Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Gunnar Hersveinn

Hvernig lærum við að elska ljósdepil?

Dómurinn eftir brotaferil mannkyns er óumflýjanlegur.

Gunnar Hersveinn

Dómurinn eftir brotaferil mannkyns er óumflýjanlegur.

Hvernig lærum við að elska ljósdepil?
Séð í fyrsta sinn 24. desember 1968 sáu meðlimir í áhöfn Apollo 8, fyrstir mannvera, jörðina rísa við yfirborð tunglsins.  Mynd: NASA

Hvernig getur maðurinn komið sér niður á jörðina eftir að hafa svifið í skýjunum of lengi og mengað andrúmsloftið og eigin huga? Mannkynið þarf nauðsynlega að einbeita sér af öllum krafti að bjarga því sem bjargað verður. Hér er fjallað um djúpa virðingu gagnvart jörðinni og skuldbindingu gagnvart náttúrunni sem engu gleymir og allt geymir, og jafnvel óttann við dauðann. 

Verkefnið er að umgangast jörðina af virðingu, umhyggju og varfærni og vinna bug á græðgi og yfirgangi sem kalla á sóun og eyðileggingu sem raska lífsskilyrðum og náttúruundrum. Eða hvenær hættum við að undrast yfir mikilfengleika lífsins?

Jörðin gaf og maðurinn tók

Það er til nóg af guðum til að velja sér til fulltingis en það er engin önnur Jörð. Það er bláköld staðreynd – sem virðist stundum gleymast. Mörgum himnaguðum hefur verið hampað og fólk fórnað lífi í dýrkun sinni á þeim en heimkynni fólks eru aðeins ein. Geimfarið Voyager 1 tók mynd af heimkynnum okkar árið 1990. Þar birtist jörðin sem angarsmár fölblár depill í risavöxnum alheimi. Það er allt of sumt – en getum við lært að virða og elska þennan ljósdepil? 

Þrátt fyrir töluvert vel skráða tilveru okkar á jörðinni höfum við greinilega ekki enn lært að unna heimkynnum okkar af takmarkalausri væntumþykju og skuldbindingu. Maðurinn hefur nú hrint af stað nýrri útrýmingarlotu á jörðinni sem bitnar harkalega á öllu lífi í lofti, láði og legi. Kærleikurinn hefur streymt út fyrir gufuhvolfið inn í aðrar víddir. 

Markvissar og samstilltar aðgerðir um víða veröld sem setja hagsmuni og heilsu jarðar í forgang næstu 12–20 ár gætu mögulega komið í veg fyrir hamfarir eyðileggingarinnar. Það er örugglega langbest að hefja meiri háttar breytingar og byltingu í lífsháttum umsvifalaust. Það er of seint að iðrast eftir dauðann, þar er hvorki drykkjarvatn eða heilsufæði.

Það er best að halda sig við jörðina – þar eru auðlindirnar. Það eru engir fjársjóðir sem bíða mannsins annars staðar. Ekkert sem hann getur lagt eign sína á.

Hold er mold hverju sem það klæðist

Óttinn við dauðann er áhrifamikill í mannshuganum. Óttinn hefur margar birtingarmyndir og felst meðal annars í tilhugsuninni um að þurrkast út, kveljast, lúta refsingu og vera vanvirtur – allt eftir lífsskoðun hvers samfélags. Margs konar mannleg kerfi og útfærslur hafa verið settar fram til að takast á við þennan ótta um endalokin. 

Gallinn við mörg trúarbrögð er að maðurinn er ævinlega látinn svara guði fyrir gjörðir sínar sem á að geta fyrirgefið hvers konar misgjörðir. En hver kveður í raun upp dóminn? Skrifar hver og einn sinn eigin dóm með verkum sínum? Hver kynslóð? Er það himnafaðirinn, forseti hæstaréttar eða er það ef till vill plánetan Jörð? 

Hver kveður í raun upp dóminn?

Jarðsagan er bók lífsins. Þar eru minjar, leifar og verksummerki um hvert tímabil og það sem hefur lifað og hrærst á jörðinni, um hverja tegund, um ris og fall. Maðurinn getur aldrei verið meira en ein af þeim tegundum sem fram hafa komið í sögu lífsins á jörðinni. En brotaskráin er ekki aðeins gagnvart náunganum og eigin tegund, heldur birtist hún of oft í skeytingarleysi gagnvart öðrum lífverum, stórum og smáum og náttúrunni: hrikafegurð hennar og undrum. Öllu sem við erum skuldbundin. 

Djúp virðing gagnvart lífi og dauða

Manneskjan hefur raskað lífinu á jörðinni freklega með athöfnum sínum. Mannveran stendur frammi fyrir móður jörð alla daga, þar er athvarfið og gagnvart henni þarf að svara að lokum. Dómurinn verður hvorki réttlátur né ranglátur heldur óhjákvæmilegur. Þá dugar engin kænska, mælskulist eða bænir. 

Dómurinn verður hvorki réttlátur né ranglátur heldur óhjákvæmilegur.

Vilji manneskjan lengja líf sitt þá er ekki um að ræða líf einstaklinga heldur líf tegundarinnar. Vilji hún það þá þarf hún að breyta lífsstíl sínum til betri vegar, bæta hegðun gagnvart öllu og öllum og temja sér umhyggju og lotningu.

Óttinn við dauðann lifir eflaust áfram í hjartanu, óttinn við endinn og dóminn. Óttinn hverfur ekki við loforð um eitthvað annað heldur með því að líta á allt fólk sem systkin, allar verur sem förunauta og að sýna samkennd í stað yfirgangs gagnvart heimkynnum okkar (Laozi). Djúp virðing gagnvart lífi og dauða leyfir óttanum ekki að læðast um hugann.

Jörð gefur arð eftir lífsháttum. Ferli jarðar felst í því að lifa og hrærast án þessa að útrýma. Ef við fylgjum því ferli þá verður það góður vitnisburður um okkur sem ein af þeim verum sem lífið á jörðinni hefur alið af sér. 

Vitnisburðurinn yrði grafinn í jörð þar sem hann á heima og einhver myndi ef til vill hugsa hlýlega til okkar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
4

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
5

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið