvæða.

Fljótlega eftir að Pelosi settist á þing þótti ljóst að hún væri heilmikill skörungur. Sjálf hafði hún ekki verið viss um að hún myndi kunna vel við sig á þingi, en þegar til kom var hún eins og fiskur í vatni.

Átök og glímur áttu vel við hana, og hún var kjörinn leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni upp úr aldamótum og árið 2007 varð hún sem sagt forseti fulltrúadeildarinnar eftir að demókratar náðu meirihluta í þingdeildinni.

Hún tók við embættinu af repúblikananum Dennis Hastert. Hann reyndist síðar vera bæði fjársvikari og barnaníðingur, en það er önnur saga.

Pelosi er að flestu leyti klassískur demókrati á bandaríska vísu. Hún er mjög frjálslynd í flestum samfélagsmálum en á miðjunni í því sem snertir peninga- og efnahagsmál. Meðan Barack Obama var að koma í gegn ráðstöfunum sínum í heilbrigðismálum, Obamacare, var hún dyggasti bandamaður hans í þinginu. Hún missti embætti forseta fulltrúadeildarinnar 2011 þegar repúblikanar endurheimtu meirihluta í þinginu en hélt áfram sem leiðtogi demókrata og lét engan bilbug á sér finna þótt árin færu að færast yfir.

Eftir að demókratar náðu aftur meirihluta í fyrra fannst sumum að Pelosi væri helstil íhaldssöm til að taka aftur við forsetaembætti fulltrúadeildarinnar. Demókrataflokkurinn væri kominn lengra til vinstri en áður en hún væri nú fulllangt til hægri í flokknum.

En hún náði vopnum sínum og tryggði sér forystuhlutverkið. Um tíma virtist stefna í erjur milli hennar og hinna róttækustu demókrata á borð við Alexandriu Oscasio-Cortez en þeim tókst að slíðra sverðin og ákváðu að einbeita sér að baráttunni gegn Trump fremur en innri sundurþykkju.

 

Tengdar greinar

Flækjusagan

Ilmhöfnin logar

Illugi Jökulsson

Ilmhöfnin logar

Illugi Jökulsson

Nafnið Hong Kong mun þýða „Ilmhöfn“. Hér má lesa um ástæður þessa og ýmislegt annað úr gamalli sögu Hong Kong, sem logar nú af átökum íbúa og stjórnvalda.

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Illugi Jökulsson

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Illugi Jökulsson

Lengi hefur verið talið að menningarríki hafi ekki risið í Ameríku fyrr en löngu á eftir menningarríkjum gamla heimsins. Það virðist nú vera alrangt.

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Illugi Jökulsson

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Illugi Jökulsson

Atli Húnakóngur dó á sinni brúðkaupsnótt árið 453. Lengst af hafa menn talið að ótímabær dauði Atla hafi bjargað Rómaveldi og gott ef ekki vestrænni siðmenningu frá hruni, þótt Rómaveldi stæði reyndar aðeins í rúm 20 ár eftir dauða hans. En nú er á kreiki sú kenning að ef Atli hefði lifað hefði Rómaveldi þvert á móti haldið velli. Og saga Evrópu hefði altént orðið allt öðruvísi.

Ef Húnakóngur hefði ekki fengið blóðnasir

Illugi Jökulsson

Ef Húnakóngur hefði ekki fengið blóðnasir

Illugi Jökulsson

Atli Húnakóngur var kallaður „reiði guðs“, svo blóðþyrstur var hann. Hinn kæni austræni villimaður ríkti yfir stjórnlausum grimmlyndum her, sem var þess albúinn að rífa niður Rómaveldi, ræna og rupla og nauðga og drepa og kveða algóðan Krist í kútinn. En þá dó hann af blóðnösum eftir að hafa gengið fram af sér á brúðkaupsnótt með lostafullri snót, og Evrópu var bjargað! Eða hvað? Var sagan ekki örugglega svona?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið