Komið að skuldadögum fyrir Trump?

Öll spjót standa á Donald Trump Bandaríkjaforseta nú þegar þingið hefur hafið rannsókn á hvort hann hafi gerst brotlegur í starfi. Ljóst er að meirihluti er fyrir því í fulltrúadeild þingsins að ákæra forsetann, enda virðist borðleggjandi mál að hann misnotaði embætti sitt til að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu að rannsaka Joe Biden, sinn helsta stjórnmálaandstæðing. Um leið sætir Rudy Guiliani, einkalögfræðingur Trumps, sjálfur sakamálarannsókn og tveir dularfullir aðstoðarmenn hans hafa verið handteknir fyrir að bera erlent fé á forsetann.

Komið að skuldadögum fyrir Trump?
Trump og arftakinn? Ef Donald Trump verður látinn víkja verður Mike Pence forseti Bandaríkjanna.  Mynd: History in HD
ritstjorn@stundin.is

Það hefur verið tilfinningalegur rússíbani fyrir bæði blaðamenn og leikmenn að fylgjast með gangi mála í bandarískum stjórnmálum undanfarið. Hjólin byrjuðu að snúast seint í síðasta mánuði þegar fjölmiðlar greindu frá því að bandaríska þingið hefði fengið í hendur skýrslu frá uppljóstrara innan leyniþjónustunnar. Trump-stjórnin mun hafa reynt að koma í veg fyrir að skýrslan bærist viðeigandi þingnefnd, sem er alvarlegt út af fyrir sig ef rétt reynist.

Fljótlega kom í ljós að ábending uppljóstrarans sneri aðallega að símtali sem Trump átti við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Sagðist uppljóstrarinn hafa rætt við fólk með vitneskju um efni símtalsins. Það væri sér áhyggjuefni að Trump hefði þar farið langt yfir strikið með því að blanda saman embættisverkum sínum sem forseta við eigin pólitíska baráttu fyrir komandi forsetakosningar vestanhafs árið 2020.

Nokkrir ráðgjafa Trumps innan Hvíta hússins höfðu hlustað á símtalið í beinni en handrit þess var ekki gert aðgengilegt öðrum starfsmönnum eins og almennt er venjan þegar ekki er um að ræða samtöl um viðkvæm þjóðaröryggismál. Þess í stað var handritið vistað í tölvukerfi sem er eingöngu ætlað fyrir allra mestu ríkisleyndarmál Bandaríkjanna.

Greiðinn við Trump

Í fyrstu virtist Trump standa á sama um þessar ásakanir og sagði ítrekað við fjölmiðla að símtal sitt við Zelensky hefði verið „fullkomið“ að öllu leyti og ekkert við það að athuga. Máli sínu til stuðnings gaf hann fjölmiðlum aðgang að hluta af umræddu handriti en það reyndist síður en svo til þess fallið að lægja öldurnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði