Þessi grein er rúmlega 9 mánaða gömul.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Sautján virkj­un­ar­kost­ir eru í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt ramm­a­áætl­un. Horf­ur eru á að til­tek­in ósnort­in svæði muni verða fyr­ir veru­leg­um áhrif­um.

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til
Eldvörp Mynd: Ellert Grétarsson

Alls eru 17 virkjunarkostir í nýtingarflokki í núgildandi rammaáætlun um náttúruvernd og er því fyrirsjáanlegt að töluvert landsvæði verði fyrir áhrifum af framkvæmdum í nánustu framtíð. 

Samkvæmt rammaáætluninni, sem var samþykkt á Alþingi þann 14. janúar 2013 og telst til 2. áfanga áætlunarinnar, eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Þrír vatnsaflsvirkjunarkostir og 14 jarðvarmavirkjunarkostir eru í nýtingarflokki, en í biðflokki eru 30 virkjunarkostir, þar af 21 vatnsaflsvirkjunarkostur og níu jarðvarmavirkjunarkostir.

Í orkunýtingarflokk eru settir virkjunarkostir sem talið er að ráðast megi í. Stjórnvöldum er heimilt að leyfa orkurannsóknir og orkuvinnslu vegna þessara kosta og sömuleiðis eru orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar heimilar.

Virkjunarkostir sem ekki er hægt að taka afstöðu til vegna skorts á gögnum eru settir í biðflokk og er stjórnvöldum ekki heimilt að veita leyfi tengd orkuvinnslu vegna orkukosta sem tilheyra honum.

Svokallað náttúrukort, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Framtíðarlandsins, veitir yfirsýn yfir þá virkjunarkosti sem hafa verið flokkaðir í orkunýtingar-, bið- eða verndarflokk, auk þess að sýna þau svæði sem þegar hafa verið virkjuð.

Fólki umhugað um náttúruvernd

Í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var vísað til landskönnunar sem skoðaði viðhorf fólks til þess hversu mikið eða lítið vægi tólf tilgreindir þættir ættu að þeirra mati að hafa við ákvarðanatöku um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi. 

Þar kom í ljós að mjög hátt hlutfall fólks taldi eftirfarandi þætti hafa mjög eða frekar mikið vægi: Náttúruvernd (87%), Heilsa fólks (81%), Loftslagsbreytingar (79%), Hamingja og vellíðan fólks (78%), Möguleikar til útivistar (71%) og Áhyggjur fólks af náttúruhamförum (62%).

Sitt sýndist þó hverjum og hátt hlutfall svarenda töldu eftirfarandi þætti sömuleiðis hafa mjög mikið eða frekar mikið vægi: Atvinnuuppbygging á Íslandi (74%), Atvinnuuppbygging í nærsamfélagi virkjana (66%), Hagvöxtur á Íslandi (60%), Atvinnutækifæri karla (54%), Atvinnutækifæri kvenna (54%) og Tekjur sveitarfélaga (53%).

Af þeim sem svöruðu því hver af ofangreindum þáttum ætti að hafa mest vægi í ákvörðunum um að reisa fleiri virkjanir á Íslandi tiltóku flestir Náttúruvernd (34%), þar á eftir kom Heilsa fólks (15%) og Atvinnuuppbygging á Íslandi (14%) var í þriðja sæti.

Ekki hægt að fullyrða um tengsl fjárhagslegs ávinnings og aukinna lífsgæða

Í endanlegri lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar sagði auk þess að rannsóknir hafi sýnt að sambandið milli mælikvarða sem mæla fjárhagslegan ávinning og mælikvarða sem mæla lífsgæði sé ekki sterkt og mun flóknara en svo að hægt sé að álykta að aukinn fjárhagslegur ávinningur leiði sjálfkrafa til betri lífsgæða eða vellíðunar. 

Því væri ekki hægt að fullyrða að mögulegur fjárhagslegur ávinningur af virkjunum haldist í hendur við aukin lífsgæði eða vellíðan fólks.

Endanleg lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar var birt í ágúst árið 2016. Enn þann dag í dag hefur Alþingi þó ekki samþykkt þennan áfanga áætlunarinnar. Þrátt fyrir það tók verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar til starfa í apríl 2017.

Magnaðar ljósmyndir af landsvæðum sem gætu brátt horfið

Á sýningunni „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ í Norræna húsinu er að finna mikinn fjölda magnaðra ljósmynda af landsvæðum sem senn gætu heyrt sögunni til fari svo að þau verði nýtt til virkjana. 

Stundin birtir hér hluta af ljósmyndunum með góðfúslegu leyfi Ólafs Sveinssonar sýningarstjóra. Ljósmyndirnar eru af virkjunarkostum sem eru samkvæmt núgildandi rammaáætlun í orkunýtingar- eða biðflokki.

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Norræna húsið og Framtíðarlandið. Margmiðlunarsýningin fer fram í Norræna húsinu frá 27. september til 17. nóvember.

Hvalárfossar

Hvalárvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Hvalárvirkjun á Ströndum er líklega umdeildasta virkjanaframkvæmd sem ráðist hefur verið í síðan Kárahnjúkavirkjun var byggð. Í báðum tilvikum er um algerlega ósnortin víðerni að ræða sem virkja á, sem sárafáir þekktu þegar umdeildar ákvarðanir voru teknar um að byggja þar virkjanir. Fossinn á myndinni er einn af fjölmörgum fossum sem munu hverfa, verði af byggingu hennar.

Rjúkandi í Rjúkanda

Fossinn Rjúkandi í ánni Rjúkanda á Ströndum er einn fjölmargra fossa sem hverfa munu ef Hvalárvirkjun verður byggð. Tveir faghópar rammaáætlunar af fjórum töldu virkjunina ekki uppfylla gæði gagna og tveir gáfu henni slæma einkunn, bæði hvað varðar hagkvæmni og jákvæð áhrif á samfélag. Þrátt fyrir það var virkjunin sett í nýtingarflokk, sem virðist ekki samræmast lögum um rammaáætlun. Álit Skipulagsstofnunar á áhrifum virkjanaframkvæmda á svæðinu er afdráttarlaust mjög neikvæð. Áhrifin eru sögð neikvæð á fossa, stöðuvötn, jarðminjar og víðerni sem njóta verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Stíflusvæði Hvammsvirkjunar

Hvammsvirkjun

Í orkunýtingarflokki

Gangi áætlanir Landsvirkjunar eftir verður Hvammsvirkjun sú efsta af þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár.  Allar eru í byggð. Lón Hvammsvirkjunar mun teygja sig vel inn í Þjórsárdal.

Hagavatn og Farið

Hagavatnsvirkjun

Í biðflokki

Hagavatn hefur verið að myndast og stækka eftir því sem Hagajökull, skriðjökull úr sunnanverðum Langjökli, hefur hopað. Hugmyndir eru uppi um að virkja Farið, ána sem rennur úr Hagavatni og nýta vatnið sjálft sem uppistöðulón.

Eldvörp

Eldvarpavirkjun

Í orkunýtingarflokki

Eldvörp er 10 kílómetra löng gígaröð sem myndaðist með sprungugosi á utanverðu Reykjanesi á 13. öld og minnir um margt á hina frægu Lakagíga. Fyrirhuguð virkjun telst mjög umdeild, sökum þess að engin sambærileg gígaröð er til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Talið er að orkuvinnslan þar verði ósjálfbær, þar sem um sama hitageyminn gæti verið að ræða og Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun fullnýta nú.

Austurengjahver

Austurengjavirkjun

Í biðflokki

Austurengjahver er hluti af háhitasvæðinu sem oftast er kennt við Krýsuvík hjá Kleifarvatni á Reykjanesi, sem er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Aldeyjarfoss

Hrafnabjargavirkjun

Í biðflokki

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti er einn af þekktari fossum landsins og fastur viðkomustaður þeirra sem keyra yfir Sprengisand. Fossinn er skráður í verndarflokk í 3. áfanga rammaáætlunar, sem Alþingi hefur þó eins og áður segir ekki enn samþykkt.

Hólmsárfoss

Hólmsárvirkjun

Í biðflokki

Upptök Hólmsár eru í suðurhlíðum Torfajökuls og rennur hún til suðurs í austurjaðri Mýrdalsjökuls. Efsti hluti hennar er í verndarflokki rammaáætlunar en tveir aðrir virkjunarkostir neðar í ánni voru metnir í rammaáætlun og eru báðir í biðflokki. Neðsta virkjunin við Aldey myndi kaffæra 40 hektara af gömlum birkiskógi. Tæplega 10 ferkílómetra lón hennar myndi ná upp að Hólmsárfossi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Fleiri bíða eftir hjúkrunarrýmum og bíða lengur
Fréttir

Fleiri bíða eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um og bíða leng­ur

Bið­list­ar eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um hafa lengst und­an­far­inn ára­tug og markmið stjórn­valda um bið­tíma hafa ekki náðst. Opn­un nýrra hjúkr­un­ar­rýma á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur létt á stöð­unni.
72. spurningaþraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hárnákvæmt svar við einni spurningunni
Þrautir10 af öllu tagi

72. spurn­inga­þraut: Aldrei þessu vant þarf ekki hár­ná­kvæmt svar við einni spurn­ing­unni

Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni að of­an, hver er kon­an? Á mynd­inni að neð­an, hvað er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir for­seti Frakk­lands? 2.   Hvað hét for­set­inn sem hann leysti af hólmi? 3.   Í hvaða heims­álfu er rík­ið Bel­ize? 4.   Hvað eru phot­on og glu­on? Svar­ið þarf ekki að vera hár­ná­kvæmt. 5.   Empire State bygg­ing­in í New York-borg í Banda­ríkj­un­um er...
María Ósk Sigurðardóttir látin: „Hún heillaði alla sem hún hitti“
Fréttir

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lát­in: „Hún heill­aði alla sem hún hitti“

María Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir lést 2. júlí og skil­ur eft­ir sig stóra fjöl­skyldu, með­al ann­ars fjög­ur börn og tvö barna­börn. Gest­ný Rós, syst­ir Maríu, ræð­ir við Stund­ina um syst­ur sína eins og hún var og eins og fjöl­skyld­an vill að henn­ar verði minnst, með virð­ingu og kær­leika.
Messanum lokað eftir mótmæli fyrrum starfsfólks
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði

Mess­an­um lok­að eft­ir mót­mæli fyrr­um starfs­fólks

Sjáv­ar­rétt­ar­stað­ur­inn Mess­inn opn­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag eft­ir eig­enda­skipti. Fyrr­um starfs­fólk sem hef­ur ekki feng­ið borg­að laun í fjóra mán­uði mót­mælti fyr­ir ut­an degi síð­ar. Við­skipta­vin­ir létu sig hverfa og staðn­um var lok­að.
Erfðasynd er sjálfsuppfyllandi spádómur
Blogg

Símon Vestarr

Erfða­synd er sjálfs­upp­fyll­andi spá­dóm­ur

Hver sagði okk­ur að við vær­um grimm, sjálfs­elsk og drottn­un­ar­gjörn dýra­teg­und? Og af hverju trúð­um við því?   Í mínu til­felli er því auð­svar­að. Ég ólst upp við að taka bibl­í­una mjög al­var­lega og rauði þráð­ur­inn í gegn­um hana er hug­tak­ið erfða­synd; sú hug­mynd að Guð hafi mót­að okk­ur í sinni mynd en að eitt af hinum sköp­un­ar­verk­um hans hafi...
Fyrirtæki hafa neitað að taka við Ferðagjöf stjórnvalda
Fréttir

Fyr­ir­tæki hafa neit­að að taka við Ferða­gjöf stjórn­valda

Dæmi eru um það að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neiti að taka við Ferða­gjöf. Oft er um mis­skiln­ing að ræða. „Fyr­ir­tæki skrá sig til leiks á eig­in ábyrgð,“ seg­ir Ferða­mála­stofa.
Störfum fækkaði um 27 þúsund milli ára
FréttirCovid-19

Störf­um fækk­aði um 27 þús­und milli ára

Vegna áhrifa Covid-far­ald­urs­ins hef­ur mönn­uð­um störf­um fækk­að gríð­ar­lega. Laus­um störf­um hef­ur líka fækk­að, en þau voru 3.600 færri en á sama tíma í fyrra.
71. spurningaþraut: Af einhverjum ástæðum má finna hér þrjár spurningar um lögreglukonur
Þrautir10 af öllu tagi

71. spurn­inga­þraut: Af ein­hverj­um ástæð­um má finna hér þrjár spurn­ing­ar um lög­reglu­kon­ur

Auka­spurn­ing­arn­ar: Efri mynd: Hver er mað­ur­inn? Neðri mynd: Þetta er hluti af um­slagi frægr­ar hljóm­plötu frægr­ar hljóm­sveit­ar. Hljóm­sveit­in og plat­an heita sama nafni, nema hvað plat­an ber að auki núm­er­ið III til merk­is um að vera þriðja breið­skífa hljóm­sveit­ar­inn­ar. Hvað heit­ir hljóm­sveit­in? Og þá snú­um vér oss að að­al­spurn­ing­un­um tíu: 1.   Í landi einu heit­ir stærsta borg­in - sem þó...
Sjálfrennireiðar
Myndir

Sjálfrennireið­ar

Í fram­tíð­inni mun það ef­laust vekja furðu hversu mik­ið hef­ur ver­ið lagt und­ir bíla.
Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er langvarandi sorg“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er langvar­andi sorg“

Eig­in­mað­ur Guðnýj­ar Helga­dótt­ur lést úr Alzheimer fyr­ir þrem­ur ár­um, eft­ir margra ára bar­áttu við sjúk­dóm­inn. Guðný seg­ist sjálf ekki hafa átt­að sig á álag­inu sem fylgdi veik­ind­um hans, fyrr en eft­ir að hann var fall­inn frá. Hún seg­ir sjúk­dóm­inn smám sam­an ræna fólk öll­um sín­um fal­legu eig­in­leik­um sem sé erfitt að horfa upp á.
70. spurningaþraut: Allt sem þú veist (vafalítið) um Rómaveldi
Þrautir10 af öllu tagi

70. spurn­inga­þraut: Allt sem þú veist (vafa­lít­ið) um Róma­veldi

Þeg­ar núm­er spurn­inga­þraut­ar end­ar á núlli, þá snú­ast all­ar spurn­ing­ar um sama efni. Þessi er um Róma­veldi. Auka­spurn­ing­arn­ar eru þess­ar: Skip eins og á mynd­inni hér að of­an voru brúk­uð í róm­verska flot­an­um alla tíð heimsveld­is­ins. Hvað kall­að­ist þessi her­skipa­gerð? Og neðri mynd­in: Róm­verj­ar voru mikl­ir meist­ar­ar í að reisa mann­virki eins og sjást á mynd­inni. Til hvers var þetta...