Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

Einn þyngsti dóm­ur sem fall­ið hef­ur, vegna kyn­ferð­is­brots for­eldr­is gegn barni sínu, féll í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur ný­ver­ið. Þá hlaut fað­ir sjö ára dóm fyr­ir ára­langa og grófa mis­notk­un á syni sín­um. Þrátt fyr­ir al­var­leika brot­anna sat mað­ur­inn ekki í gæslu­varð­haldi og hann fer enn einn með for­sjá yngri son­ar síns.

Hvorki lögreglan á höfuðborgarsvæðinu né héraðssksóknari fóru fram á að maðurinn sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn syni sínum sæti í gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn á máli hans stæði. Þrátt fyrir að dómur sé fallinn í héraðsdómi getur verið langt þangað til maðurinn hefur sína afplánun. Það gerir hann í fyrsta lagi eftir tæpan mánuð, þegar áfrýjunarfrestur dómsins, sem er fjórar vikur, rennur út. Áfrýi hann hins vegar dómnum geta verið nokkrir mánuðir eða jafnvel meira en ár þar til afplánun hans hefst.

Þegar rannsókn á málinu hófst, haustið 2017, bjuggu yngri börn hans þrjú öll á heimili hans, tvö þeirra undir lögaldri, þá 17 og 11 ára. Þrátt fyrir alvarleika brotanna voru börnin ekki vistuð annars staðar, né maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Má úr því lesa að hvorki barnaverndaryfirvöld, sem hafa völd til að taka börn frá foreldrum séu þeir líklegir til að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár