Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

Það er von. Stundum þráum við ekkert heitar en að að heyra þessi einföldu skilaboð. Stundum er það allt sem við þurfum, að vita að það er von.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von. Stundum þráum við ekkert heitar en að að heyra þessi einföldu skilaboð. Stundum er það allt sem við þurfum, að vita að það er von.

Það er von

Ungur maður lést á AA-fundi. Ung kona lést á aðfangadag. „Góði guð, plís ekki taka mig.“

Fíkniefnafaraldur 

Veruleiki þeirra sem glíma við fíkn vekur óhug og hefur áhrif á alla sem að þeim standa. Í Bandaríkjunum er talað um ópíumfaraldur, enda er hvergi hærra hlutfall dauðsfalla af völdum ofneyslu lyfja en þar. Næst á eftir kemur Ísland. Hvergi annars staðar en í Bandaríkjunum er hlutfall þeirra sem látast af völdum ofneyslu lyfja hærra heldur en hér. Frá áramótum og fram í júní hóf embætti Landlæknis rannsókn á 29 dauðsföllum þar sem grunur lék á að um eitrun væri að ræða vegna ofneyslu lyfja. Aldrei hafa fleiri látist af völdum lyfjaeitrunar og í fyrra, 39 einstaklingar, þar af ellefu undir þrítugu, flestir vegna morfínskyldra lyfja, oft blandað saman við áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Alþingi var lagt undir umræður um fíkniefnafaraldur í vikunni. Yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir það nánast daglegt brauð að heyra af fólki sem hefur tekið inn of stóran skammt. Í hverri viku leita um tíu manns á bráðamóttökuna vegna þess og í fyrra komu tíu yfir páskahelgina, þar af fimm í mjög alvarlegu ástandi. Starfsfólkið telur sig sjá merki um að ofneysla verkjalyfja sé að aukast á meðal ungs fólks og afleiðingarnar geta verið skelfilegar; dauði, heilsubrestur og örorka. Jafnvel þótt það takist að bjarga lífi fólks er ekki víst að það nái sér nokkurn tímann að fullu. 

Örvæntingin er mikil, ekki síst á meðal aðstandenda sem horfa ráðalausir upp á ástvini sína hverfa inn í tóm fíknarinnar, þar til ekkert verður eftir nema eymdin og vesældin.

Vonin 

Það er því skiljanlegt að þegar ungur maður stígur fram og greinir frá því að hann sé á batavegi frá langvarandi krakkneyslu, birtir myndir af því hvernig hann leit sem verst út í neyslu og ber saman við það hversu mikið betur hann lítur út í dag, með þeim skilaboðum að það sé von, hljóti það hljómgrunn. Jafnvel þótt hann hafi aðeins verið án vímuefna í nokkrar vikur eða mánuði, þegar talað er um að bataferli taki allt að ári. Jafnvel þótt hann hafi hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnasmygl og segi frá því þegar hann var að selja eiturlyf og stera. Það er skiljanlegt að fólk fylgist með, hlusti og þakki fyrir vorið og vonina. Af því að það er gott að sjá einhvern rísa upp.

Þegar þolendur hans stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hann beitti, afneitaði og axlaði aldrei ábyrgð á, þá er ekki síður mikilvægt að hlusta. Frásögn þeirra felur ekki í sér fordóma gagnvart fíknivanda eða illvilja gagnvart gerandanum, heldur þörf fyrir viðurkenningu á ofbeldinu sem þær voru beittar og þörf til að vara aðra við. Ekki síst vegna þess að viðkomandi var enn að beita andlegu ofbeldi þegar hann stofnaði góðgerðarsamtökin: Það er von. Vonin má bara ekki verða á kostnað annarra. Viðbrögð fylgjenda hans voru misjöfn, á meðan flestir hvöttu hann til dáða voru það hinir sem sögðu honum að hunsa gagnrýnisraddir, raddir þeirra sem hann beitti ofbeldi, og afskrifuðu frásagnir þeirra sem hatur og niðurrif. 

Fylgjendurnir 

„Haltu bara ótrauður áfram og ekki hlusta á neitt niðurrifskjaftæði.“

„Ekki hlusta á svona lið … svona lið er bara öfundsjúkt eða líður illa og þarf að sverta aðra.“

„Nú varð ég svo reið að ég þurfti að taka mig á til að hrauna ekki yfir samstarfsmenn yfir því hversu fólk getur verið miskunnarlaust. Hvar í andskotanum fær fólk leyfi til að draga mann niður sem er í frábærri uppbyggingu með sjálfan sig?“

„Ansi mikið til af svona leiðindapakki.“

„Það verða alltaf til staðar hatarar sem vilja sparka mann niður og gera lítið úr því góða og jákvæða sem þú gerir opinberlega, vegna þess að það minnir þá á það hversu vond og sjálfselsk þau eru. Þetta er bara öfund og minnimáttarkennd hjá þeim og margir veikir á geði ráða ekkert við sig vegna vanlíðunar.“

„Ég get allavega sagt að það sem þú ert að gera gefur mér von um að fá son minn einn daginn til baka,“ sagði einn fylgjenda hans.

Þegar fólk hefur loks fundið von í hálfvonlausum aðstæðum, er erfitt að sleppa á henni takinu. 

Erindið 

Eftir stendur að engar reglur eru til um hverjum er hleypt inn í grunn- og framhaldsskóla með fræðslu, jafnvel þótt þekking á forvarnarstarfi sýni að frásagnir fyrrverandi fíkla eigi ekkert erindi til barna og unglinga, hvað þá manna sem hafa varla náð áttum og jafnvægi. Eins og sýndi sig þegar þær sögðu frá hátterni hans og hann brást við með því að lýsa sjálfsvígshugsunum. Það er von – eða hvað? spurði hann. Eins og hans væri vonin, bundin við bata eins manns, bundin við þögn þolenda hans. 

Vonin er eitthvað annað og stærra en það. Von er viðhorf, afstaða til lífsins, trú. 

Biðin 

Vonin er falleg framtíð sem lifnar við réttar ákvarðanir í nútíð. 

Ef við ætlum að læra af frásögnum þeirra sem hafa staðið í þessum sporum þá hefur fólk sem glímir við fíkn og fjölskyldur þeirra ítrekað bent á brotalamir í kerfinu. Að ráðaleysi mæti þeim, fordómar í kerfinu og skilningsleysi á aðstæðum þeirra. 

Í slíku umhverfi er auðvelt að missa vonina. 

Svona er staðan: 

Í dag bíða 700 einstaklingar eftir því að fá pláss í afeitrun á Vogi, einkareknu sjúkrahúsi sem veitir meðferð við vímuefnavanda. Fólk deyr á meðan það er enn á biðlista. Ákall er eftir auknum fjárframlögum til SÁÁ svo hægt sé að stytta biðlistana, eins og fram kom á Alþingi í vikunni. Skiljanlega. 

SÁÁ hefur hjálpað fjölda fólks að ná tökum á vímuefnavanda og þangað leita langflestir fíklar. SÁÁ hafa verið nánast einráð á markaði, eina vonin, með umtalsvert hærri upphæðir á fjárlögum heldur en til dæmis sérhæfð þjónusta Landspítalans fyrir fíknimeðferðir. 

Sumir leita þangað aftur og aftur án þess að ná nokkurn tímann bata, án þess að fá nokkurn tímann boð um annars konar úrræði, án þess að nokkurn tímann sé ráðist að rót vandans eða unnið úr áföllum. Það þarf fjölbreyttari úrræði fyrir þennan hóp.  

„Það þýðir ekkert að hugsa um þessi áföll,“ sagði fyrrverandi forstjóri á Vogi. 

Áreksturinn  

Lengi var gert lítið úr þeirri gagnrýni að konur eigi kannski ekki að vera með körlum í afeitrun, svona í ljósi þess að langflestar konur sem stríða við fíkn hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og að líklega er hvergi samankomið hærra hlutfall manna sem hafa framið glæpi á síðustu vikum og mánuðum, nema í fangelsum. 

Fullorðinn karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir grimmilegt ofbeldi gegn konu, fór í meðferð og kynntist þar átján ára stúlku. Þau hófu samband og hann misþyrmdi henni. Í mörg ár hafa konur sagt sögur af því þegar þær þurftu að mæta ofbeldismönnum sínum í meðferð eða hvernig þær kynntust þeim þar, þegar þær yfirgáfu meðferð vegna þess að þeim misbauð framganga manna, þegar þær voru áreittar og enginn gerði neitt. Reyndar taldi forstjóri á Vogi að það væri einn kostur þess að kynin væru saman í meðferð að sjúklingar gætu æft sig að setja mörk. „Ef maður er í vandræðum með að setja mörk í kringum sig, þá er gott tækifæri til þess ef maður er í meðferð.“

Sami læknir og afskrifaði það sem fordóma að konur hefðu áhyggjur af öryggi sínu í meðferð, jafnvel þótt Embætti landlæknis hefði gert margvíslegar athugasemdir á gæðum og öryggi í meðferð kvenna og barna hjá SÁÁ. „Þetta er mjög fordómafullt,“ sagði hann. „Umræða af þessu tagi gefur mynd sem er ekki raunveruleg, mjög langt frá því. Fólk á að vera öruggt hérna og er öruggt. Enginn er einn, eða króaður af, eða neitt svoleiðis,“ sagði læknirinn, þá nýtekinn við sem forstjóri Vogs.  

Á meðal athugasemda Embættis landlæknis var að börn ættu í töluverðum samskiptum við fullorðið fólk í meðferð við vímuefnavanda inni á Vogi, en kveðið var á um að börnin ættu að njóta sérstakrar verndar. 

Nýlega var gefin út ákæra á hendur manni fyrir að brjóta kynferðislega á sextán ára stúlku á Vogi, ekki einu sinni, heldur tvo daga í röð. Forstjórinn ræddi málið í fjölmiðlum: „Það á enginn að verða fyrir einhverju sem hann vill ekki eða er óánægður með, af því að hann getur alltaf forðast það.“ Engin áhætta væri fólgin í því að vera á Vogi, en starfsfólk gæti ekki alltaf ábyrgst „áhættuhegðun ungmenna“. 

Nokkrum dögum síðar sendi SÁÁ frá sér yfirlýsingu um að ekki væri hægt að tryggja öryggi barna í meðferð og því yrði hætt að taka við þeim. Ekkert hefur þó orðið af þeim áformum, börnin eru enn inni á bangsadeildinni á Vogi. 

Af því að þau hafa ekkert annað að fara. 

Uppgjöfin 

Heimilislausum í Reykjavík fjölgaði um 95 prósent á fimm ára tímabili, frá 2012, og heldur enn áfram að fjölga, líka í yngsta aldurshópnum, 18 til 22 ára. Helsta orsök þess að fólk lendir utangarðs er misnotkun vímuefna. Þar á eftir koma geðsjúkdómar, en langflestir utangarðsmenn sem glíma við geðrænan vanda glíma einnig við áfengis- og vímuefnavanda. 

Ár eftir ár hefur geðdeildum á Landspítalanum verið lokað yfir sumarið, þar á meðal móttöku fíknimeðferðar. 

Árið 2017 framdi ungur maður sjálfsvíg inni á geðdeild, þar sem hann hafði verið metinn í svo alvarlegri sjálfsvígshættu að hann átti að vera undir eftirliti á fimmtán mínútna fresti. Engir verkferlar voru til staðar, ekkert eftirlit með eftirlitinu og enginn sinnti því. Móðir hans var vakin um miðja nótt af rannsóknarmanni sem tilkynnti henni um andlát sonarins. 

Ekkert var gert til þess að fyrirbyggja að slíkt gæti endurtekið sig. Tíu dögum síðar framdi annar ungur maður sjálfsvíg inni á geðdeild, eftir að eftirlit með honum var minnkað með þeim orðum að hann ætti sjálfur að láta vita ef líðan hans versnaði, jafnvel þótt hann hefði lýst leiðum til sjálfsvígs þar inni. Til þess að fyrirfara sér notaði hann áhöld sem voru til staðar inni í herberginu og hann hafði áður bent á að væri hægt að nota. „Við héldum að hann væri kominn á öruggan stað,“ sögðu bræður hans. 

Fyrst þá var ráðist í rótargreiningu og öryggisstaðlar þróaðir. Í ljós kom að fimm af átta geðdeildum spítalans fengu falleinkunn. Umhverfið var hættulegt sjúklingum. Spítalinn varaði við umfjöllun um málið. 

Í sumar var svo gripið til aðgerða. Rúmum á einni af þremur bráðamóttökudeildum geðsviðs var fækkað um helming, á deild þangað sem fólk fer gjarnan í alvarlegri sjálfsvígshættu. 

Reikna má með því að á hverju ári þurfi tvö til þrjú þúsund manns að fara í jarðarför vegna sjálfsvíga. Áhrifin á nánustu aðstandendur eru alvarleg, dæmi eru um að fólk flosni upp úr skóla og missi fótfestu á atvinnumarkaði. Alls þyrftu um 150 til 200 manns sorgarúrvinnslu sem er ekki í boði. 

Veltu þessu fyrir þér: Rúmlega níu prósent ungmenna hafa gert tilraun til sjálfsvígs.

Doðinn  

Vaxandi vanlíðan íslenskra ungmenna á síðustu árum birtist í auknum sjálfsvígshugsunum og sjálfskaðahegðun. 

Börn sem lenda í ofbeldi eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að lenda í vanda vegna vímuefna. Stundin hefur sagt sögur barna sem hafa alist upp hjá dæmdum barnaníðingum, sögur barna sem hafa verið þvinguð í umgengni við menn sem misnotuðu þau, sögur barna sem þráðu ekkert heitar en að barnavernd eða lögreglan myndu bjarga þeim út af heimilum ofbeldisfullra foreldra. 

Svo eru það börn sem búa á góðum heimilum en eru ekki að finna sig í skólakerfinu eða lífinu, líður illa og eru deyfð með lyfjum: 10 prósent barna og unglinga nota geðlyf að staðaldri, 20 prósent aukning varð í svefnlyfjanotkun barna á aldrinum 10 til 14 ára árið 2018, tíunda hvert barn á sama aldri fékk örvandi lyf, þrefalt fleiri en í Svíþjóð, sem er sú Norðurlandaþjóð sem kemst næst okkur. 

Veldu lífið

Þingsályktunartillaga um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi í apríl 2016. Nú þegar liðið er á seinnihluta þessa tímabils er aðeins hluti hennar orðinn að veruleika. Þegar aðgerðaráætlun gegn sjálfsvígum var samþykkt af ráðherra voru 25 milljónir eyrnamerktar verkefninu, 500 þúsund krónur á hverja tillögu. 

Þetta þarf ekki að vera svona. 

Það er hægt að grípa ungt fólk fyrr þegar því líður illa, áður en í óefni er komið. Það er hægt að tryggja að þau geti gengið að því sem vísu að eiga öruggt skjól inni á viðeigandi stofnun ef til þess kemur. Að brugðist sé við vandanum með aðgerðum og fjármagni, plássum fjölgað, boðið upp á fjölbreyttari nálgun, nauðsynlegar úrbætur gerðar á húsnæði og starfsfólki boðið upp á mannsæmandi vinnuskilyrði. Heilbrigðiskerfið er að sligast undan álagi, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. 

Margt bendir til þess að fólk sé víða að sligast undan álagi, hér á landi þar sem fólk vinnur meira og lengri daga en víðast hvar í Evrópu.

Veldu tengsl

Á sama tíma er þekkt að einn lykilþáttur í forvörnum er samvera barna og foreldra, traust og náin tengsl. Tengsl við skóla skipta sömuleiðis máli. Að þar líði börnum vel, að þau hafi tækifæri til að byggja á styrkleikum sínum og sækja stuðning þegar á þarf að halda. Að þau viti að þau skipti máli og að það séu til aðrar leiðir til að takast á við sársauka en að deyfa sig með lyfjum.

Þá verða þau líka að geta sótt aðstoð þegar þau þurfa þess. Það er ekki alltaf svo einfalt. En það er þar sem vonin ætti að liggja, í trausti á því að kerfið virki fyrir þá sem þurfa á því að halda. 

Fyrsta skrefið er að átta sig á því að þær ákvarðanir sem eru teknar í dag hafa áhrif á það hvernig lífi við lifum í framtíðinni. Þegar ákvarðanir eru teknar út frá því, þá þurfum við aldrei að missa vonina. 


Með áskrift að Stundinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku. 

Tengdar greinar

Leiðari

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Jón Trausti Reynisson

„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.

Sómakennd Samherja

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Hér kemur siðrofið

Jón Trausti Reynisson

Hér kemur siðrofið

Jón Trausti Reynisson

Þriðju siðaskipti þjóðarinnar standa yfir. Nú ríkir siðrof, siðfár og menningarstríð.

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna er hópur nokkurra helstu auðmanna Íslands, óþekktra og alþekktra, að niðurgreiða íslenska fjölmiðla í gegndarlausu tapi í samkeppni við aðra?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið